Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 10
194 LÆKNABLAÐIÐ fljótt húðbreytingar á nálæg svæði eftir tvær skurðaðgerðir og þá var gefin geislameðferð. Þrír sjúklingar fengu ekki sérstaka meðferð vegna KS. Tveir þeirra voru i barksterameðferð vegna annars sjúkdóms. Minnkun steraskammta leiddi til þess, að sýnilegar húðbreytingar minnkuðu svo mikið að ekki var talin þörf annarrar meðferðar vegna KS. Hjá þeim þriðja var sjúkdómurinn ekki talinn á því stigi að meðferðar væri þörf. Sex mánuðum eftir greiningu virðist hann á svipuðu stigi við klíníska skoðun. Tveir af þessum tólf sjúklingum eru látnir, annar vegna krabbameins í brjósti og hinn vegna lungnasjúkdóms og öndunarbilunar. Báðir dóu innan hálfs árs frá vefjagreiningu á KS. Við krufningu var lýst útbrotum á fæti hjá báðum, en engin merki fundust um KS annars staðar eða i innri líffærum. Sjö sjúklingar eru enn í stöðugu eftirliti á krabbameinslækningadeild Landspítala og hafa ekki fundist nein merki um annan illkynja sjúkdóm. Hjá sex þeirra virðist útbreiðsla KS hafa verið stöðvuð. Hjá sjöunda sjúklingnum hafa komið fram húðbreytingar á handlegg, en húðbreytingar á fótum hafa svarað geislameðferð vel. UMRÆÐA Öll tilfelli af Kaposisarkmeini, sem greindust á íslandi á þriggja ára tímabili frá nóvember 1983 til október 1986, voru rannsökuð. Tólf sjúklingar fundust, en ný tilfelli af KS voru tíu og nýgengi sjúkdómsins var því 1,38 á 100.000 íbúa á ári. Ef einungis eru tekin þau tilfelli, sem flokkast sem klassískt KS án barksterameðferðar, verður nýgengið 0,55 á ári. Kaposisarkmein hefur verið flokkað á ýmsan hátt, en flestir eru þó sammála um að sjúkdómurinn birtist í fjórum mismunandi faraldsfræðilegum formum og að klínísk hegðun sjúkdómsins geti verið breytileg. Tilfellin i þessari rannsókn falla í tvo hópa, klassískt KS og KS samfara ónæmisbælandi meðferð (barksterameðferð) sjá töflu I. í fyrri hópnum voru fjórir karlar og ein kona og meðalaldur sjúklinganna var 78,1 ár. Þetta kynhlutfall er svipað, en meðalaldur hærri en það sem áður hefur verið birt um klassískt KS (3). í seinni hópnum voru hins vegar þrír karlar og fjórar konur, og meðalaldur var lægri en í fyrri hópnum eða 71,6 ár. Þessi munur á meðalaldri gæti bent til þess að barksterar séu ekki óháður orsakaþáttur heldur flýti einungis fyrir því, að KS komi fram hjá öldruðu fólki. Staðsetning æxlisvaxtar hjá íslenzku sjúklingunum var í samræmi við það sem þegar hefur verið birt (5). Við vefjarannsókn kom í ljós að hægt var að flokka vefjabreytingarnar í þrjú stig, blett, þykkildi og hnúð. Bletturinn hefur verið talinn til fyrri stiga sjúkdómsins og hnúðurinn til hinna síðari. Fjórir sjúklinganna voru með fleiri en eitt vefjafræðilegt stig húðbreytinga, en af klínískum upplýsingum mátti ráða, að það hefði getað átt við um fleiri. í Ijós kom að hlutfallslega fleiri sjúklingar með klassískt KS voru með hnúð, eða hnúð og þykkildi, en hlutfallslega fleiri af þeim, sem höfðu fengið stera, voru með blett, eða blett og þykkildi samkvæmt vefjarannsókn. Þá kom í ljós að meðalaldur sjúklinganna fylgdi hækkandi stigi, þannig að meðalaldur þeirra, sem voru með bletts-stigið, var 62,9 ár, þeirra, sem voru með þykkildis-stigið, 73,3 ár, en þeirra, sem voru með hnúðs-stigið, 76,5 ár. í hverjum hói voru þó fáir sjúklingar, og þetta þyrfti að staðfesta með rannsókn á stærri hópi. Önnur illkynja æxli fundust hjá þremur sjúklingum eða 25% og hafði einn þeirra fengið barkstera, en tveir ekki. Tengsl Kaposisarkmeins við önnur illkynja æxli eru vel þekkt, en oftast virðist um að ræða æxlisvöxt í blóðvefja- eða eitlakerfi (6). Enginn slíkur sjúkdómur fannst í rannsókn okkar, en þessum sjúklingum hefur verið fylgt eftir mjög stuttan tíma. Klínískt mat á árangri meðferðar við KS getur verið erfitt þar eð bæði sjúkdómurinn og meðferðin, einkum geislun, geta skilið eftir sig litarbreytingar og ör í húðinni. Það kemur fram í rannsókn okkar, að geislameðferð bar góðan árangur þar sem henni var beitt. Tveir sjúklingar úr þessum hópi fengu lyfjameðferð, en árangur var nær enginn. Tveir sjúklinganna eru látnir, en hvorugur lést vegna KS eða hafði KS annars staðar en í húð við krufningu. Það er dæmigert fyrir klassískt KS að sjúklingarnir deyja úr öðrum sjúkdómum, oft krabbameinum sem eru því samfara (3, 5). Það er athyglivert að margir sjúklinganna í þessum hópi greindust með Kaposisarkmein, þegar þeir lágu inni á sjúkrahúsi vegna annars sjúkdóms. Þar sem KS er oftast hægfara og einkennalítill sjúkdómur og getur jafnvel horfið án meðferðar, þá er líklegt að algengi hans á íslandi sé hærra, en þessi rannsókn gefur til kynna. í meiri hluta þeirra tilfella (58%), sem hér voru rannsökuð, höfðu verið gefnir sterar áður en KS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.