Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 37
LÆKN ABLAÐID 69,121-122,1983 121 NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavíkur lTr 69. ARG. - APRIL 1983 ERFÐATÆKNI OG LÆKNISFRÆÐI Undanfarinn áratug hafa orðið gífurlegar framfarir í líffræði og læknisfræði og ber þar Irúlega hæst hina svokölluðu erfðaverkfræði (genetic engineering), sem nú er oftar nefnd erfðatækni (recombinant DNA technology). í fyrstu var eingöngu um að ræða rannsóknir á veirum, bakteríum og ýmsum einföldum líf- verum, en síðan 1977 hafa vísindamenn verið önnum kafnir við að rannsaka gen æðri dýra, f>ar á meðal manna. Niðurstöður þessara rannsókna hafa valdið byltingu í læknisfræði- iegri erfðafræði. Áhrif erfðatækni á læknis- fræði og lækningar eiga eftir að vaxa gífurlega á komandi árum. Pess vegna er gott að leiða hugann að stöðu þessara rannsókna í dag, aðferðum og gagnsemi. Aðferðir erfðatækninnar eru fremur flóknar og margbreytilegar og verða hér aðeins nefnd tvö stutt dæmi. Búnir eru til genbútar með því að beita svokölluðum skerðienzímum (restric- tion endonucleases), sem kljúfa erfðaefnið DNA, á ákveðnum stöðum. Genbútnum er komið fyrir í svokallaðri genaferju (oftast plasmíð eða bakteríuveirur) þ.e. báðir endar genbútsins eru tengdir DNA genaferjunnar. Genaferjunni er síðan komið fyrir í bakteríu, sem fjölgar sér og þar af leiðir, að mikið magn umræddra genbúta er framleitt. Þannig hefur tekist að búa til samsafn (libraries) einrækt- aðra genbúta (cloned DNA fragments). Einnig er unnt að mynda genbúta með skerðienzí- mum og rafdraga þá í hlaupi og reyna að þekkja einstaka búta eftir rafdráttinn með því að láta geislamerkt (32P) DNA með þekkta basaröð (probe) bindast við þá búta, sem hafa samsvarandi andstæða basaröð (G binst við C og A við T). Þannig er t.d. unnt að þekkja insúlin genið og globin genin eftir rafdrátt með notkun geislavirks »probe« fyrir sérhvert gen. Hagnýtt gildi þessara rannsókna er margþætt. Grunnrannsóknir felast í því að athuga byggingu, störf og kortlagningu gena á litningunum. Stofnerfðafræðirannsóknir hafa einnig hafist, þ.e. athuganir á ákveðnum DNA basaröðum og tengslum þeirra við sjúkdóma og tíðni þeirra meðal ákveðinna þjóða og kynflokka. Greining sjúkdóma, einkum erfða- sjúkdóma á fósturskeiði, hefur þegar verið gerð með góðum árangri, t.d. greining arf- gengra galla á glóbin hluta hemóglóbínsam- eindarinnar. Einnig hafa ýmis lífefni verið fram- leidd á hagkvæman hátt, s.s. insúlin, vaxtar- hormón, interferon o.fl. Niðurstöður grunnrannsókna hafa varpað nýju ljósi á fyrirkomulag gena á litningum æðri dýra. Nokkur gen í mönnum hafa verið rannsökuð all ítarlega nú þegar. Ber þar hæst gen glóbína og immunoglóbína. Genin liggja ekki í einni samfellu á litningunum eins og áður var talið, heldur liggja langar raðir af DNA á milli gena. Genin sjálf skiptast svo í exon, sem stjórna prótein myndun og intron (milliraðir), sem stuðla ekki að myndun pró- teins (intron lausum genum hefur reyndar verið lýst nýlega). Þær löngu keðjur af DNA, sem liggja á milli gena, svo og milliraðirnar inni í genunum sjálfum, eru raunar meira en 90 % erfðaefnis æðri dýra. Þannig er ljóst að mikill meirihluti basaraða erfðaefnis manna og annarra æðri dýra stjórna ekki myndun pró- teina (noncoding sequences). Ekki er vitað hvaða hlutverki þetta DNA gegnir. Settar hafa verið fram kenningar um hlutverk þess í stjórnun á tjáningu gena og í þróun dýra- tegundanna. Erfðatækni hefur nú þegar markað mikið framfaraspor í greiningu arfgengra sjúkdóma á fósturskeiði. Oft er það svo, að legvatns- frumur mynda ekki þau prótein, sem eru gölluð að byggingu í arfgengum sjúkdómum vegna þess, að viðkomandi gen tjá sig ekki nema í fáum frumutegundum t.d. mynda leg- vatnsfrumur ekki hemóglóbín. Til þess að greina arfgenga galla á þeirri sameind, þarf blóðsýni úr fóstrinu, en sú sýnitaka getur reynst hættuleg. Legvatnsfrumur innihalda hins vegar glóbíngenin sjálf eins og önnur gen og því er unnt að beita hættulítilli sýnitöku (legvatnspróf) og rannsaka frumurnar með erfðatækniaðferðum. Þannig hefur tekist að greina bæði sigðkornablóðleysi og thalasse- miu á fósturskeiði. Greiningin byggist á því að finna genbút eða eftir rafdrátt, sem inniheldur

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.