Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 57
LÆKNABLAÐIÐ 239 eru á milli þrepa. Nýmæli í samningnum eru yfirvinnugreiðslur í námsfríum og eru þær metnar til l.SVo launahækkunar. Greiðslur í lífeyrissjóð hækka lítillega á næstu árum. í samningnum eru endurskoðunarákvæði og bókanir um að athuga skuli möguleika á mismunandi ráðningarformum og að vaktakerfi verði endurskoðað. Sverrir Bergmann sagði samninga við aðildarfélög BHMR vera í svipuðum dúr. Tryggvi Ásmundsson greindi frá starfi samninganefndar sérfræðinga utan sjúkrahúsa. Stöðugar samningaviðræður væru í gangi varðandi svonefnd »skörunarmál«. Úrskurður varðandi þau er í höndum sérfræðinefndar læknadeildar Háskóla íslands og landlæknis, en þessir aðilar eru seinvirkir. Samningaviðræður standa yfir um taxta röntgenlækna. Tryggvi taldi menn almennt ánægða með samninginn, en hann rennur út 1. maí. Ari Jóhannesson gat um vandamál á landsbyggðinni, sem upp koma vegna »skörunarmála«. Ludvig Guðmundsson, formaður samninganefndar fastráðinna lækna, greindi frá að með lagabreytingum hefðu samningsréttarmál breyst á sl. hausti. Allur samningsréttur væri nú í höndum L.í. og einnig væri verkfallsréttur fyrir hendi. Fyrri hluti samningaviðræðna fór í að ræða nýtt námsmat, einnig var rætt um framkvæmd verkfalls, ef til þess kæmi. Fram kom tilboð um 14% launahækkun á tveimur árum. Rætt hefur verið um greiðslur fyrir heilsuverndarstörf og hækkun á dagvinnulaunum yfirlækna. Síðan voru tilboð dregin til baka og nú eru viðræður i biðstöðu. Ólafur F. Mixa benti á, að bókanir væru varhugaverðar þar eð gagnaðili efndi þær oft á tíðum ekki. Sveinn Magnússon, formaður samninganefndar heimilislækna utan heilsugæslustöðva, greindi frá að samningar hefðu runnið út fyrir einu og hálfu ári. Kröfugerð var lögð fram á réttum tíma og haldinn einn fundur. Síðan hefur ekkert gerst og gengur erfiðlega að fá gagnaðila til fundar. Ludvig Guðmundsson, formaður gjaldskrárnefndar heimilis- og heilsugæslulækna, greindi frá að samningurinn, sem byggði á gerðardómi, gilti til 1. maí 1987. Kröfugerð hefur verið lögð fram, en engar viðræður hafa átt sér stað. V. Atvinnuhorfur lækna: Sigríður Dóra Magnúsdóttir flutti álitsgerð stjórnar L.í. um atvinnuhorfur lækna. Gengið var frá álitsgerðinni í febrúar sl. í framhaldi af málþingi um sama efni, sem haldið var í desember 1986. Þar er bent á dulið atvinnuleysi meðal lækna, sem birtist m.a. í því að menn snúa ekki heim að loknu sérfræðinámi. Magni S. Jónsson taldi líklegt að á næstu árum yrði skortur á aðstoðarlæknum. María Sigurjónsdóttir greindi frá að í tengslum við málþingið í desember sl. hafi F.U.L sett á stofn nefnd um atvinnuhorfur, en hún hafi ekki enn skilað áliti. Atli Árnason benti á að læknar yrðu að varast að glata störfum í hendur hjálparstétta (paramedical-stétta). Tryggvi Ásmundsson taldi að við þessa álitsgerð mætti bæta að efla þyrfti Lífeyrissjóð lækna, þannig að menn kæmust fyrr á eftirlaun. Með því losnaði um atvinnutækifæri, en til þess yrðu eftirlaunin að vera frambærileg. VI. Útgáfumál: Haukur Þórðarson sagði frá að á síðasta ári hefði Guðjón Magnússon óskað eftir að ganga úr ritstjórn Nordisk Medicin. Örn Bjarnason hefur tekið við af honum. Örn Bjarnason greindi frá stöðu útgáfumála og sagði að Læknablaðið hafi nú fengið eigið húsnæði á skrifstofu læknafélaganna. Allar greinar sem Læknablaðinu berast eru sendar til dómenda. Útgáfustarfsemin er með miklum blóma og liggur fyrir efni fram til september. Félagslega efnið hefur aukist að undanförnu. Birna Þórðardóttir ritstýrir nú Fréttabréfi lækna og Jóhannes Tómasson er kominn í fullt starf til Læknablaðsins, hann sér einnig um Handbók lækna. Útgáfa íðorðasafns gengur vel. Stafkaflar A, B og C eru komnir út og D er á leiðinni. Orðabókarsjóður hefur tekið 350.000 króna lán hjá Námssjóði til kaupa á kerfistölvu, sem staðsett verður í íslenskri málstöð. Verður tölvan síðan eign stofnunarinnar á næstu fjórum árum og skoðast framlag Orðabókarsjóðs sem greiðsla fyrir vinnuaðstöðu Orðanefndar læknafélaganna, en starfsmaður nefndarinnar hefur eigið herbergi í íslenskri málstöð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.