Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 223 SAMBAND HEILSUGÆSLU OG STOFNANA Mig langar að koma aftur að þætti heilsugæslu og stofnana í heilbrigðiskerfinu og spennu sem mér finnst ríkja þar á milli. Þetta snertir til dæmis samskipti sérfræðinga og heilsugæslulækna sem valda mér verulegum áhyggjum. Þar finnst mér vera mikil hætta á ferð fyrir lækna og fyrir stéttarfélag lækna sem ekki hefur gefið þessu máli nægilegan gaum. Persónulega hef ég átt mjög ánægjuleg samskipti við heilsugæslulækna, með undantekningum þó, og ég tel að heildarsamtökin þurfi virkilega að taka á þessu máli. Hvað snertir uppbyggingu heilsugæslustöðva á Reykjavíkursvæðinu, fer víðs fjarri að sérfræðingar séu á móti henni. Ég álít hins vegar að núverandi heilbrigðislög komi í veg fyrir æskilegustu uppbyggingu, sem ég tel þá að læknar sjái sjálfir um rekstur stöðvanna, enda væru þær þá fyrir löngu komnar upp og búið að leysa þessi vandamál fljótar og betur en nú virðist eiga að gera. ATVINNULÆKNINGAR Lbl.: Hvern þátt geta læknar átt í að ákvarða hvort vinnustaður sé starfsmönnum hollur eða óhollur, ef við höfum í huga væntanlegar stóriðjuframkvæmdir hér á l»ndi? Vilhjálmur: í atvinnulækningum er aðalhlutverk lækna að meta hættur af ákveðinni mengun og benda á Ieiðir til að bægja slíkum hættum frá. Læknar geta oft á tíðum ekki metið mengun einir, en þeir geta haft samvinnu við mengunarsérfræðinga sem betur geta mælt og skilgreint mengunina sjálfa. Til þess að meta hættur í ákveðnu starfsumhverfi er ekki nóg að skoða umhverfið, heldur verður að afla sér reynslu um hvernig málum er háttað annars staðar. Við höfum dæmi þess hér frá Kísiliðjunni, að okkur hefur mistekist þetta í upphafi. Þar var hafinn iðnaður sem heilbrigðiskerfið áttaði sig ekki á í fyrstu hvað hafði mikla mengun í för með sér. Héraðslæknar fyrir norðan fóru fljótlega að vara við hættu af verksmiðjunni, en samt liðu 10-15 ár þangað til hægt var að ná menguninni niður á það stig að vinnustaðurinn væri öruggur. Þetta er talandi dæmi um það, að skorti okkur þekkingu erum við ekki á varðbergi gagnvart nýjum iðnaði og fáum frumvandamálin til okkar. Og það er mjög erfitt að breyta starfsumhverfi og draga úr mengun þegar framleiðsla er komin í gang, enda dýrara fyrir viðkomandi verksmiðju. Mig langar að koma inn á samskipti lækna sem Ólafur Örn minntist á. Hnökrar í samskiptum sérfræðinga og heilsugæslulækna hafa trúlega aukist á síðustu árum, og er mjög slæmt til þess að vita. En ég veit að Ólafur getur líka nefnt dæmi þess að ekki er hægt að komast að samkomulagi við alla sérfræðinga, fremur en alla heilsugæslulækna. Þetta er hlutur sem stéttin þarf sjálf að leysa úr hið bráðasta, og það er mjög alvarlegt ef þessi mál fara að standa almennri heilsugæslu eða heilbrigðiskerfinu fyrir þrifum, svo langt mega þau ekki ganga. HERÐIR AÐ FRAMHALDSMENNTUN Lbl.: Hvað gerist, ef kandídatar komast ekki í framhaldsnám til útlanda í sama mæli og verið hefur, til dæmis einungis fáir og í skamman tíma? Ólafur Örn: Ég tel það hafa verið geysilegan styrk fyrir íslenska læknisfræði, að læknar hafa getað leitað framhaldsmenntunar mjög víða, ekki aðeins á einum eða tveimur stöðum heldur í flestum löndum þar sem heilbrigðisþjónusta stendur hvað best og eftir mestu er að sækjast. Með þessa þekkingu hafa menn komið víða að úr heiminum og safnað henni saman hér. Ef lokast fyrir þetta, veit ég ekki hvað gerist og ég veit ekki hvernig hægt verður að leysa málin. Að sjálfsögðu getum við menntað eitthvað af sérfræðingum innanlands, en það er takmarkað og aðeins í stærstu sérgreinum. Haukur Þórðarson, Ólafur Örn Arnarson og Ásmundur Brekkan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.