Læknablaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1988; 74; 303-8
303
Davíð Gíslason, Suzanne Gravesen, Tryggvi Ásmundsson, Vigfús Magnússon
BRÁÐAOFNÆMI í TVEIMUR LANDBÚNAÐAR-
HÉRUÐUM Á ÍSLANDI
I. Tíðni bráðaofnæmis og helstu ofnæmisvaldar
INNGANGUR
»Heysótt nefnist veikleiki, sem tilfellur þeim, er
gefa illa verkað hey, og er hann alþekktur út á
íslandi.« Þannig lýsir Sveinn Pálsson, læknir,
sambandi heysóttar við illa verkað hey (1). Sveinn
skrifaði þá grein sem hér er vitnað til 1790 og frá
þeim tíma hefur ýmislegt verið skrifað um
heysjúkdóma á íslandi, einkum þó á síðustu árum
(2-12).
Heysóttin hefur sennilega lengi verið vel þekktur
sjúkdómur hér á landi, bæði í mönnum og
hestum. Á síðari árum hefur gætt nafnaruglings
þegar fjallað er um heysjúkdóma. Orðið
heymæði er oft notað í sömu merkingu og orðið
heysótt var notað áður fyrr. Á þetta var bent fyrir
nokkrum árum og lagt til að orðið heysótt skuli
notað til að lýsa þeirri tegund sjúkdómsins, sem
sótthiti fylgir, en að orðið heymæði skuli notað
sem safnheiti um þá heysjúkdóma, sem orsaka
mæði (7).
Þótt athygli lækna hafi fyrst og fremst beinst að
heysóttinni og annarri mæði, hafa þó önnur
óþægindi af heyryki varla farið fram hjá þeim,
sem við gegningar vinna. Nefstífla, nefrennsli og
kláði í augum eru einkenni, sem algengt er að
setja í sambandi við heyryk. Þeir sem fást við
lækningar á lungnasjúkdómum hér á landi hafa
einnig veitt athygli hárri tíðni lungnaþembu
meðal bænda. Reykingar eru lang algengasta
orsök lungnaþembu. Könnun á
lungnaþembusjúklingum, sem dvalist hafa á
Vífilsstaðaspítala, sýndi þó að meðal bænda með
lungnaþembu eru færri reykingamenn en meðal
annarra lungnaþembusjúklinga (10). Þetta bendir
til þess að leita megi annarra orsaka en reykinga
fyrir lungnaþembu margra bænda og hefur
grunur beinst að heyrykinu.
Á það hefur verið bent, að flokka mætti
Frá Vífilsstaðaspítala, Allergologisk Laboratorium, Köbenhavn
og Heilsugæslustöð Seltjarnarness. Barst 22/01/1988.
Samþykkt 10/08/1988.
heysjúkdóma í fjóra flokka eftir eðli þeirra og
orsökum (6). Þeir eru;
1) Sjúkdómar vegna bráðaofnæmis.
2) Heysótt.
3) Sjúkdómar vegna ertandi áhrifa af heyryki.
4) Langvinn berkjubólga og lungnaþemba. Ekki
er þó vitað með vissu hvernig sambandi
lungnaþembu og heyryks er háttað.
Bráðaofnæmi fyrir einstökum ofnæmisvöldum í
heyryki var lítið sem ekkert kannað fyrr en undir
lok áttunda áratugarins. Árið 1979 voru birtar
niðurstöður úr rannsóknum á bráðaofnæmi hjá
bændafjölskyldum í Orkneyjum, sem ótvírætt
gáfu til kynna að heymaurar væru helsta orsök
fyrir bráðaofnæmi af heyryki (13). Árið 1980 fór
Búnaðarfélag íslands þess á leit við landlækni, að
heysjúkdómar yrðu kannaðir hér á landi. í
framhaldi af því myndaði landlæknir starfshóp,
sem unnið hefur að þessum málum. Eitt verkefna
starfshópsins var að kanna bráðaofnæmi fyrir
heyryki. Þegar hann tók til starfa var lítil sem
engin þekking á því hvaða þættir í heyrykinu yllu
bráðaofnæmi. Því var byrjað á því að kanna
heysýni með tilliti til frjókorna, myglusveppa,
hitaelskra geislasýkla og ofnæmisvaka frá músum
(15). Thorkil Hallas kannaði heymaura í
íslenskum heysýnum (16-18). Að þessum
rannsóknum loknum voru ofnæmislausnir, sem
taldar voru hafa mesta þýðingu í sambandi við
ofnæmi fyrir heyryki, prófaðar á sjúklingum með
einkenni um bráðaofnæmi fyrir heyryki (9). Í
framhaldi af því var sú könnun gerð sem hér er
lýst. Tilgangur hennar var að kanna tíðni
(prevalence) bráðaofnæmis í tveimur
landbúnaðarhéruðum með ólíkt verðurfar og
heyskaparhætti. Einnig var athuguð innbyrðis
þýðing þeirra ofnæmisvaka, sem notaðir voru við
könnunina.
AÐFERÐ OG EFNIVIÐUR
Bráðaofnæmi er sjúkdómur, sem einkum kemur
fram á unglingsárum. Um 99% þeirra sem fá