Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1988, Side 40

Læknablaðið - 15.10.1988, Side 40
334 LÆKNABLAÐIÐ SAMSKIPTI VIÐ EVRÓPUSKRIFSTOFU ALÞJÓÐA HEILBRIGÐISMÁLASTOFNUN- ARINNAR Evrópuskrifstofan boðaði fulltrúa læknafélaga í Evrópu til fundar i París 26. til 27. nóvember 1987. Var þetta annar fundurinn sem Evrópuskrifstofan boðar til í þeim tilgangi að kynna læknafélögum í Evrópu áform og markmið WHO um «Heilbrigði fyrir alla árið 2000». Á fundinum, sem var vel sóttur af fulltrúum læknafélaganna, var einkum rætt um tóbaksneyslu og tóbaksvarnir, útbreiðslu alnæmis og viðbrögð gagnvart því og um faraldsfræðirannsóknir, einkum á krabbameini. Fyrir L.í. sóttu fund þennan formenn L.f. og L.R. og gaf hinn síðarnefndi yfirlit um tóbaksnotkun hér á landi og árangur af tóbaksvarnarlögunum. SAMSKIPTI VIÐ ERLEND LÆKNAFÉLÖG 1. Sameiginlegur fundur stjórna læknafélaganna á Norðurlöndum, sem haldinn er annað hvert ár, var að þessu sinni í Kolding í Danmörku 5.-8. júní 1988. Mættu þar alls 82 fulltrúar: 14 frá Noregi, 20 frá Finnlandi, 21 frá Svíþjóð, 22 frá Danmörku og 5 frá íslandi (Haukur Þórðarson, Sveinn Magnússon, Páll Þórðarson, Magni Jónsson og Haraldur Briem). í upphafi fundar röktu formenn félaganna í stuttu máli hið helsta sem borið hafði við hjá félögunum á undanförnum tveimur árum. Rætt var um framtíð mánaðarritsins Nordisk Medicin. Útgáfa þess er umdeild vegna mikils kostnaðar, miðað við fremur þröngan lesendahóp. Löngum hafa skoðanir verið skiptar um efnisvalið. Ákvörðun var frestað til næsta sameiginlega fundar eftir tvö ár en þá skyldi liggja fyrir úttekt á stöðu ritsins. Þá var rætt um stöðu SNAPS hópsins og vinnumarkað lækna á Norðurlöndunum. (Sjá greinargerð Sveins Magnússonar í skýrslunni). Rætt var um »Den Nordatlantiske Alliance«, þ.e. samstöðu læknafélaga sem sagt hafa sig úr World Medical Association og í því samhengi um afstöðu norrænu læknafélaganna til endurinngöngu í WMA. Þrátt fyrir ýmsa galla á skipulagi og starfsemi WMA hefur félagið komið mörgu góðu til leiðar, m.a. í sambandi við siðamál, útgáfu ýmissa yfirlýsa um mannréttindi og baráttu gegn pyntingum. Læknafélög utan WMA hafa óskað eftir viðræðum um breytingar á meintum ágöllum WMA. Þeirri ósk hefur ekki verið sinnt þótt vitað sé að WMA vill mjög gjarnan fá þessi læknafélög í sín vébönd á ný. Ákveðið var á fundinum í Kolding að framkvæmdastjóri sænska læknafélagsins kæmi fram fyrir hönd læknafélaganna á Norðurlöndum á aðalfundi breska læknafélagsins í sumar. Þar verða samskiptin við WMA rædd sérstaklega en breska læknafélagið er eitt þeirra félaga sem sagði sig úr WMA. Siðan er fyrirhugaður viðræðufundur norrænu læknafélaganna í Stokkhólmi í ágúst n.k. (L.í. sendir ekki fulltrúa vegna kostnaðar). Þar verður mörkuð stefna sem kynnt verður stjórn WMA utan dagskrár á aðalfundi þess í Vín í september n.k. Miklar umræður fóru fram á fundinum um hina ýmsu þætti alnæmis á Norðurlöndum og skiptu félögin með sér framsögu og stjórn vinnuhópa: danska læknafélagið um faraldsfræðilegar rannsóknir/skimun, sænska læknafélagið um einstaklingsbundnar prófanir, finnska læknafélagið um þvingunaraðgerðir gagnvart HIV jákvæðum, það norska um þagnarskyldu og lík atriði og L.í. um smitvarnir á stofnunum. Sá Haraldur Briem um það verkefni með miklum ágætum. Misjafnlega gekk að ná samstöðu innan vinnuhópanna og tókst það raunar ekki nema í hópi Haraldar. Ekki náðist því nein sameiginleg heildarniðurstaða um stefnu norrænu læknafélaganna á þessum vettvangi að svo komnu máli en ákveðið að félögin haldi áfram undirbúningi að sameiginlegri stefnu. Á fundinum voru bornar fram þrjár ályktunartillögur og tvær samþykktar. Önnur var frá danska læknafélaginu varðandi »virkan líknardauða«, borin upp vegna rökstudds gruns um að innan tíðar komi upp i Danmörku tillögur á pólitískum vettvangi um að lögleiða slíkan verknað. í álytkuninni er þess getið að læknafélög Norðurlanda virði rétt sjúklinga til að ákveða sjálfir hvort þeir þiggja meðferð sem í boði er og hvers konar meðferð þeir óska eftir þegar fleiri kostir bjóðast. Virðing fyrir réttindum manna megi þó ekki leiða til þess að læknum verði gert skylt að vinna verk sem eru í andstöðu við grundvallarsiðareglur sem læknar á Norðurlöndum telja sér skylt að hafa í heiðri. Þess vegna vari félögin ríkisstjórnir Norðurlanda við því að innleiða rétt til virkra aðgerða í því skyni að stytta líf (»aktiv dödshjælp«). Hin ályktunartillagan var frá norska læknafélaginu. Norska Stórþingið samþykkti nýlega að viðkomandi yfirvöldum sé heimilt að skikka lækna til starfa í þeim hlutum Noregs þar sem skortur er á læknum. Ályktunin bendir á að slíkar aðgerðir séu ósamrýmanlegar mannréttindum og þeim samfélagsgildum sem teljast viðtekin á

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.