Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 221 Þetta verður ekki tryggt með öðrum hætti en að rekstur verði fastur liður í námi læknanema. Ásmundur benti á að nám í læknadeild fer eftir tveggja áratuga gamalli reglugerð. Þetta er dragbítur á framtíðarmöguleika lækna í heilbrigðisþjónustu, ekki bara hér heldur einnig annars staðar, vegna þess að læknadeildir og læknaskólar eru yfirleitt mjög íhaldssamar stofnanir og erfitt að fá þar fram breytingar miðað við aðrar háskólagreinar. Það væri æskilegt að hafa læknanám sveigjanlegra, en ein af ástæðum þess hve háskólar og læknadeildir eru íhaldssamar er hræðsla við að glata staðli og þá um leið staðli lækna í framtíðinni. Þrátt fyrir erfiðleikana hygg ég samt að framtíðin kalli á ýmsar breytingar í námi lækna eins og forseti læknadeildar veit sjálfsagt manna best. Ásmundur: Öll þessi atriði sem Haukur minntist á hafa verið að veltast bæði í kollinum á mér og öðrum sem ábyrgð bera á menntun lækna. Það er rétt að læknar eru ákaflega íhaldssamir en vissulega verða háskólar að gæta mjög vandlega að staðli sínum. Sérstaklega gildir það um litla skóla eins og hjá okkur, þar sem við erum háð því að hafa eins góða samkeppnisaðstöðu og mögulegt er. Samt fæ ég ekki séð að þetta þurfi að hindra vissan sveigjanleika og aðlögunarhæfni deildarinnar, það verður ekki undan því vikist og þetta starf er hafið. Skilgreina verður náms- og menntunarmarkmið og skipuleggja þau frá grunni með tilliti til þessa nýja þjóðfélags sem við höfum þegar forsmekkinn af. Margs er að gæta, við getum til dæmis nefnt að í einu af markmiðum heilbrigði fyrir alla árið 2000 segir, að stjórnvöld skuli beita sér fyrir því að þeir, sem beri ábyrgð á menntun heilbrigðisstétta, endurskoði hana sérstaklega með tilliti til frumheilsugæslu. Þetta er útaf fyrir sig ágætis markmið, en í ljósi skilgreiningaratriða sem við ræddum í sambandi við forvarnir og þriðju gráðu lækningar, þá getur annað ekki án hins verið. Frumheilsugæsla verður aldrei stunduð án læknaskóla þar sem veitt er mjög fullkomin grunnmenntun. Hugmyndalegur grunnur og menntunarþróun eru í þá átt að alls ekki má skera neitt neðan af náminu, til þess eins að þjóna pólitískum markmiðum, sem ganga undir nafninu frumheilsugæsla. Lbl.: í umræðu á vegum Læknablaðsins fyrir skömmu tók meðal annarra þátt nýútskrifaður kandídat, er nú gegnir starfi heilsugæslulæknis. Hann var spurður hvernig honum nýttist námið í læknadeild til starfsins. Svarið var að áherslur í náminu væru allt aðrar en þau vandamál, sem starfið krefðist lausnar á. Má túlka þetta þannig að læknadeild leggi of mikla áherslu á sérhæfð vandamál? Ásmundur: Allir kennarar læknadeildar, ég sjálfur þar með talinn, hafa fram að þessu haft óljósa marklýsingu um hvar eigi að hætta að kenna sérgreinar innan greinarinnar. Þetta atriði hefur mikið verið rætt upp á síðkastið, og við komumst ekki hjá að taka alvarlega á þessu hvernig sem þróunin verður að öðru leyti. Þar með er ég ekki að segja, að alhæfing þessa unga manns sé rétt, en vandamálið er fyrir hendi. Einnig mætti minna á annað sem ég hef heyrt, en það er að við höfum lagt alltof lítið upp úr mannlegum samskiptum, sem vel er hægt að kenna. Vilhjálmur: Það er fróðlegt að heyra um reynslu þessa unga læknis. Ég gekk í gegnum sams konar reynslu fyrir um 10 árum og það er sorglegt að heyra að enn skuli þetta vera svona. NAUÐSYN VÍSINDALEGRA RANNSÓKNA Það má sjálfsagt finna margt að læknadeild og kennslu hennar, en það er eðlilegt að hún leggi höfuðáherslu á, að læknar þekki og geti læknað alvarlega líkamlega sjúkdóma. En læknadeild á ekki eingöngu að sinna kennslu, þar eiga líka að fara fram rannsóknir. Slíkar rannsóknir á heilbrigði og lifnaðarháttum fólks verðum við að hafa sem grundvöll, þegar sett eru fram óljós Vilhjálmur Rafnsson og Bjarni Þjóðleifsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.