Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 219 án þess að vænta dramatískra viðbragða í lækningastarfi sínu. Það má líka spyrja, hvers almenningur vænti af læknum. Ég get trúað að skipta megi því í tvennt: Annars vegar vilji almenningur eiga lækni visan á hverju götuhorni allt eins og kaupmanninn áður, hins vegar vilji fólk geta gengið að lækni sem nokkurs konar vélmenni sem geti gert kraftaverk á stundinni. Þannig er ekkert eitt sjónarmið ríkjandi gagnvart læknum. SVEIGJANLEIKI ER NAUÐSYNLEGUR Ólafur Örn: Til viðbótar því sem Haukur sagði um lækna og stöðu þeirra í heilbrigðiskerfinu, má benda á að menntun ýmissa annarra heilbrigðisstétta, ekki síst hjúkrunarfræðinga, hefur stórbatnað. Raunar hafa hjúkrunarfræðingar færst nær læknum og sækjast að mörgu leyti eftir ýmsum störfum, sem læknar hafa hingað til sinnt, og ég tel að læknar hafi alls ekki verið nægilega vakandi fyrir þessu. Þetta má reyndar segja um fleiri heilbrigðisstéttir. Vilhjálmur nefndi að oft er erfitt að spá um framtíðina og breytingar geta orðið snöggar. Þá reynir ekki síst á hæfni heilbrigðiskerfisins að laga sig að breytingum. Það skiptir geysilegu máli, að heilbrigðiskerfið sé sveigjanlegt og þar ríki valddreifing en ekki miðstýring. Þegar á að draga úr kostnaði hafa stjórnmálamenn alltaf tilhneigingu að auka miðstýringu. Þarna verður því að hafa mikla aðgát. Gæta þess að kerfið sé sveigjanlegt og verði ekki hneppt í viðjar ofstjórnar eins og alltaf er hætta á. Varðandi áætlanir um heilbrigði fyrir alla árið 2000, finnst mér að málin hafi verið sett fram á of einfaldan hátt. Dæminu hefur verið stillt þannig upp, að annað hvort sé um að ræða stofnanalækningar, það er að segja lækningar sem fara fram á spítulum, eða forvarnir. En þetta tvennt hlýtur að fara saman. Eitt af meginmarkmiðum er sagt að bæta lifið og þar hljóta stofnanir að koma til. Það er ekki hægt að koma í veg fyrir sjúkdóma sem við þekkjum ekki orsakir fyrir. Við getum tekið dæmi af slitgigt í mjöðm eða hnjám. Það veit enginn hvernig á að koma í veg fyrir slitgigt, en samt er hægt að lagfæra og bæta Iíðan sjúklinga mjög verulega. Það má nefna ýmsa fleiri sjúkóma, og til að leysa þennan þátt eru stofnanir nauðsynlegar. Sagt hefur verið að hingað til hafi stofnanapólitíkin ráðið, en það er líka rangt. Við megum ekki gleyma því að á 10 árum er búið að byggja upp nánast allt heilsugæslukerfið í landinu og síðasta áratug hefur meginþunginn verið lagður á þennan þátt. Reykjavík hefur setið á hakanum, en þar er þörfin einna minnst og ýmsir aðrir þættir koma inn í myndina. Ásmundur: Það er í raun skilgreiningaratriði hvað felst i hugtakinu heilsuhvatning. Ég lít þannig á, að allt starf lækna og samhæft starf heilbrigðisstétta hvetji til betri heilsu. Fyrir nokkrum vikum var haldið í Portúgal þing á vegum World Federation for Medical Education. Á þinginu var fjallað um kennslu og nám í læknisfræði um og eftir aldamótin. Þar var lögð mikil áhersla á að taka tillit til þessarar stefnu sem flestar eða allar ríkisstjórnir í Evrópu hafa skrifað undir, um heilbrigði fyrir alla árið 2000. Ég er sammála Ólafi um að hlutirnir hafa verið einfaldaðir, en ég er líka sannfærður um það að öll menntun heilbrigðisstétta verður að einhverju leyti að aðlaga sig þessu plaggi. Erfiðleikarnir felast í að sjá nógu vel fram á við, þegar endurskoða á jafn margslungið fyrirbæri og menntun heilbrigðisstétta. Það þarf að gæta þess, að hún sé nógu sveigjanleg, þannig að hægt sé að laga hana að breyttum aðstæðum á hverjum tíma, til dæmis ef allt í einu yrði samið um kjarnorkulausan heim eins og Vilhjálmur nefndi. Við endurskoðun á menntun lækna skipta marksetningar miklu, ekki síst það sem Ólafur Örn minntist á. Hingað til hefur ekki verið lögð áhersla á það í menntun lækna að kenna þeim stjórnun og hvernig sem mál þróast, hlýtur að vera æskilegt að rekstrarleg stjórnun og rekstrarlegt eftirlit með heilbrigðisstofnunum og heilbrigðisgeiranum í heild sé í höndum læknislærðra að mun meira leyti en nú er. Þetta er eitt af þeim atriðum sem ég tel að eigi að leggja áherslu á við mótun nýrra menntunarmarksetninga. Vilhjálmur: Ég sé ekki fremur en Ólafur andstæðu á milli lækninga og forvarnastarfs. Augljóst sameinkenni beggja er að bæta heilsu manna og koma í veg fyrir að heilsufari hraki. Ég get ekki betur séð en þarna geti menn sameinast í háleitum markmiðum, þótt fjarlæg séu, sérstaklega hvað varðar langvinna sjúkdóma, sem trúlega munu aukast hlutfallslega. Búi heilbrigðiskerfið sjálft ekki yfir nægum sveigjanleika og varaafli, sem hægt er að kalla til við óvænta sjúkdóma, þá náum við ekki þessu markmiði um heilbrigði fyrir alla árið 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.