Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1983, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.09.1983, Blaðsíða 56
226 LÆKNABLAÐIÐ 69,226-234,1983 Kristján Sigurðsson KRABBAMEIN í EGGJASTOKKUM Greining og meðferð með tilliti til forspárþátta INNGANGUR Krabbamein í eggjastokkum eru algengust illkynja æxla í kynfærum kvenna og hefur nýgengi sjúkdómsins farið vaxandi, bæði hér á landi (mynd 1) og í nágrannalöndum okkar (1). Nú (1976-80) er petta fimmta algengasta krabbameinið, svarar til 6 % af öllum krabba- meinum í íslenskum konum, og greinast hér nú árlega 18-20 tilfelli. Þessi æxli greinast í konum á öllum aldri, aðeins 10-15 % þeirra í konum yngri en 45 ára, en helmingur sjúklinganna er 60 ára og eldri (mynd 2). Um 15 % allra æxla í eggjastokkum eru talin illkynja. Hlutfallslegur fjöldi þeirra eykst þó með hækkandi aldri og eftir tíðahvörf eru taldar helmingslíkur á að æxli, er greinast í eggjastokkum geti verið ill- kynja (2). Krabbamein í eggjastokkum er samheiti allra illkynja æxla í eggjastokkum. Vefjagerð þessara æxla er margbreytileg, en 90 % þeirra eru epithelial æxli (tafla I), sem komin eru frá yfirborðsþekju eggjastokkanna (3). Þessi æxli eru þau illkynja æxli í kynfærum, sem draga flestar konur til dauða. Aðeins 30- 35 % sjúklinganna lifa í fimm ár eða lengur frá greiningu sjúkdómsins (4). Aðalástæðan fyrir þessum lélegu batahorfum er hversu erfiður sjúkdómurinn er í greiningu. Yfir 60 % sjúk- linga eru með langt gengið krabbamein við greiningu (stig III og IV) (tafla II), þar sem helmingur sjúklinga deyr innan árs og fimm ára lifun (survival) er 2-10% (5). Meðferð sjúkdómsins er mjög mismunandi og hafa læknar ekki verið á eitt sáttir hvað snertir val á heppilegustu meðferð á hinum ýmsu stigum sjúkdómsins. Grein þessi fjallar um vandamál við grein- ingu, meðferð, svo og gildi hinna mörgu for- spárþátta sjúkdómsins. Aðallega verður stuðst við niðurstöður rannsókna frá Lundi um með- ferð og forspárþætti illkynja epithelial æxla, sem meðal annars hafa leitt til tillagna um Kvennadeild Landspítalans. Barst ritstjórn 20/05/1983. Samþykkt og sent í prentsmiðju 24/05/1983. forspárflokkun (prognostic classification) sjúk- dómsins. EINKENNI OG GREINING Batahorfur eru mjög háðar því á hvaða stigi sjúkdómurinn greinist (mynd 3) (5). Greining tefst oft, bæði vegna tafar af völdum sjúklings og læknis. Rannsókn, sem gerð var í Umeá (6), sýndi fram á að þriðjungur sjúklinga hafði við fyrstu komu til læknis haft óþægindi í meira en Number of cases per 105 1956 1961 1966 1971 1976 -60 -65 -70 -75 -80 Fig. 1. Incidence (per 100.000) of ovarían cancer in Iceland 1956-80. (The Icelandic Cancer Registry.) Number of cases Fig. 2. Age distribution of ovarian cancer in Iceland 1956-80. (The Icelandic Cancer Registry.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.