Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1983, Side 56

Læknablaðið - 15.09.1983, Side 56
226 LÆKNABLAÐIÐ 69,226-234,1983 Kristján Sigurðsson KRABBAMEIN í EGGJASTOKKUM Greining og meðferð með tilliti til forspárþátta INNGANGUR Krabbamein í eggjastokkum eru algengust illkynja æxla í kynfærum kvenna og hefur nýgengi sjúkdómsins farið vaxandi, bæði hér á landi (mynd 1) og í nágrannalöndum okkar (1). Nú (1976-80) er petta fimmta algengasta krabbameinið, svarar til 6 % af öllum krabba- meinum í íslenskum konum, og greinast hér nú árlega 18-20 tilfelli. Þessi æxli greinast í konum á öllum aldri, aðeins 10-15 % þeirra í konum yngri en 45 ára, en helmingur sjúklinganna er 60 ára og eldri (mynd 2). Um 15 % allra æxla í eggjastokkum eru talin illkynja. Hlutfallslegur fjöldi þeirra eykst þó með hækkandi aldri og eftir tíðahvörf eru taldar helmingslíkur á að æxli, er greinast í eggjastokkum geti verið ill- kynja (2). Krabbamein í eggjastokkum er samheiti allra illkynja æxla í eggjastokkum. Vefjagerð þessara æxla er margbreytileg, en 90 % þeirra eru epithelial æxli (tafla I), sem komin eru frá yfirborðsþekju eggjastokkanna (3). Þessi æxli eru þau illkynja æxli í kynfærum, sem draga flestar konur til dauða. Aðeins 30- 35 % sjúklinganna lifa í fimm ár eða lengur frá greiningu sjúkdómsins (4). Aðalástæðan fyrir þessum lélegu batahorfum er hversu erfiður sjúkdómurinn er í greiningu. Yfir 60 % sjúk- linga eru með langt gengið krabbamein við greiningu (stig III og IV) (tafla II), þar sem helmingur sjúklinga deyr innan árs og fimm ára lifun (survival) er 2-10% (5). Meðferð sjúkdómsins er mjög mismunandi og hafa læknar ekki verið á eitt sáttir hvað snertir val á heppilegustu meðferð á hinum ýmsu stigum sjúkdómsins. Grein þessi fjallar um vandamál við grein- ingu, meðferð, svo og gildi hinna mörgu for- spárþátta sjúkdómsins. Aðallega verður stuðst við niðurstöður rannsókna frá Lundi um með- ferð og forspárþætti illkynja epithelial æxla, sem meðal annars hafa leitt til tillagna um Kvennadeild Landspítalans. Barst ritstjórn 20/05/1983. Samþykkt og sent í prentsmiðju 24/05/1983. forspárflokkun (prognostic classification) sjúk- dómsins. EINKENNI OG GREINING Batahorfur eru mjög háðar því á hvaða stigi sjúkdómurinn greinist (mynd 3) (5). Greining tefst oft, bæði vegna tafar af völdum sjúklings og læknis. Rannsókn, sem gerð var í Umeá (6), sýndi fram á að þriðjungur sjúklinga hafði við fyrstu komu til læknis haft óþægindi í meira en Number of cases per 105 1956 1961 1966 1971 1976 -60 -65 -70 -75 -80 Fig. 1. Incidence (per 100.000) of ovarían cancer in Iceland 1956-80. (The Icelandic Cancer Registry.) Number of cases Fig. 2. Age distribution of ovarian cancer in Iceland 1956-80. (The Icelandic Cancer Registry.)

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.