Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 32
216 LÆKNABLAÐIÐ Vilhjálmur Rafnsson, Bjarni Þjóðleifsson, Haukur Þórðarson, Ólafur Örn Arnarson og Ásmundur Brekkan. og kröfur almennings til heilbrigðisþjónustunnar samtímis þessu. Ymsar aðrar breytingar munu einnig hafa áhrif á heilbrigðiskerfið og hlutverk lækna. Þar má nefna að fólk er almennt betur menntað og hefur meiri þekkingu á líffræðilegri starfsemi líkamans og sjúkdómum. Það gerir meiri kröfur um þátttöku í greiningu og meðferð og hefur meira frumkvæði í að leita sér læknisþjónustu. Öllu þessu fylgja kröfur um aukna og betri þjónustu. Verði efnahagsframfarir i samræmi við spá skýrslunnar, leiðir það til betri efnahags og aukins frítíma. Meiri frítími getur verið lykilatriði í því að fólk beri meiri ábyrgð á heilsunni og sinni henni betur. Þegar hefur komið í ljós mikill áhugi fyrir ýmis konar heilsurækt, bæði líkamsrækt, hollum mat og fleiru. Erfitt er að spá nákvæmlega um áhrif þessa á heilbrigðiskerfið. Flest bendir til að kröfur aukist en einnig er mögulegt að fólk fari meira að sinna sínum vandamálum sjálft og leiti ekki til heilbrigðiskerfisins af eins litlu tilefni og áður. Hirði fólk meira um heilsuna verður það vonandi hraustara og þarf minni heilbrigðisþjónustu. Lbl.: Verður heilbrigðiskerfið fært um að sinna þessum nýju verkefnum, þótt ekki verði horft lengra en til aldamóta? Ólafur Örn: Fram að þessu hefur heilbrigðiskerfið virst fært um flesta hluti. Við höfum á að skipa mjög vel menntuðu fólki, læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraþjálfurum, meinatæknum og fleira sérþjálfuðu starfsfólki, þannig að heilbrigðskerfið er vel í stakk búið að mæta auknum kröfum. Kostnaðurinn við þessa þjónustu veldur mestum áhyggjum. Hann hefur vaxið undanfarin ár og er nú hátt í 8-9% af þjóðartekjum. Stjórnmálamenn segja takmörk fyrir því hve fólk vill leggja mikið til heilbrigðismála. Þannig stöndum við annars vegar frammi fyrir því að menn vilja halda kostnaðinum niðri en gera jafnframt meiri kröfur í samræmi við þær þjóðfélagsbreytingar sem Bjarni nefndi. Þjónusta við aldraða eykst gífurlega og það hlýtur að leiða til aukins álags. Þarna sýnist mér við vera í dálítilli klemmu. Læknar verða að huga meira að rekstri en þeir hafa gert og kynna sér kerfið betur. Varla hefur mátt spyrja hvað hlutirnir kosta, en það gengur ekki lengur. Við verðum að sinna kostnaðarþættinum meira og betur. Rætt hefur verið að sjúklingar taki meiri þátt í kostnaði með beinum greiðslum, en það hefur jafnan verið kveðið niður. Skattheimta virðist þanin til hins ítrasta, þannig að töluvert vandamál er á ferðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.