Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 48
230 LÆKNABLAÐIÐ aðrar starfsstéttir sælist ekki í þeirra störf, t.d. hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar o.fl. msar ófyrirsjáanlegar breytingar í heilbrigðiskerfinu leiða til breytinga á mannaflaþörf í einstökum greinum. Breytt sjúkdómstíðni og nýir sjúkdómar s.s. eyðni krefjast nýrra úrræða. Læknar eiga aukna möguleika á starfi við ýmiskonar rannsóknir, bæði faraldsfræðilegar og erfðafræðilegar, einnig við fræðslu almennings á nauðsyn heilbrigðs lífernis. Til þessa hafa læknar lítið sinnt stjórnunarstörfum á sjúkrahúsum og í heilbrigðiskerfinu almennt, afskipti lækna af þeim ætti að geta leitt til betri skipunar heilbrigðismála. Að öllu samanlögðu er alls ekki sjálfgefið að atvinnuleysi herji á Iækna, verði brugðist við í tíma. Helgi Sigurðsson var síðastur framsögumanna. Takmarkanir á aðgangi í læknadeild eru afar viðkvæmt mál hjá læknanemum. Flestir eru þó sammála um að á einhvern hátt þurfi að takmarka aðgang að deildinni á fyrsta námsári. Nemendum finnst ákaflega sárt að uppfylla þær faglegu kröfur sem læknadeild gerir til fyrsta árs nema, en vera síðan meinaður aðgangur að námi á öðru ári. Inntökupróf leysir engan vanda, með því er samkeppnispróf fært niður á menntaskólastig og afleiðingin verður sérstök undirbúningsbraut fyrir inntökupróf í deildina, í stað þess að gefa nemendum kost á að tileinka sér þekkingu á öðrum sviðum. Einnig er vafamál að þeir sem búa yfir mestum samkeppnismetnaði og lestrarhraða verði best fallnir til læknisstarfa. Rétt er að hafa þetta í huga þegar rætt er um ennþá meiri takmarkanir inn í læknadeild, byggðar á einkunnagjöf einni saman. Á árinu 1985 var gerð könnun meðal sjötta árs læknanema og kváðust 45% þeirra ekki velja læknisfræði nú ættu þeir kost að breyta vali. Þetta sýnir nauðsyn á mjög aukinni námskynningu og umræðu um atvinnuhorfur. Sérstaklega er nauðsynlegt að kynna nýjar starfsgreinar sem eru í örri þróun. Nemendur hafa þá úr fleiru að moða en hefðbundnum greinum. Læknanemum þykir kennslan í læknadeild oft minna á hafbeitarfyrirkomulag. Nemendur eru seiði, alin upp í kerjum stórra fyrirlestrarsala fyrstu þrjú árin, fóðruð á aragrúa smáatriða sem aðeins þeir viðbragðsfljótustu ná í. Er kemur að klínískum þætti er nemendum sleppt í haf klínískra deilda þar sem fæðan er misjöfn eftir miðum. Þessu verður að breyta og taka upp persónubundnari kennslu, sem krefst fleiri lækna til kennslu. Með því móti má einnig reikna með betri kennslu og betri árangri nemenda. Nýlega kom hópur embættismanna frá Vermlandi í Svíþjóð og bauð íslenskum unglæknum gull og græna skóga, vildu þeir koma til starfa í Svíþjóð. í boði voru heilsugæslustöðvar, kandídatsblokkir og sérfræðinám, offjölgunarvandi sænskra lækna virðist því staðbundinn. Síðan má um það deila hvort hlutverk íslensks þjóðfélags sé að mennta lækna til starfa erlendis. Læknanemar gera sér vel grein fyrir því að ekki er hægt að velja hvaða sérgrein sem er og krefjast starfs í viðkomandi grein hér heima strax að loknu námi. Læknanemar hafa fullan hug á að taka til greina þá möguleika sem fyrir hendi eru, og formaður Félags læknanema sagði þá þakkláta fyrir allar ábendingar í þeim efnum. INNLEGG FRÁ FÍLÍNA Áður en almennar umræður hófust var lesið eftirfarandi innlegg frá stjórn Félags íslenskra lækna í Norður-Ameríku, en félagið hafði ekki tök á að senda fulltrúa sinn á málþingið: »Atvinnuhorfur íslenskra lækna nú eru augljóslega slæmar og bein afleiðing af því hversu margir læknar útskrifast árlega. Nú er stærð árganga takmörkuð með numerus clausus við 36. Hins vegar er ljóst að þessi tala er óeðlilega há, og má benda á að samsvarandi fjöldi nýútskrifaðra kandídata í Bandaríkjunum er um það bil 15, ef miðað er við fólksfjölda. Stjórnin leggur til að fjöldi útskrifaðra lækna verði takmarkaður enn fremur, að minnsta kosti tímabundið, og telur að 15 læknakandídatar á ári sé hæfileg tala. Slík fækkun á kandídötum mun á sex til tíu árum leiða til þess, að fjöldi kandídatsstaða væru ómannaðar. Þetta gæfi möguleika á því að breyta heildarbyggingu kerfisins, þannig að ráðnir væru læknar með sérfræðiþjálfun á hinum ýmsu sviðum og verksviði innan hverrar greinar breytt, þannig að kandídatsvinnan dreifðist á alla sérfræðinga hverrar deildar. Stjórn FÍLÍNA vill ennfremur benda á aðrar leiðir í rekstri sjúkrahúsanna. Víða um heim er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.