Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 26
114 LÆKNABLADID tiltækar. í>au eiga einnig að sjá til þess að framkvæmdar verði rannsóknir á eldri lyfjum. sem, notuð eru fyrir börn, en aldrei hafa verið rannsökuð í þessum neytendahópi. Lyfjaávísanir Læknar þarfnast skýrari innsýnar í lögmál varðandi notkun lyfja fyrir börn. Kennsla slíkrar, bæði fyrir og eftir að læknisnámi lýkur, gera lækna hæfari til að meta upplýsingar um ný lyf jafnóðum og þau koma á markað. Margir læknar gera sér augljóslega ekki grein fyrir því hversu raunveruleg neyzla lyfja er frábrugðin því, sem þeir ætlast til með áritun lyfseðils. Vandamál varðandi fylgni fyrirskrifta lyfja eru vel þekkt. Því á að hjálpa læknum til að þekkja þau og reikna með þeim. Fundurinn hvatti lyfjaframleiðendur og lyfja- nefndir til að vera virkari í því að auðvelda Iyfjaávísanir til barna með því að gefa læknum aðgengilegri upplýsingar um skammtanir lyfja fyrir börn. Uppiýsingar fyrir almenning: Fundurinn benti á að almennar upplýsingar, sem fylgja í umbúðum lyfja, eru oft mjög ófullnægjandi varðandi notkun fyrir börn. Lyfjanefndir eiga að sjá til að úr þessu verði bætt.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.