Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 42
226 LÆKNABLAÐIÐ Meginástæðan eru launin. Breytist þetta ekki til batnaðar á næstu árum, leiðir það til meiriháttar vandamála í heilbrigðiskerfinu. Þetta hefur tvennt í för með sér fyrir lækna. Vanti hjúkrunarfræðinga geta vissar starfsgreinar lækna ekki notið sín, það varðar einkum ákveðnar greinar á sjúkrahúsum. Á öðrum sviðum myndu stöður hjúkrunarfræðinga rýmast fyrir stöðum lækna. NIÐURLAGSORÐ Haukur: Læknar verða að gera sér grein fyrir breyttum tímum og nýjum aðstæðum m.a. duldum atvinnuskorti, sem í sumum tilvikum er ekki dulinn heldur augljós. Um árabil verður offramboð á læknum hér á landi, að vísu tímabundið. Eitt höfuðverkefni læknafélaganna ætti að vera og hefur verið að tryggja að meðlimir þeirra hafi næga atvinnu. Eitt atriði er að útskrifa ekki fleiri kandídata en þörf er fyrir á hverjum tima. Upplýsa þarf ungt fólk, sem hyggur á háskólanám, að nám í læknisfræði er mjög sérhæft nám sem nýtist lítið eða illa við önnur störf en læknisstörf. Vinna þarf ný starfssvið fyrir lækna og jafna þarf vinnuálag þeirra. Hluta framhaldsnámsins verður að flytja til landsins, sem aftur krefst fleiri og betri námsstaða á stærri sjúkrahúsum og einnig verður að koma á fót námsstöðum á heilsugæslustöðvum. Nú þykir mörgum læknum vegið að sjálfræði sínu í störfum, að frelsi til faglegra athafna sé takmarkað, m.a. með boðum og bönnum yfirvalda og viðsemjenda. Hvað sem líður þeim viðhorfum hér á landi er víst að víða erlendis búa læknar við meiri þrengingar en hér þekkjast enn sem komið er og eru m.a. fólgnar í þeirri stefnu stjórnvalda að draga umtalsvert úr fjárveitingum til heilbrigðismála og viðleitni að gera »ars medica« að nokkurs konar ópersónulegri iðngrein. Læknar verða að standa vörð um þá ævafornu reglu að samskipti lækna við sjúklinga eru ávallt persónulegs eðlis og grundvallast á gagnkvæmum trúnaði. -bþ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.