Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 209 Aðrir sjúkdómar. Af 751 skoðuðum einstaklingi komu 33 vegna hvarma og slímhimunubólgu, 27 vegna tárarennslis og sjúkdóma í tárasekk og táragöngum, 23 höfðu starfræna sjóndepru en 22 höfðu orðið fyrir minni- eða meiriháttar augnslysi, þar með taldir sex einstaklingar sem misst höfðu annað augað, allt karlmenn. Allur augnmissir í þessum aldurshópum var vegna slysa. Þrettán einstaklingar höfðu skjálg og níu þeirra starfræna sjóndepru því samfara. Sex einstaklingar höfðu heilaskaða vegna blæðingar, æxlis eða slyss, og hafði leitt til sjón- og sjónsviðsskerðingar. Fjórir einstaklingar höfðu hver eftirtalinna sjúkdóma: Innhverft neðra augnlok (entropion), væng (pterygium), lokun á aðalbláæð sjónhimnu, gátu ekki lokað augum alveg og því þornuðu þau upp (lagophthalmos) og augnloksþrymil (chalazion). Þrír einstaklingar höfðu lokun á bláæðargrein í sjónhimnu og aðrir þrír Sjögrenssjúkdóm. Tveir einstaklingar höfðu úthverft neðra augnlok (ectropion), lithimnubólgu og nærsýnishrörnun í sjónu. Einn einstaklingur fannst með hvern eftirtalinna kvilla: Hornersheilkenni, grunnfrumukrabbamein (basal cell carcinoma) í augnloki, illkynja sortuæxli í slímhúð (conjunctival melanoma), augnáblástur í hornhimnu (herpes keratitis activa), tímabundna blindu (amaurosis fugax) og sjónu- og æðubólgu (chorioretinitis). Nær 30% íbúa í þremur yngstu aldurshópunum komu til augnlæknis á ári hverju, en meðal 73ja ára og eldri komu um 46% íbúa til augnlæknis minnst einu sinni á ári. Blinda, lögblinda og veruleg sjónskerðing. Erfitt er að bera saman blindu í mismunandi löndum, því skilgreining er mismunandi. í þessari grein teljum við þá verulega sjónskerta, sem sjá 6/36-6/18 á betra auga, lögblinda þá, sem sjá <6/60 á betra auga eða sjónsvið < 10°, en blinda þá sem sjá <3/60 á betra auga og hafa sjónsvið <5°. Alltaf er átt við sjónskerpu með bestu glerjum. Þessi skilgreining er byggð á ábendingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (3, 4). Lögblindir þ.e. sjón <6/60 á betra auga eða sjónsvið < 10°, teljast 16 einstaklingar, 6 karlar og 10 konur. Þetta fólk sér til að komast um, en hefur misst lestrarsjón. Aðal orsök þessarar miklu sjónskerðingar er ellirýrnun í miðgróf sjónu hjá 11 einstaklingum eða 68,8% (mynd 5). Lögblindir 83ja ára og eldri eru 8 einstaklingar eða 18,6% íbúa. í ýmsum löndum eru þeir taldir blindir sem sjá <3/60 á betra auga eða hafa sjónsvið <5°. Sé þessi skilgreining notuð í núverandi könnun, eru sjö einstaklingar lögblindir, tveir karlar og fimm konur. Allir þessir einstaklingar eru 73ja ára og eldri og raunar aðeins tveir yngri en 83ja ára. Blindir samkvæmt þessari skilgreiningu eru því 4,4% íbúa 73ja ára og eldri. Meginorsakir blindu þessara einstaklinga eru blotarýrnun í miðgróf sjónu í fjórum tilvikum eða 57,1%, hægfara gláka í tveimur tilvikum eða 28,7% og drer í einu tilviki, eða 14,2%. Af íbúum 83ja ára og eldri eru fimm blindir eða 11,6% íbúa sem er raunverulegt algengi því allir voru skoðaðir. Tuttugu og níu einstaklingar voru verulega sjónskertir, þ.e. sjón 6/36-6/18 á betra auga, 15 karlar og 14 konur. Tuttugu og sex þeirra voru 73ja ára, en 3 einstaklingar 63-72 ára. Allir höfðu ellirdrer nema einn og vegna víkkaðra ábendinga og bætts árangurs af dreraðgerðum og notkunar gerviaugasteina er ljóst að verulegur hluti þeirra fengi bætta sjón með slíkri aðgerð nú (6). Sjö einstaklingar höfðu ellirýrnun í miðgróf sjónu auk drers en einn án drers. Tveir höfðu hægfara gláku auk drers og einn hafði nærsýnis hrörnun (myopic degeneration) í augnbotnum. Gerð er frekar grein fyrir sjónskerpu þessara aldurshópa í annarri grein (9). í sumum löndum er veruleg sjónskerðing miðuð við sjón < 6/24 á betra auga. Af ofannefndum 29 einstaklingum höfðu 12 sjón = 6/18 á betra auga og 17 samanlagt 6/24 og 6/36. UMRÆÐA Rúmlega 80% íbúa 43ja ára og eldri vitja augnlæknis a.m.k. einu sinni á 5 ára tímabili, en um 46% einstaklinga 73ja ára og eldri vitja augnlæknis minnst einu sinni á ári. í þessari grein Fig. 5. Causes of legal blindness, <,6/60 better eyes (n = 16).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.