Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1988, Page 35

Læknablaðið - 15.10.1988, Page 35
LÆKNABLAÐIÐ 329 átt þess kost að lesa þau. Fyrirhugað er að hin nýju lög verði kynnt frekar og rædd á aðalfundi L.í. á Egilsstöðum í ágúst 1988 og verður því ekki nánar um þau fjallað hér. ÍSLENSK HEILBRIGÐISÁÆTLUN Eins og öllum læknum mun kunnugt Iagði þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, íslenska heilbrigðisáætlun fram á Alþingi á 109. löggjafarþingi 1986-1987. Áætlunin var gefin út af ráðuneytinu í apríl 1987 (Rit 1/1987). Stjórn L.í. hafði kynnt sér og að nokkru fjallað um einstaka þætti áætlunarinnar þegar ráðuneytið óskaði í bréfi, dags. 3. des. 1987, umsagnar stjórnar L.í. um hana. Ráðuneytið gaf því miður ekki langan frest en stjórnin náði þó að leita álits Félags ísl. heimilisækna og Sérfræðingafélags lækna. Umsögn stjórnarinnar var send ráðuneytinu með bréfi dags. 6. jan. 1988 svohljóðandi: »Stjórn Læknafélags íslands þakkar fyrir að hafa fengið íslenska heilbrigðisáætlun til umsagnar. Umsögn félagsins fylgir hér með. Jafnframt fylgir hjálagt álit sérstakrar nefndar félagsins, sem fjallaði um göngudeildir árið 1982. Stjórninni er Ijóst, að íslensk heilbrigðisáætlun, sem hér hefur verið fjallað um, er frumraun og undanfari framtíðaráætlunar. Stjórnin gerir athugasemdir við suma þætti áætlunarinnar og bendir á atriði, sem að hennar mati mættu betur fara. Samt sem áður telur stjórnin ýmsa þætti hennar mjög jákvæða fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu í framtíðinni. Stjóm Læknafélags íslands lýsir sig reiðubúna til að taka þátt í frekari umræðu og úrvinnslu lokafrágangs íslenskrar heilbrigðisáætlunar og síðari endurskoðun á þeirri áætlun, eftir því sem ástæða verður talin til.« Rétt þykir að birta hér umsögnina í heild: »Inngangur Stjórn Læknafélags íslands telur brýnt, að til sé mörkuð stefna í heilbrigðismálum hér á landi. Einnig að stjórnvöldum sé skylt að leggja fram skilgreind heilbrigðismarkmið og ekki síður að skilgreina leiðir til að ná þeim. Stjórninni er ljóst, að skoðanir eru skiptar um vægi einstakra markmiða og þó enn frekar um það, hvaða leiðir verði valdar til að ná þeim. Stjórn félagsins lítur svo á, að íslensk heilbrigðisáætlun, sem þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra lagði fram á Alþingi í apríl 1987, sé að svo komnu fyrst og fremst rammaáætlun, sem er annars vegar greinargerð um stöðu ýmissa meginþátta heilbrigðisþjónustunnar, einkum forvarnarþáttanna, og hins vegar setning markmiða um þróun þeirra. í þessari rammaáætlun kemur glöggt fram, að mjög er breytilegt, hversu ítarlegur rökstuðningur er færður fyrir hinum mismunandi markmiðum og forsendur sumra þeirra því ekki skýrar. íslensk heilbrigðisáætlun tekur mið af stefnu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, sem nefnd er »Heilbrigði fyrir alla árið 2000«. Stjórn L.í. hefur áður kynnt sér þá stefnu eins og hún er fram sett í riti Evrópuskrifstofu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, »Targets for Health for All. Targets in Support of the European Regional Strategy for Health for All«, sem gefið var út á árinu 1986. Stjórnin hefur ekki talið ástæðu til athugasemda við stefnu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, enda þótt menn hafi verið sammála um, að ýmis tilvik heilbrigðisþjónustu, sem þar eru rakin, og ýmis markmið, sem þar eru kynnt, hafi lítið hagnýtt gildi fyrir ísland með hliðsjón af tiltölulega háum staðli í heilbrigðismálum hér á landi. Fulltrúar Læknafélags íslands hafa tvívegis, árið 1986 og aftur árið 1987, setið ráðstefnu Evrópuskrifstofu Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar, þar sem boðaðir voru fulltrúar heildarsamtaka Iækna í öllum Evrópulöndunum. Á þessum ráðstefnum hefur verið fjallað um forvarnarþætti, sem m.a. eiga það sammerkt, að það veltur á læknum að verulegu leyti, hvernig til tekst um framkvæmd þeirra. Læknafélag íslands hefur lýst yfir fullum stuðningi við sjónarmið og áform Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, hvað varðar þessa þætti. Stjórn félagsins er ljóst, að á meðal lækna eru skoðanir skiptar um einstaka þætti íslenskrar heilbrigðisáætlunar. Hins vegar verður ekki deilt um tilgang hennar, sem er m.a., eins og fram kemur í samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 20. mars 1986, að stórauka forvarnir, að búa fólk undir gott heilsufar i ellinni og að efla heilbrigða lífshætti. Það kemur fram í aðfaraorðum íslenskrar heilbrigðisáætlunar, að starfshópi, sem ráðherra skipaði til að leggja að henni drög, var ætlað i fyrsta áfanga að koma með »m.a. tillögur um

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.