Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 38
222 LÆKNABLAÐIÐ pólitísk markmið eins og heilbrigði fyrir alla árið 2000. Gaman væri að vita hvort innan læknadeildarinnar sé stefnt í þessa átt með rannsóknum. Við þekkjum ákveðin atriði sem hafa alvarleg áhrif á heilbrigði manna eins og reykingar. Takist ekki að fá alla til að hætta að reykja fyrir árið 2000, þýðir ekki að ræða um heilbrigði fyrir alla árið 2000. Og jafnvel þótt takist að fá alla til að hætta að reykja munum við áfram uppskera vanheilsu sem menn hafa til sáð með reykingum. Það er einnig full þörf á því, að læknadeild ræði almennt kostnaðarhliðar heilsugæslu og hvernig má ná mestum ávinningi miðað við útlagðan kostnað. En vissulega er erfitt að breyta kennslu i læknisfræði og markast það ekki síst af því, að læknisfræði byggir á ótalmörgum greinum sem þarf að samhæfa og samræma mörg sjónarmið, breytingar eru því þungar í vöfum. Haukur: Aldrei slíku vant finnst mér ástæða til að taka upp hanskann fyrir læknadeild. Nýútskrifaður læknir ræður sig til starfa á heilsugæslustöð. Það er ekki læknadeild að kenna, að hann ræður sig þannig nýkominn frá prófborði. Það er ætlast til þess að læknar fái verklega reynslu og kennslu á þeim 12 mánuðum, sem eru tilskildir fyrir lækningaleyfi. Það er í sjálfu sér ekki réttur gangur mála að maður standi upp frá prófborði og fari að starfa einn og sjálfstætt. Við þekkjum að vísu að læknanemar hafa gert þetta, en það er neyðarbrauð og ekki til eftirbreytni. Við megum ekki rugla saman nauðsyn grunnnáms og því að menn verða sjálfir að læra á fólk. Það eru gerðar kröfur til þess að læknadeild bjóði upp á gott grunnnám og íslenskir læknar sem útskrifast úr læknadeild standi kandídötum í nágrannalöndum fyllilega á sporði. Síðan verða menn sjálfir að finna leiðir til að sinna samskiptum við fólk. í sambandi við framtíðina er nauðsynlegt að undirstrika að hvaðeina sem læknar koma til með að vinna við á næstu áratugum verður að vera undirbyggt og staðfest með vísindalegum rannsóknum. Ef við lítum til baka sjáum við að allt markvert í störfum okkar byggir á rannsóknum, sem hafa leitt til niðurstöðu sem við förum eftir. Allar nýjungar, hvort heldur í greiningu eða meðferð verða að byggja á vísindalegum niðurstöðum og það kemur upp í hugann í sambandi við þessa heilsuhvatningu. Hér hefur verið bent á ýmsar forvarnir, án þess það sé nógu vel undirbyggt. Við erum að boða ýmislegt sem ekki hefur verið sannað fullkomlega. Hliðstætt þessu er það sem kallað hefur verið annar kostur I lœkningum (alternativ medicin), sem er orðið algengara í nágrannalöndunum en hér. Sumt af því sem þar er sett fram er sjálfsagt gott, en sammerkt öllu því er að það skortir vísindalega undirstöðu. Ætla má að »alternativ medicin« blómstri, þegar læknar hafa ekki tök á að sinna þörf fólks á þessum tilteknu sviðum. Ásmundur: Vilhjálmur spurði réttilega hvort læknadeild hefði eitthvað hugað að rannsóknum í takt við þessa áætlun um heilbrigði fyrir alla árið 2000. Það er eitt af því sem ég hef verið að hvetja menn til að takast á við innan læknadeildar, áður en einhverjir aðrir vandamálafræðingar grípa það. Í áætlun Sameinuðu þjóðanna hljóðar grein 32 svo: »By the year 1988: All member states should have an appropriately founded research-plan based on each country’s own »health for all« development priorities, and which will make national academies or science health research councils, universities and other research institutes active contributors to such research.« Þetta er fínn og stór pakki og ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar Bjarni upplýsti að við værum búin að ná öllum markmiðunum. Ég hafði vonast til að ná miklu meiru út úr þessu, til dæmis að þetta gæti orðið hvati til aukinna samskipta við stjórnvöld og hugsanlega fjármagnseigendur til þess að stunda rannsóknir. Hvað varðar »alternativ medicin«, sem Haukur minntist á, held ég að slíkar hugmyndir komi ekki endilega fram vegna þess, að fólk eigi erfitt með að ná til heilbrigðiskerfisins, heldur endurspegli þær þá nýju hugmyndafræði sem við ræddum áðan. Ólafur Örn: Ég vil undirstrika það sem Haukur sagði áðan, að læknadeild útskrifar ekki lækna heldur læknakandídata sem eiga margt ólært. Læknadeild veitir fyrst og fremst grunnmenntun sem menn bæta síðan ofan á og ég tel óhætt að fullyrða, að í heildina sé það mjög gott, þótt vafalaust megi bæta eitthvað. Læknadeild stendur vel fyrir sínu, það hafa þau sannreynt sem hafa leitað sér framhaldsmenntunar erlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.