Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 323 sýndar tölur, sem svara til þess, sem hefur komið fram hér að framan. Á árunum milli landskannana 1974 og 1981 verður aukning á tíðni samskipta, sem kemur ennfremur vel fram í töflu I. Samskiptatíðnin í Skagafirði er því sú, sem búast mátti við miðað við tímasetningu könnunarinnar. Vitjanir á þessum stöðum liggja milli 4,7 og 7,9% samskipta, en voru í Búðardal 6,2%, Bolungarvík 6,9% og Hólmavík 7,4% samskipta. Innlagnir á öllum stöðunum eru svipaðar því, sem hefur komið fram í greininni, en tölur eru þó allar lágar. Tilvísanafjöldi í Reykjavík er gífurlegur. Rannsóknir í Reykjavík og Skagafirði slá rannsóknargleði samanburðarstaða þessarar greinar alveg við. Gildi niðurstaðna frá þessum stöðum takmarkast þó mjög af því hve stutt athugunin stendur, árstíðasveiflum í samskiptum og jafnvel stopulli læknisþjónustu, eins og á Djúpavogi. í greinunum frá Reykjavik, Skagafirði og landskönnuninni 1974 koma fram fyrstu »samskiptaseðlarnir«, sem notaðir hafa verið hér á landi. UMRÆÐA Við undirbúning greinarinnar rakst höfundur á það hversu lítið hefur verið skrifað um samskiptamynstur á heilsugæslustöðvum og yfirleitt um störf heilsugæslu- og heimilislækna hér á landi. Á undanförnum árum hefur þó verið hafin víða um land tölvuvinnsla sjúkraskráa Egilsstaðakerfisins (2). í þessari tölvuvinnslu er fólgið tækifæri til að nálgast samskipti við stóran hóp einstaklinga. Eftir því sem meiri upplýsingar koma til með að birtast úr þessum tölvusöfnum, því meira rúm skapast fyrir umræður og samanburð manna (héraða) á milli. Ef vel er haldið á spilum, getur þetta orðið sú lyftistöng, sem heilsugæslu- og heimilislæknar þarfnast í starfi sínu og geta þeir um leið orðið veitendur í vísindalegri vinnu, en ekki bara þiggjendur. Við íslendingar státum okkur af því, að ýmis vísindavinna sé auðveldari hér á landi en annars staðar af vegna smæðar þjóðarinnar. Hér er tækifæri til enn meira, betra og nákvæmara starfs. En tölvuunnin samskipti á heilsugæslustöðvum verða einnig að nýtast á fleiri vegu, þau verða að gera gagn í daglegu starfi. í mastersritgerð sinni (15) vitnar Gísli Auðunsson í Tulloch, sem setti fram leiðbeiningar um notkun tölvu í forvarnarstarfi. Tulloch segir: »Gildi tölvu í forvarnarstarfi liggur í möguleika hennar á að geyma miklar upplýsingar, veita greiðan aðgang að upplýsingunum, greina þær i sundur og kalla þær fljótt fram. Þetta gefur færi á að skoða og leita í íbúahópnum, til að finna áhættusjúklinga, svo að athygli sé beint að þörfum þeirra. Tölvur geta: 1. Flokkað hvaða hóp sjúklinga sem er eftir kyni og aldri. 2. Sett saman lista, sem inniheldur áhættuhópa. Sjúklingar haldnir langvinnum sjúkdómum, fatlaðir o.s.frv. í stafrófsröð eða eftir sjúkdómum eða fötlun. 3. Þar með skapað leið til að skipuleggja leit og eftirlit hjá áhættuhópum. 4. Kallað fram upplýsingar til að skipuleggja móttöku á stofu. 5. Fundið sjúklinga, sem ekki hafa komið í endurmat. 6. Haft óbeint gagn í forvarnarstarfi með því að örva endurskoðun, rannsóknir og kennslu. 7. Aðstoðað við að styrkja heilsugæsluhópinn innbyrðis, með því að koma ofangreindum hjálpartækjum við stjórnun á framfæri við ritara og starfsfólk í móttöku, ásamt upplýsingum um heilbrigðisaðstæður til hjúkrunarfólks og utanaðkomandi heilbrigisstarfsmanna. 8. Gefið tækifæri til að minna lækna og hjúkrunarfólk á þegar kominn er timi á ýmsa sérþjónustu, t.d. bólusetningar og leghálsstrok. 9. Búið til vandalista eða flæðiblað, sem aðstoðar lækni við að skipuleggja endurmat á einstökum tilfellum eða sjúklingahópum.» í núverandi tölvuforriti Egilsstaðakerfisins felst ekki tækifæri til að nálgast öll markmið Tullochs. Þessi markmið eru samt mikilvæg því upplýsingasöfn heilsugæslustöðvanna verða að nýtast í daglegu starfi til að viðhalda áhuga manna á faglegum vinnubrögðum og til að vönduð skráning verði í heiðri höfð. SUMMARY In this article a comparison is made of the contacts of the population in five health districts with the respective health centers (1-5). The article is based on two previous articles from the Icelandic Medical Journal (Health Districts of Hvammstangi 1965-1967 (3) and Hólmavík 1985-1986 (1)), a report from Bolungarvík Health District for the year 1983 (4), a report on the Egilsstaðir-medical record (Egilsstaðir Health District) (2) and computer data from the Health District Búðardalur 1985 (5).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.