Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1988, Qupperneq 43

Læknablaðið - 15.10.1988, Qupperneq 43
LÆKNABLAÐIÐ 335 Norðurlöndunum. Mismunandi dreifing lækna eftir landshlutum sé ekki einsdæmi í Noregi heldur þekkt vandamál í öllum Norðurlöndunum. Ekki sé hægt að leysa það með þvingunaraðgerðum heldur verði að koma til samningar. Yfirvöld og læknafélögin leiti í sameiningu fyrirkomulags sem hvetji lækna til þjónustu í heilsugæsluumdæmum og sjúkrahúsum þar sem skortur er á læknum. Þessi ályktun var send norska Stórþinginu og ríkisstjórninni. Þess skal getið að í júní fóru norskir læknar í 5 klukkustunda allsherjarverkfall til að mótmæla framangreindri heimild. 2. Danska læknafélagið bauð L.í. að senda fulltrúa á aðalfund þess sem haldinn var í Esbjerg 25. til 27. september sl. Sat Páll Þórðarson framkvæmdastjóri læknafélaganna fundinn. Auk gesta frá norrænu læknafélögunum voru gestir frá læknafélögum Bretlands og Vestur Þýskalands. Þá sátu fundinn fulltrúar frá ýmsum félagasamtökum, ráðuneytum og öðrum opinberum aðilum. Samhliða fundinum hélt svæðafélgið í Ribe-amti upp á 125 ára afmæli sitt og var m.a. farið með erlenda gesti og fylgdarmenn fulltrúa til Ribe, sem er talinn elsti bær á Norðurlöndum. Af þessum sökum var þátttaka gesta einungis fólgin í fundarsetu við ávarp heilbrigðisráðherra og flutning formanns á skýrslu sinni. 3. Þann 1.-2. okt. sat framkvæmdastjóri fund starfsmanna norrænu læknafélaganna í Helsinki. Á fundi þessum var ákveðið efni sem fjallað skyldi um á »centralstyremödet« í Kolding og lögð drög að dagskrá. Daginn fyrir þennan fund sat framkvæmdastjóri fund ásamt tveim fulltrúum frá hverju hinna læknafélaganna þar sem rætt var um nokkur atriði í samstarfi félaganna, m.a. hvernig háttað væri innheimtu félagsgjalda lækna sem störfuðu utan heimalands sins og hvernig best væri að haga upplýsingagjöf um norræna lækna í hverju landi fyrir sig. 4. Sænska læknafélagið bauð L.í. að senda fulltrúa á aðalfund þess sem haldinn var í Stokkhólmi 27.-28. maí 1988. Sveinn Magnússon gjaldkeri L.í. sótti fundinn en hann sóttu um 200 fulltrúar svæðafélaga og sérgreinafélaga. Formaður sænska læknafélagsins taldi mesta vandamálið í sænska heilbrigðiskerfinu vera mikla aukningu kostnaðar þess ásamt skorti á ungu fólki í ýmsar stuðningsstarfsgreinar. Fjármálaráðherra Svía hélt mjög hressilega ræðu, greindi m.a. frá þvi að hin stjórnmálalegu markmið væru að bjóða fólki mjög góða heilbrigðisþjónustu þar sem stefnt væri að mestum mögulegum jöfnuði hennar. Vandamálið nú væri skortur á ungu fólki, einkum í iðnaði, sem fyrst og fremst stæði undir þjóðarframleiðslu þeirra. Minnkandi árgangar mættu ekki enda að fullu og öllu í þjónustugreinum. Heilbrigðismál hafa núna um 9,1% þjóðartekna í Svíþjóð. Heilbrigðiskerfið er stærsta atvinnugrein landsins sem nauðsynlegt er nú að endurskoða verulega einkum þar sem það sýnir stöðuga tilhneigingu til að vaxa meira en efnahagslífið en slíkt gangi að sjálfsögðu ekki til lengdar. Boðaði hann umfangsmikla könnun á heilbrigðiskerfinu til að átta sig betur á ráðandi þáttum þess. Síðan ræddi hann vitt og breitt um heilbrigðiskerfið í Svíþjóð og svaraði fyrirspurnum. Þungt hljóð var í ungum læknum í Svíþjóð vegna stöðnunar í kjaramálum þeirra. Töldu þeir læknafélagið lítt hafa beitt sér í málum þeirra, einkum varðandi vaktagreiðslur. Var almenn launahækkun metin á 2,8-3%. 5. Sveinn Magnússon sótti einnig fund í Gautaborg 25.-26. maí um framhaldsmenntun Iækna á Norðurlöndunum, Ekspertkonferens om lákarnas specialistutbildning i Norden. Fer skýrsla hans hér á eftir lítillega stytt: Ingimar Einarsson, ritari norrænu ráðherranefndarinnar, sagði að til fundarins væri helst boðað vegna væntanlegra breytinga á sérmenntunarkerfi, einkum í Svíþjóð. Ætlunin væri að heyra álit og láta vinnuhópa starfa að ýmsum þáttum, er varðaði framhaldsmenntunina. Hans Karle frá Danmörku greindi frá helstu atriðum sérmenntunarmála í Danmörku. Þar hefur lengi verið við lýði kerfi, sem hefur bæði timasetningar og innihaldslýsingar. Eins og kerfið er uppbyggt núna er það talsvert flókið. Mikið vandamál er, að 1500-2000 kandídatar virðast ekki komast fyrir í framhaldsmenntunarkerfinu. Einnig er vandamál, að fullmenntaðir sérfræðingar sitja fastir í námsstöðum. Hlutfall yfirlækna er tiltölulega lágt. Manu Jááskeláinen frá Finnlandi greindi frá sérmenntunarmálum þar. Dögg Pálsdóttir, deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, og Sveinn Magnússon greindu frá sérfræðimálum á íslandi. Einar Skoglund, framhaldsmenntunarfulltrúi norska læknafélagsins, greindi frá kerfi í Noregi með námsstöðum. Kerfið er nokkuð flókið, en
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.