Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 207 Frequency •- Prev of Cat. (M) n = 76 43-52 53-62 63-72 73-82 >83 Age groups in years Fig. 1. Prevalence of cataract by age and sex. Minumum per cent prevalence. Samkvæmt skilgreiningu höfðu alls 50 sjúklingar hægfara gláku, þar af 31 karl og 19 konur eða 6,5% karla og 4,3% kvenna eða kynjahlutfall 1,63. Hundraðshlutfall þeirra sem hafa gláku, ásamt kyn- og aldursskiptingu sést á töflu III. Er um lágmarks- heildaralgengi að ræða þ.e. ekki er tekið tillit til þess að einhverjir kunni að leynast í þeim hópi, sem ekki var skoðaður. Algengi gláku eykst með hækkandi aldri (x2 = 69, df4, P<0,001). Hjá körlum og konum 73ja ára og eldri fannst kynbundinn tölfræðilega marktækur munur (Z = 2,06, P<0,05), og fá karlar fremur hægfara gláku en konur. Um helmingur þessara glákusjúklinga hafa orðið fyrir sjónsviðsmissi vegna gláku, sem er sama hlutfall og í annarri íslenskri rannsókn (7). Af heildarfjölda höfðu sjö einstaklingar gláku á öðru auga en 43 á báðum, enda hægfara gláka sjúkdómur beggja augna þó stundum byrji hann fyrr á öðru auganu en hinu. Tuttugu og fimm sjúklingar voru aðeins á einu lyfi, helmingur þeirra á pílókarpínaugndropum og helmingur á tímólólaugndropum, en aðrir með tvö lyf eða engin lyf. Önnur lyf sem notuð voru, voru Frequency Prev of OAG (M) n = 31 43-52 53-62 63-72 73-82 >83 Age groups in years Fig. 2. Prevalence of open angle glaucoma by age and sex. Minumum per cent prevalence. adrenalínaugndropar 1% og ísoptókarbakól 3%, en enginn var á lyfjum í töfluformi vegna gláku. Framkvæmd hafði verið glákuaðgerð hjá sex einstaklingum og þurftu þrír þeirra ekki lyf, en augnþrýstingur hækkar i ýmsum tilvikum eftir glákuaðgerð þegar frá aðgerðum líður. Allir sem gengist höfðu undir glákuaðgerð, voru með sjónsviðsskerðingu, og allir, að einum undanskildum, sem voru á tveimur lyfjum. Ekki er gerð grein fyrir leysimeðferð vegna gláku hér, því sú meðferð komst ekki á núverandi stig fyrr en undir lok rannsóknartímabilsins. Bráðagláku eða þröngvinkilsgláku (angle closure glaucoma/chronic narrow angle glaucoma) höfðu tveir einstaklingar og hafði verið gert lituhögg hjá báðum og notuðu ekki þeir glákulyf. Ellirýrnun í miðgróf sjónu (macular degeneration) má skipta í þurrarýrnun (atrophic), þar sem um hægt vaxandi hrörnun og frumudauða er að ræða á miðsvæði sjónu og blotarýrnun, þar sem nýjar æðar vaxa frá háræðum æðu (choroidea) í gegnum rof í ysta lagi sjónhimnu, en þessar nýju æðar hafa gallaðan æðavegg, sem síðar rofnar og veldur blæðingu Table III. Prevalence of open angle glaucoma by age and sex. Age Population Affected persons Minimum per cent Prevalence M F M + F M F M + F M F M + F 43-52 .... 139 128 267 2 0 2 1.4 0 0.8 53-62 .... 136 126 262 5 í 6 3.7 0.8 2.3 63-72 .... 128 108 236 5 6 11 3.9 5.5 4.7 73-82 .... 60 57 117 14 10 24 23.3 17.5 20.5 >83 .... 17 26 43 5 2 7 29.4 7.7 16.3 Total 480 445 925 31 19 50 6.5 4.3 5.4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.