Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1988, Qupperneq 33

Læknablaðið - 15.10.1988, Qupperneq 33
LÆKNABLAÐIÐ 327 Tala bókfærðra mála á fundum var breytileg að vanda eða frá einu upp í 21 mál, en alls voru þau 277, tæplega 10 mál að meðaltali á fundi. Úrvinnsla ýmissa mála lendir að sjálfsögðu oft á stjórnarmönnum milli funda, aðallega formanni eins og gengur. FORMANNARÁÐSTEFNA Fundur með fulltrúum svæðafélaga, formanna ýmissa nefnda læknafélaganna, ábyrgðarmanni Læknablaðsins og fleirum, alls 26 mönnum, var haldinn í Reykjavík 14. maí 1988. Hérlend svæðafélög áttu öll fulltrúa nema tvö og boðaði annað forföll. Félög íslenskra lækna erlendis sendu ekki fulltrúa á fundinn. Rætt var um afgreiðslu ályktana aðalfundar 1987 sem rakin er annars staðar í ársskýrslunni. Því næst var rætt um kjaramál Iækna og greindu formenn hinna ýmsu samninganefnda frá stöðu mála. Einnig þau eru nánar rædd í ársskýrslunni. Sigurður Halldórsson arkitekt gerði grein fyrir könnun á auknu skrifstofurými læknafélaganna. Taldi hann að um þrjá möguleika væri að ræða: Í fyrsta lagi að leigja eða kaupa húsnæði af Domus Medica til viðbótar núverandi húsnæði, annar kostur að læknafélögin byggi við núverandi húsnæði og þriðji möguleikinn að læknafélögin tækju þátt í byggingu nýs húss á hornlóðinni við Snorrabraut. Var gerð lausleg kostnaðaráætlun. Við umræður voru flestir sammála um að skynsamlegast væri að kanna möguleika á að falast eftir húsnæði sem Domus Medica á nú. Formenn orlofsnefndar, námskeiðs- og fræðslunefndar og ábyrgðarmaður Læknablaðsins gerðu grein fyrir stöðu sinna mála. Sjá síðar í ársskýrslunni. Rætt var um ráðningu lækna í stöður sem ekki hafa verið auglýstar og samþykkti fundurinn að auglýsa bæri allar stöður til þriggja mánaða eða lengri tíma ef stöðugildið er 25% eða meira. Sjá nánar síðar í skýrslunni. Þá var rætt um eftirlit með reikningum lækna (sjá síðar í ársskýrslunni) og tilmæli landlæknis um samvinnu við L.í. um könnun á vinnutíma, vinnuaðstöðu og vinnuálagi lækna. Sveinn Magnússon, fulltrúi L.í. í norrænni nefnd (SNAPS) sem spáir um framboð lækna og eftirspurn eftir þeim á norrænum vinnumarkaði, greindi frá nýjustu spám á þeim vettvangi. Að lokum greindi Atli Árnason, formaður Læknafélags Austurlands, frá undirbúningi aðalfundar L.í. á Egilsstöðum í ágúst 1988. AFGREIÐSLA ÁLYKTANA AÐALFUNDAR 1987 1. Ályktun sem skoraði á héilbrigðis- og tryggingamálaráðherra að leggja fram að nýju frumvarp til læknalaga á næsta Alþingi var send ráðherranum, einnig landlækni, læknadeild H.í. og formönnum þingflokkanna. Ráðherra lagði frumvarpið fram skömmu eftir að þing hófst haustið 1987. Með frumvarpinu fylgdu tvö bréf. Annað var frá tryggingayfirlækni sem lagði til að Tryggingastofnun ríkisins hefði tillögurétt um reglur sem ráðherra setur um gerð og útgáfu læknisvottorða. Frumvarpið gerði ráð fyrir að tillögur um þetta atriði kæmu frá landlækni og Læknafélagi íslands og var því ekki breytt í meðförum Alþingis. Hitt bréfið var frá ríkisendurskoðun og er talið að það hafi seinkað mjög afgreiðslu frumvarpsins á Alþingi þar eð í því var reifaður sá möguleiki að í læknalögum væri ákvæði sem heimilaði ríkisendurskoðun Hlýtt á mál.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.