Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 33
LÆKNABLADID
119
(diastasis) í brotinu, brot sé nálægt efri enda
beins, meðferð hefjist seint og loks að brotinu
sé ekki haldið í nægilegri kyrrð meðan á
meðferð stendur.
Niðurstöður pessa uppgjörs benda til þess,
að gliðnun í brotinu skipti verulega máli, par
sem u.p.b. helmingur af þeim brotum, par sem
gliðnunin er > 1 mm, greri ekki. Kemur petta
heim við reynslu annarra (3, 7).
í þessu uppgjöri er ekki hægt að draga
skýrar ályktanir af pví, hvort staðsetning skipti
endanlega sköpum um það, hvort brotið grær
eða ekki. Þó er ljóst, að brot af tegund III
þurfa að meðaltali lengri gipsmeðferð til að
gróa en önnur. Svo virðist sem þéttleiki, sem
oft sést á röntgenmyndum í efri hluta beinsins
og talinn er stafa af ófullnægjandi blóðrás,
hindri ekki að brotið grói. Russe (10) hefur
bent á, að þetta einkenni komi fram á röntgen
myndum í um þriðjungi tilfella en hafi Iítil eða
engin áhrif á lokaniðurstöður, þar sem þessi
brot grói eins og önnur, að vísu með nokkuð
lengri tíma í gipsumbúðum.
f þessu uppgjöri komu flestir sjúklingarnir
mj'ig tímanlega til meðferðar. Tveir sjúkling-
ar, sem komu til meðferðar er um mánuður
var liðinn frá því að beinið brotnaði, að því er
best er vitað, greru með gipsmeðferð einni.
Þetta kemur raunar heim við athugun ýmissa
annarra (8, 9, 10).
Hjá þeim, sem ekki greru, var gipsmeðferð
ófullnægjandi með einum eða öðrum hætti í
öllum tilvikum. Hins vegar verður ekki af
gögnum ráðið í hvað mörgum tilvikum gips-
meðferð var áfátt hjá þeim sem greru. Auk
ófullnægjandi gipsmeðferðar af ýmsum ástæð-
um, höfðu 6 af 7 sjúklingum, er ekki greru, & 1
mm gliðnun í brotinu í upphafi. Við frumrann-
sókn höfðu 8 aðrir sjúklingar gliðnun af þessu
tagi en greru þó.
í þessu uppgjöri eru subjectiv óþægindi,
væg að vísu, all algeng eftir brotið. Þetta
stingur nokkuð í stúf við, m.a. niðurstöður
Eddelands (3), sem taldi, að sjúklingar hefðu
engin óþægindi eftir gömul brot, sem gróið
höfðu í gipsi.
Slitgigtarbreytingar, sem með sæmilegu ör-
yggi er hægt að telja afleiðingar bátbeins-
brots, eru furðu fátíðar, þegar undanskildir eru
þeir, sem fá falska liði í brotið. 5 af 7 slíkum
sjúklingum hafa veruleg óþægindi frá úlnliðn-
um og kemur það heim við athugun annarra
(9,10).
Rannsókn þessi leiðir þannig í ljós, að
lokaárangurinn af meðferð bátbeinsbrota á
Slysadeild Borgarspítala er svipaður og ann-
ars staðar. Gipstími er hins vegar hlutfallslega
stuttur og virðist það ekki koma að sök. Líkur
eru til þess, að stytta megi meðferðartíma og
bæta árangur hjá þeim, sem hafa veruiega
gliðnun í brotinu með því að skera brotið upp
tímanlega og gera á því innri festingu. Þetta
gildir ekki sízt um drykkjusjúka eða aðra þá,
sem ekki sinna gipsmeðferð sem skyldi.
Líkur eru til, að hér séu menn skemmri tíma
frá vinnu vegna áverka þessa en annars staðar,
þó ekki sé hægt að finna tölur um það hjá
öðrum höfundum.
SUMMARY
A follow-up study was made of 110 patients with
112 scapoid fractures, treated at the Reykjavík City
Hospital 1972-1978. The follow-up time was betwe-
en 2-8 years.
11 % of the clinically diagnosed fractures could
not be seen with certainty on primary X-rays but
follow-up X-ray examination showed fractures.
The fractures were classified according to site,
time from injury, sex and age distribution.
Treatment consisted in most cases of below-
elbow plaster cast. The mean time of plaster
treatment was 7.6 weeks, excluding tubercular
fractures. The healing rate was about 94 %.
Delay in primary treatment did not seriously
affect the results but diastasis in the fractures and
inadequate plaster treatment caused by lack of
cooperation from the patients were the factors that
contributed to nonunion.
Some residual symptoms were rather frequent, no
type of fracture being exempted but these symp-
toms were mostly of minor importance.
29 % proved to have restricted movements in the
wrist-joint and in 6 patients, degenerative arthritis
could with some certainty be attributed to the
fracture. 58 % were absent from work for one week
or less.
The overall results are similar to the results
reported by other authors.
HEIMILDIR
1. Iversen LD, Clawson DK. Manual of acute
orthopaedic therapeutics. Boston, Little, Brown,
1977:302.
2. Leslie IJ, Dickson RA. The fractured carpal
scaphoid. Natural history and factors influen-
cing outcome. J Bone Joint Surg 1981; 63-B:
225-30.
3. Eddeland A, Eiken O, Hellgren E, Ohlsson N.
Fractures of the scaphoid. Scand J Plast Recon-
str Surg 1975;9:234-9.