Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 34
218 LÆKNABLAÐIÐ farveg en við bjuggumst við. Við sjáum að fólk eldist og hvert stefnir í þeim málum, en hitt verða óvæntar breytingar. Lbl.: Sumar forspár segja orðið nóg af læknum. í nágrannalöndunum er að þrengjast um möguleika til framhaldsmenntunar. Hvaða áhrif mun það hafa? Haukur: Læknafélögin á Norðurlöndum hafa unnið saman að forspá um framboð og eftirspurn á læknum, sem nær til ársins 2030. Forspá um framboð lækna kann að vera rétt, að minnsta kosti hvað varðar fyrri hluta þessa tímabils, en erfiðara er að segja til um eftirspurn fyrir svo langan tíma. Spáin segir að hér á landi verði mikið atvinnuleysi hjá læknum á árunum 1995 og allt framundir 2010, en slíku ástandi höfum við ekki kynnst áður. Hvað sem öðru líður er ljóst, að á næstu árum og áratugum verður meira framboð á læknum en verið hefur. En í sambandi við spágerð er margt annað sem kemur upp á teninginn. Hvaða verkefni vilja læknar sjálfir taka að sér? Til þessa hafa læknar verið menntaðir til að greina og lœkna sjúkdóma. Raunin er sú að lang flestir læknar óska eftir að starfa við þá þætti og hafa ekki viljað snúa sér að öðru. FUNDUR ALÞJÓÐAHEILBRIGÐISSTOFNUNARINNAR Nýlega sat ég fund á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, en þangað Ásmundur Brekkan og Ólafur Örn Arnarson. hafði verið boðið fulltrúum allra læknafélaga í Evrópu. Mættir voru fulltrúar 25 af 32 læknafélögum í Evrópu. Umræður snerust meðal annars um þátttöku lækna í heilbrigðisáformum varðandi árið 2000. Til fundarins var boðað, vegna þess að grunur lék á að læknar væru ekki á eitt sáttir um markmið, sem fram hafa verið sett varðandi aldamótaárið og ekki lá ljóst fyrir hvort læknar vildu vinna sérstaklega að framgangi þessara markmiða. Á endanum var það svo að fulltrúar nánast allra læknafélaga í Evrópu sem þarna voru staddir gáfu hugmyndum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar von um liðsinni, sumir að vísu með nokkuð hangandi hendi, og fulltrúar Belgíu settu sig alfarið gegn því að læknafélögin eða einstakir læknar kæmu þarna við sögu. Ég tel ekki nokkurn vafa á, að íslenskir læknar muni almennt styðja viðleitni og markmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Markmiðin gefa tilefni til að hugsa út fyrir hefðbundinn verkefnahring lækna, að greina og lækna, og reiknað er með að læknar taki að sér ýmis verkefni, sem ekki hafa verið hátt skrifuð hjá þeim til þessa. Á fundinum var mikið rætt um »health promotion«, heilsuhvatningu, og að hve miklu leyti læknar hafa tekið þátt í að hvetja til heilbrigði fram að þessu. Ég hygg að ýmsar stéttir aðrar en læknar, bæði innan og utan heilbrigðisþjónustunnar, séu reiðubúnari að taka að sér heilsuhvatningu. Kannski er það álitamál hvort það er verkefni lækna að hvetja til heilbrigði, þótt ég telji þá öðrum hæfari til þess. Á þessum fundi var bent á, að í raun réttri hvetja allir læknar til heilbrigði með störfum sínum. Þetta er dæmi þess hvernig læknar geta aukið verksvið sitt í framtíðinni og ég tel að þeir eigi að gera það og séu vel undir það búnir. Þess vegna er ég ekki svo hræddur um alvarlegt atvinnuleysi meðal lækna, ef þeir breyta viðhorfum sínum til viðfangsefna sem eru meira og minna augljós. Þetta er í samræmi við það sem Bjarni nefndi varðandi lýðfræðilegar breytingar. Sannleikurinn er sá, að til þessa hafa læknar ekki verið mjög spenntir fyrir því að sinna langvinnum, ólæknandi vandamálum fólks. Þeir hafa til dæmis ekki verið spenntir fyrir því að sinna öldruðum. Við verðum að horfast í augu við, að staða lækna hefur breyst. Forræðistrú hefur minnkað hjá almenningi, líka gagnvart læknum. Læknar verða að læra að líta á sjúklinga sem jafningja, þeir verða að læra að umgangast langvinn vandamál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.