Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 25
LÆKNABLADID
113
var rakið allt það erfiði, sem foreldrar geta
lent í við að útvega sér ávísað lyf og koma því
á þann stað, þar sem það á að virka. þ.e.a.s. í
líkama barnasins. Læknar gera sér ekki nægi-
lega grein fyrir þessum vandræðum. Þar af
leiðandi gera þeir sér heldur ekki grein fyrir
því, að ófullnægjandi árangur lækningarinnar
getur verið vegna þess að fyrirmælum hefur
alls ekki verið framfylgt. Ófullnægjandi fylgni í
lyfjameðferð barna kemur trúlega fyrir í u.þ.b.
50 % tilfella. 90 % fylgja fyrirmælunum fyrsta
sólarhringinn eða svo, þ.e.a.s. leysa út lyfið og
gefa það samkvæmt skammtafyrirmælum, en
þegar kemur að síðustu dögum skammtíma-
meðferðar, dregur úr fylgni, þannig að ein-
ungis 10 % fylgja fyrirmælunum fullkomlega.
Þegar um er að ræða langtímameðferð, var
talið að 80 % fylgdu fyrirmælunum fullkom-
lega.
Afleiðingar þessarar ófullnægjandi fylgni
eru í fyrsta lagi ófullnægjandi meðferðarárang-
ur, í öðru lagi hjáverkanir lyfja, í þriðja lagi
rannsóknir og/eða innlagnir á sþítala og í
fjórða lagi eitrunarhætta vegna lyfja, sem ekki
hafa verið notuð. Úr þessu má bæta með því
að læknar venji sig á að gefa betri uþþlýsingar
um meðferðaráætlum, nauðsyn meðferðar-
innar, skammtastærð og tímasetningu.
Síðasta erindið í þessum hluta fundarins
fjailaði um hjáverkanir og samverkun (inter-
action) lyfja í börnum.
Börn geta orðið fyrir áhrifum lyfja allt frá
getnaði til fullorðinsára. Bent var á að eiturá-
hrif lyfja á barnsaldri geta algjörlega breytt lífi
einstaklinganna upþ frá því. Oft koma eiturá-
hrif lyfja á börn ekki í ljós fyrr en löngu eftir
neyzlu lyfsins. Þessi eituráhrif lyfja á börn eru í
mörgum tilfellum allt öðruvísi en þau áhrif,
sem fullorðnir verða fyrir. í mörgum tilfellum,
t.d. þegar um er að ræða áhrif lyfja á fóstur, er
nauðsynlegt að koma á alþjóðasamvinnu til að
safna upplýsingum um hjáverkanir lyfja.
Helztu niðurstöður fundarins
Athygli er vakin á því að mikið af þeirri
þekkingu, sem fengist hefir um hegðun lyfja
hjá börnum, er tilkomin eftir notkun lyfjanna
við meðferð sjúkdóma, oft vegna slysa á
fóstrum og börnum. Slík slys hafa hvatt til
rannsókna, sem framkvæma hefði átt mun
fyrr.
Þar sem engin óhöpp hafa hent, hafa í
mörgum tilfellum engar rannsóknir farið fram,
og ennþá eru á markaði mörg lyf, sem ekki
hafa verið rannsökuð í börnum.
fess vegna er mjög mikilvægt að þekking
um hegðun lyfja í fóstrum og börnum verði
aukin.
Rannsóknir á hjáverkunum lyfja í börnum
þarf að auka og endurbæta. Framkvæma þarf
nákvæmari skráningu á hjáverkunum lyfja í
börnum og fóstrum og auk þess stofna ná-
kvæmar skráningarmiðstöðvar í hinum ýmsu
heimshlutum. Lyfjaneyslurannsóknir eru
frumskilyrði fyrir því, að hægt sé að gefa
leiðbeiningar um lyfjanotkun. Slíkar rannsókn-
ir eru af mjög skornum skammti hvað börn
áhrærir, enda þótt vitað sé, að lyfjaneyzla
barna er öðrum lögmálum háð en hjá full-
orðnum.
Siðareglur rannsókna
Fundurinn ályktaði að siðfræðileg vandamál
vegna rannsókna á áhrifum lyfja á börn, stæðu
ekki í vegi fyrir rannsóknunum. Þau takmarka
hins vegar eðli og framkvæmd rannsóknanna.
Auk þess að fá leyfi forráðamanna barnanna
fyrir rannsókninni, verður að útskýra rann-
sóknina fyrir barninu eftir því sem skilningur
og þroski þess Ieyfir. Enda þótt barn sé
samkvæmt lögum, óhæft til að hafna rann-
sókn, leysir það rannsakandann ekki undan því
að virða mótbárur barns, sem er nægilega
þroskað til að láta í Ijós skoðun.
Rannsóknaraðferðir
Þar eð breytingar verða á líffæra- og lífeðlis-
fræði barnsins eftir því sem á líður barnsæv-
ina, verða rannsóknir á lyfjum í börnum að
fara fram í mismunandi aldurshópum. Með
notkun nýrra rannsóknaraðferða má minnka
til muna lyfjaneyzlu, áhættu og óþægindi
samfara rannsóknunum.
Ábyrgð rannsókna
Ábyrgð á þróun lyfjafræði sem vísindagreinar
hvílir tvímælalaust á vísinda- og lækna-
samtökum, en fundurinn taldi að opinbert
lyfjaeftirlit ætti að hvetja til slíkrar þróunar
með því að benda á svið þar sem þekkingar-
skortur veldur vandræðum við rannsóknir á
lyfjum í börnum. Framleiðendur á lyfjum, sem
geta haft þýðingu fyrir börn, eru hvattir til
þess að standa fyrir rannsóknum í samvinnu
við lækningastofnanir fyrr en verið hefur til
þessa. Opinber lyfjaeftirlit eiga að sjá til þess
að niðurstöður rannsóknanna verði læknum