Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73: 227-35 227 Birna Þórðardóttir MÁLÞING UM ATVINNUHORFUR LÆKNA Læknafélag íslands efndi til málþings um atvinnuhorfur lækna þann 12. desember 1986. Þingið var haldið í Domus Medica og sátu það stjórnir Læknafélags íslands og Læknafélags Reykjavíkur, fulltrúar læknadeildar, landlæknisembættis, Félags ungra lækna og Félags læknanema, formenn svæðafélaga L.í. og hérðaslæknar. Auk þess var boðið til þingsins fulltrúum ráðuneyta heilbrigðis- og menntamála, rektor Háskóla íslands, fulltrúum ritstjórnar Læknablaðsins, formönnum Sérfræðingafélagsins, Félags íslenskra heimilislækna, Félags yfirlækna og formönnum læknaráða stærstu sjúkrahúsa Reykjavíkur og Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar. Formaður Læknafélags íslands, Haukur Þórðarson, setti þingið og bauð gesti velkomna. Framsöguerindi fluttu Sveinn Magnússon, er skýrði niðurstöður könnunar SNAPS-hópsins á atvinnuhorfum lækna á Norðurlöndum, Ólafur Ólafsson landlæknir, Ásmundur Brekkan forseti læknadeildar, María Sigurjónsdóttir formaður Félags ungra lækna og Helgi Sigurðsson formaður Félags læknanema. Fundarstjórar voru Gestur Þorgeirsson og Þorkell Bjarnason. Hér fara á eftir helstu atriði er fram komu í inngangserindum framsögumanna og einnig verða almennar umræður raktar. Frásögn af málflutningi er alfarið á ábyrgð blaðamanns, þótt kennd sé þeim er töluðu. Haukur Þórðarson sagði í setningarræðu tilefni málþingsins yfirvofandi þrengingar á vinnumarkaði lækna. Ljóst er að atvinnuleysi mun gera vart við sig á næstu þremur til fjórum árum og mun væntanlega ná hámarki eftir u.þ.b. tíu ár. Ástæðurnar eru margar og samþættar, bæði samfélagslegar, efnahagslegar og pólitískar. Hér á landi er nú fyrst að gæta þess vanda sem nágrannaþjóðir okkar hafa búið við um alllangt skeið og felst í örari fjölgun háskólamenntaðra en eftirspurn eftir þjónustu þeirra. Sérstaða lækna felst í því, sagði Haukur, að þeir eru illa gjaldgengir á öðrum vinnumarkaði en innan hefðbundinnar heilbrigðisþjónustu. Sveinn Magnússon kynnti nýlega spá um atvinnuhorfur lækna fram til ársins 2010. Spáin byggir á niðurstöðum vinnuhóps á vegum læknafélaga Norðurlandanna sem nefndur hefur verið SNAPS-hópurinn (Samnordisk arbetsgrupp för prognos och specialist utbildningsfrgor). Sveinn flutti erindi um sama efni á aðalfundi Læknafélags íslands á Sauðárkróki 22.-23. ágúst 1986 og var erindið birt í Læknablaðinu 1. tbl. 73. árg. 1987. Hér verður því aðeins stiklað á stóru varðandi niðurstöður er snerta ísland. Á íslandi eru nú um 700 starfandi læknar og munu 50 kandídatar útskrifast úr læknadeild Háskóla íslands hvort árið 1986 og 1987, en eftir það 36 á ári. Áætlaður aldur við upphaf læknanáms er 20 ár og grunnnám taka læknanemar samfellt. Samkvæmt spánni fjölgar konum í læknahópi og ná 30% af þeim er við bætast á tímabilinu. Gert er ráð fyrir svipuðum fjölda íslenskra lækna erlendis og nú, eða um 300, þótt það sé ótrúlegt miðað við horfur erlendis. Spáin áætlar að heilum stöðum fjölgi um 2,5% á ári og tímabundið atvinnuleysi verði talsvert, eða um 150 læknar árið 1995. Gert er ráð fyrir miklu atvinnuleysi á hinum Norðurlöndunum, þótt þar megi finna svæðisbundinn læknaskort. Ólafur Ólafsson dró upp mynd af ástandinu í nokkrum Evrópulöndum. í V-Þýskalandi eru um 10.000 læknar atvinnulausir, á Ítalíu um 50.000 og um 2.000 í Hollandi. Innan Evrópubandalagsins hefur verið reynt að mæta vandanum með numerus clausus, atvinnulausum læknum hefur verið auðveldað að njóta viðhaldsmenntunar og atvinnuhorfur eru útlistaðar rækilega fyrir læknanemum. Könnun SNAPS-hópsins er takmörkuð að mörgu leyti, enda ógerlegt að gera svona könnun af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.