Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 201 Sumarið 1983 gekkst sjúklingur undir kransæðamyndatöku á Landspítala. Niðurstöður þeirrar rannsóknar voru: Eðlilegar kransæðar. Einnig var gerð myndataka af meginæð og sáust þá ekki nein merki um útvíkkun á meginæð eða klofagúlp. í nóvember 1983 var sjúklingur lagður inn á Landakot vegna brjóstverkja. Hafði þá allt frá fyrstu innlögn 1982 verið mjög slæm af hjartaöng og þurfti m.a. að skipta um húsnæði af þeim sökum. Við komu mældist blóðþrýstingur 150/90 mm Hg. Röntgenmynd af brjóstholi reyndist eðlileg og engin merki sáust um breikkun á meginæð, mynd 7. Var hún útskrifuð eftir viku legu. Engin skýring hefur fengist á því hvers vegna breytingarnar sem sáust á röntgenmyndunum hafa horfið. (Sjá þó umræðu hér á eftir). 8) 1984. Bráðainnlögn 67 ára karlmanns vegna yfirliðs. Var hann að ýta bíl sínum í snjó er hann hné skyndilega niður. Er hann kom til meðvitundar kvartaði hann um mikla bak- og brjóstverki. Við komu var hann mjög þjáður og blóðþrýstingur vart mælanlegur. Reyndist hann vera með lömun í útlimum og bentu einkenni hans til skemmdar á mænu í hæð við áttunda brjóstlið. Röntgenmynd af brjóstholi sýndi klofagúlp á meginæðarboga með upptök í rismeginæð. Myndin sýndi einnig stækkun á hjarta. Hjartalínurit sýndi forhólfaflökt. Sjúklingur var fluttur í skyndi á Landspítalann vegna hugsanlegrar bráðrar aðgerðar. Til þess kom þó ekki og andaðist hann daginn eftir. Krufning leiddi í ljós að klofagúlpurinn náði frá hjarta að nýrnaæðum. Blætt hafði inn í miðmæti og í vinstra brjósthol. 9) 1984. Karlmaður, 36 ára, lagður inn vegna skyndilegra brjóstverkja vinstra megin í brjósti og mæði. Þessu fylgdu einnig svimi og mikill sviti. 6. mynd. 55 ára kona. Viku eftir innlögn. Vaxandi breikkun á rismeginæð. Hann hafði haft »vægan háþrýsting«, en ekki verið á meðferð við honum. Hann hafði verið talinn hafa Marfanssjúkdóm og tvisvar gengist undir aðgerð á Landspítalanum vegna trektarbrjósts (pectus excavatus). Við komu var sjúklingur mjög veikindalegur og móður. Hjartahlustun leiddi í ljós hátíðniútstreymisóhljóð. Heyrðist það best yfir hjartagrunni og leiddi upp i hálsæðar. Heyrðist það einnig á baki. Maðurinn var mjög hávaxinn og útlimalangur. Brjóstkassi var innfallinn. Hjartalínurit vakti grun um hjartadrep á bakvegg og sýndi forhólfaflökt. Röntgenmynd af brjóstholi sýndi smávægilega breikkun á meginæðarboga með tvöföldum útlínum. Á öðrum degi eftir innlögn versnaði sjúklingi skyndilega. Hann varð mjög móður og grunur vaknaði um að hann gæti verið með blóðsega í lungum. Var hann því settur á blóðþynningarlyf. Tveimur sólarhringum síðar versnaði honum skyndilega aftur, æðasláttur fannst ekki og hann missti meðvitund. Andaðist hann skömmu síðar og lífgunartilraunir báru ekki árangur. Krufning leiddi í ljós klofagúlp á meginæð með upptök í fallmeginæð. Skemmdirnar teygðu sig upp í báðar samhálsslagæðar og náðu niður í samslagæðar mjaðmar. 10) 1985. Karlmaður, 66 ára, sem innlagningardag var að vinna í garði sínum, er hann fékk skyndilegan sáran verk, sem byrjaði í baki og leiddi fram í brjóstið. Var hann sárastur á milli herðablaðanna. Svitnaði hann mikið og var móður. Vinstra nýra hafði verið tekið árið 1973 vegna illkynja æxlis (adenocarcinoma). Hann hafði þá verið lagður inn 7. mynd. 55 ára kona. Tœpu ári eftir innlögn. Klofagúlpurinn hefur gróið og er nú alveg horfinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.