Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 22
206 LÆKNABLAÐIÐ sem orsök þess er. Varðandi sjónskerðingu og blindu er stuðst við ábendingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (3, 4). Notaðar eru lágmarks algengistölur, þ.e. fjöldi þeirra sem fundust með umrædda kvilla, sem hlutfall íbúafjölda, nema fyrir tölfræðilega útreikninga m.t.t. kynskiptingar og vaxandi algengis kvilla með vaxandi aldri, en þá er miðað við fjölda skoðaðra. Ljóst er, að lágmarks algengistölur vanmeta heldur algengi, en venja er að nota lágmarks algengistölur ef náðst hefur að skoða a.m.k. 75% úrtaks. Vanmat þetta er ögn mismunandi eftir sjúkdómum, en lítið í núverandi rannsókn, þar sem meira en 81% íbúa er skoðaður. Ef eingöngu væri notað hlutfall skoðaðra, væri hinsvegar um verulegt ofmat á ofannefndum sjúkdómum að ræða. Tölfræðilega marktækur munur á algengi sjúkdóma eftir aldurshópum var fundinn með kjí-kvaðrat prófi. Fylgni milli algengis gláku og vaxandi aldurs er >0.8, en fylgnistuðullinn fyrir drer og ellirýrnun í miðgróf sjónu er >0.9. Til ákvörðunar á tölfræðilega marktækum kynjamun einstaklinga með gláku og einstaklinga með drer var notað beggja hliða (two tailed) próf (5). Orsakir ellidrers, ellirýrnunar í miðgróf sjónu og hægfara gláku eru óþekktar, en sennilega er um margar samverkandi orsakir að ræða. Áhættuþættir þessara kvilla eru vaxandi aldur og kynferði, og arfgengi a.m.k. hjá glákusjúklingum. NIÐURSTÖÐUR Drer. Hlutverk augasteinsins er að hleypa ljósgeislum í gegn og valda jafnframt ljósbroti. Viðbrögð augasteinsins við sjúkdómi eru minnkandi tærleiki og þá takmörkun þess ljósmagns sem í gegnum hann fer og svo breytingar á ljósbrotsstuðli. Ofannefndur minnkandi tærleiki hefur verið nefndur drer, ef hann veldur sjónskerðingu. Leitað var að dreri í 10 ára aldurshópum (tafla II) og er um marktæka tölfræðilega aukningu að ræða með vaxandi aldri milli allra 10 ára aldurshópa. Aukningin er nánast línuleg frá 53ja - 62ja ára aldri (mynd 1). Konur reyndust 1,41 sinni fleiri en karlar, en ef tekið er tillit til kynskiptingar íbúa á rannsóknarsvæðinu í þessum aldurshópi, þá er kynjahlutfall 1,54. Algengi drers verður meira með hærri aldri (X2 = 212, df4, P<0,001). Hjá körlum og konum 53ja - 82ja ára fannst kynbundinn tökfræðilega marktækur munur (Z = 229, P<0,02), og hættir konum fremur til að fá drer en körlum. Þeir sem hafa gengist undir augnaðgerð vegna drers eru taldir með í ofannefndum tölum. Gerð hafði verið dreraðgerð hjá um 1% íbúa í þremur yngstu aldurshópunum, en eftir 70 ára aldur hækkar þessi tala verulega, þannig að hjá 73-82 ára hefur verið gerð dreraðgerð hjá 12,8% og hjá 83ja ára og eldri hefur verið framkvæmd dreraðgerð á öðru eða báðum augum hjá um 35% íbúa. Þetta hlutfall á eftir að hækka verulega á næstu árum vegna víðari ábendinga, sem er afleiðing ígræðslu gerviaugasteina (6). Auk þess mun heildarfjöldi aðgerða aukast vegna fjölgunar íbúa í þessum elstu aldurshópum. Gláka. Hægfara gláka er sjaldgæf fyrir fimmtugsaldur, eins og sjá má á mynd 2. Þessi kvilli er óþægindalaus. Augnþrýstingur hækkar hægt og leiðir til skerðingar á blóðflæði í aftari brárslagæðum (arteriae ciliares posteriores breves), en þær næra sjóntaugarósinn. Þess vegna skemmist sjóntaug og kemur það fyrst fram sem skerðing á hliðarsjónsviði. Sjúklingur verður því ekki sjálfur var við sjúkdóminn fyrr en mjög seint og hópskoðanir því nauðsynlegar til að finna sjúkdóminn snemma. Augnþrýstingur einn gefur litlar upplýsingar, þar sem mjög mismunandi er hve háan augnþrýsting augu þola og því þarf einnig m.a. að skoða sjóntaugarós með augnspegli og gera sjónsviðsmælingu. Table II. Prevalence of cataract or aphakia by age andsex. Age Population Affected pcrsons Minimum per cent Prevalence M F M + F M F M + F M F M + F 43-52 .... 139 128 267 2 í 3 1.4 0.8 í.i 53-62 .... 136 126 262 6 12 18 4.4 9.5 6.9 63-72 .... 128 108 236 21 29 50 16.4 26.9 19.1 73-82 .... 60 57 117 30 40 70 50 70.2 59 >83 .... 17 26 43 17 26 43 100 100 100 Total 480 445 925 76 108 284 15.8 24.3 19.9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.