Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1987, Síða 42

Læknablaðið - 15.08.1987, Síða 42
226 LÆKNABLAÐIÐ Meginástæðan eru launin. Breytist þetta ekki til batnaðar á næstu árum, leiðir það til meiriháttar vandamála í heilbrigðiskerfinu. Þetta hefur tvennt í för með sér fyrir lækna. Vanti hjúkrunarfræðinga geta vissar starfsgreinar lækna ekki notið sín, það varðar einkum ákveðnar greinar á sjúkrahúsum. Á öðrum sviðum myndu stöður hjúkrunarfræðinga rýmast fyrir stöðum lækna. NIÐURLAGSORÐ Haukur: Læknar verða að gera sér grein fyrir breyttum tímum og nýjum aðstæðum m.a. duldum atvinnuskorti, sem í sumum tilvikum er ekki dulinn heldur augljós. Um árabil verður offramboð á læknum hér á landi, að vísu tímabundið. Eitt höfuðverkefni læknafélaganna ætti að vera og hefur verið að tryggja að meðlimir þeirra hafi næga atvinnu. Eitt atriði er að útskrifa ekki fleiri kandídata en þörf er fyrir á hverjum tima. Upplýsa þarf ungt fólk, sem hyggur á háskólanám, að nám í læknisfræði er mjög sérhæft nám sem nýtist lítið eða illa við önnur störf en læknisstörf. Vinna þarf ný starfssvið fyrir lækna og jafna þarf vinnuálag þeirra. Hluta framhaldsnámsins verður að flytja til landsins, sem aftur krefst fleiri og betri námsstaða á stærri sjúkrahúsum og einnig verður að koma á fót námsstöðum á heilsugæslustöðvum. Nú þykir mörgum læknum vegið að sjálfræði sínu í störfum, að frelsi til faglegra athafna sé takmarkað, m.a. með boðum og bönnum yfirvalda og viðsemjenda. Hvað sem líður þeim viðhorfum hér á landi er víst að víða erlendis búa læknar við meiri þrengingar en hér þekkjast enn sem komið er og eru m.a. fólgnar í þeirri stefnu stjórnvalda að draga umtalsvert úr fjárveitingum til heilbrigðismála og viðleitni að gera »ars medica« að nokkurs konar ópersónulegri iðngrein. Læknar verða að standa vörð um þá ævafornu reglu að samskipti lækna við sjúklinga eru ávallt persónulegs eðlis og grundvallast á gagnkvæmum trúnaði. -bþ

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.