Læknablaðið - 15.10.1988, Qupperneq 4
Naiox-E: Skref í rétta átt
Delta kynnir syruhjúpaðar naptDxentöflur
sem innihalda 250,375 eða 500mg.
NAROX OG NAROX-E. Hver tafla eöa sýruhjúptafla inniheldur: Naproxenum INN
250 mg, 375 mg cða 500 mg. Eiginleikar: Naproxen er bólgueyöandi lyf með svipaða
verkun og asetýlsalisýlsýra. Helstu áhrif eru bólgueyðandi-, verkjastillandi- og hita-
lækkandi verkun. Lyfið frásogast vel, hámarksblóðþéttni næst um 2 klst. eftir inntöku
óhúðaðra taflna en um 4 klst. eftir inntöku sýruhjúptaflna. Helmingunartími í blóði er
10-17 klst. Um 95% lyfsins skilst út í þvagi. Próteinbinding í plasma er um 99%.
Ábendingar: Iktsýki, slitgigt, hryggikt, þvagsýrugigt, festumein. Bólga og verkir eftir
áverka. Tíðaverkir, verkir frá legi vegna lykkju eða annars, sem sett hefur verið í leg.
Mígrenikast (aðeins fyrir Narox). Frábendingar: Magasár. Þungun. Aukaverkanir:
Höfuðverkur, svefnleysi, óróleiki, þreyta, magaverkir, brjóstsviði, hægðatrcgða, niður-
gangur, magablæðing (sjaldan). Útbrot geta komið fyrir. Berkjusamdráttur getur
versnað hjá sjúklingum með astma. Varúð: Saga um sár í meltingarvegi, ofnæmi fyrir
salisýlötum (t.d. útbrot og astma), nefslímubólgur. Milliverkanir: Milliverkun er við
lyf, sem eru mikið próteinbundin í plasma, t.d. blóðþynningarlyf, sykursýkilyf. Eitur-
verkanir: Eiturverkana hefur orðið vart hjá sjúklingi, sem tók inn 3,75 g en yfirleitt þarf
stærri skammta til. Einkenni: Höfuðverkur, svimi, sljóleiki, suð fyrir eyrum, ógleði,
uppköst, magaverkur. Hraður hjartsláttur, hjartsláttarköst. E.t.v. nýrnabilun, truflun á
sýrujafnvægi (acidosa). Meðferð: Magatæming, lyfjakol. Sýrubindandi lyf cftir þörfum.
Leiðrétting á sýrujafnvægi. Sýmptómatísk meðferð.
NAROX. Skammtastærðir handa fullorðnum: Venjulegur skammtur er 250-500 mg
í senn, mest þrisvar sinnum á sólarhring. Gigtsjúkdómar: 250-500 mg kvölds og
morgna, mcst 1000 mg á sólarhring. Ef sjúklingur hefur mikil óþægindi á morgnana,
getur verið æskilegt að gefa 500 mg að kvöldi. Sjúklingum, sem þurfa 1000 mg á sólar-
hring, er bcst að gefa 500 mg kvölds og morgna. í sumum tilvikum er best að gefa 750-
1000 mg einu sinni á sólarhring. Míkrcnikast: 750 mg í upphafi, þegar einkenni um
mígrenikast byrjar; síðan, ef þörf krefur, 250 mg. Taka má 250 mg að auki síðar, en sól-
arhringsskammtur skal þó ckki fara yfir 1250 mg. Skammtastærðir handa börnum:
Viðmiðunarskammtur er 10 mg/kg líkamsþunga á dag, en of lítil reynsla er enn af lyfinu
hjá ungum börnum til að unnt sé að segja til um skammtastærðir hjá þeim. Börn eldri
en 5 ára: 125 mg kvölds og morgna. Börn þyngri en 50 kg: Sömu skammtastærðir og hjá
fullorðnum.
Pakkningar: Töflur 250 mg: 20 stk.; 50 stk.: 100 stk.
Töflur 375 mg: 20 stk.; 50 stk.; 100 stk.
Töflur 500 mg: 20 stk.; 50 stk.; 100 stk.
NAROX-E. Skammtastærðir handa fullorðnum: 500-1000 mg á dag. Við bráðri
þvagsýrugigt 750 mg fyrst, síðan 250 mg á 8 klst. fresti. Skammtastærðir handa
bömum: Þetta lyíjaform er ekki ætlað börnum.
Pakkningar: Sýruhjúptöflur 250 mg: 20 stk.; 50 stk.: 100 stk.
Sýruhjúptöflur 375 mg: 20 stk.; 50 stk.; 100 stk.
Sýruhjúptöflur 500 mg: 20 stk.; 50 stk.; 100 stk.
GJÐIÖNHEIEAR