Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1988, Síða 44

Læknablaðið - 15.10.1988, Síða 44
336 LÆKNABLAÐIÐ hefur tekist vel, og aðalmarkmið þess eru að gefa sem besta menntun á sem skemmstum tíma. Kerfið þar krefst handleiðslu, marklýsinga, útfylltra verkefnalista og skyldunámskeiða. Lennart Rindel frá Socialstyrelsen í Svíþjóð greindi frá aðalefni fundarins, sem var nýjar tillögur nefndar um sérfræðimenntun í Svíþjóð, svokallað LSU 85. Helstu ástæður fyrir endurskoðun á sérfræðinámi í Svíþjóð voru: Núgildandi kerfi orðið gamalt. Ný lög um heilbrigðismál kröfðust nýrra læknalaga. Aukin stjórnmálaleg áhersla á fyrirbyggjandi aðgerðir, heilsugæslu og fækkun stórra stofnana. Léleg samtenging grunnmenntunar og framhaldsmenntunar. Mjög langt gengin sérhæfing, sem skapaði vandamál með vaktir. Léleg dreifing á læknum um landið. Stíft og smámunasamt kerfi, sem vantaði sveigjanleika. Erfitt að skipuleggja mönnun í læknastöður. Erfitt að skipuleggja framhaldsmenntunar(NLV)-námskeið. Erfitt að fylgjast með hæfileikum manna í og eftir nám. Vandamál í sambandi við norræna samvinnu. Helstu tillögur nefndarinnar hafa þegar verið gefnar út í bókum, sem og marklýsingar hvers og eins sérfræðingafélags, alls 60, en í stuttu máli voru tillögurnar eftirfarandi. í sambandi við grunnnámið (kandidat-AT): Nefndin taldi núverandi kerfi tiltölulega gott. Leggur til lengingu frá 21 upp í 24 mánuði með hugsanlegum 3 aukamánuðum. Eitt lokapróf eftir kandídatstímann í stað þriggja. Möguleikar á lengdum námstíma vegna rannsókna. Nefndin leggur til, að geðlækningar verði áfram inni í AT-náminu. Einnig leggur hún mikla áherslu á handleiðara og mjög ákveðnar námsstöður með tímabundnum ráðningum. Nefndin gerði síðan eftirfarandi tillögur, hvað varðaði sérfræðinámið: Nákvæmar marklýsingar fyrir allar sérgreinar. Sextíu sérgreinar, þar af 3 nýjar. Hámarkstími náms verði 7 ár. Fastar ráðningar nema á háskólaspítölum og svæðissjúkrahúsum. Mjög sterk handleiðsla undir ábyrgð »klinikcheffans«. Skyldunámskeið (NLV) falli niður. Þess í stað verði tekin upp SK-námskeið af svipuðum toga, en einungis metið fyrir hvern og einn, hvað hann þarf að sækja af slíkum námskeiðum. Auknar gæðakröfur verði í sambandi við handleiðslu og deildavinnu. Stefnt að frjálsum sérfræðiprófum, ekki skylduprófum. Socialstyrelsen verði ábyrgðarstofnun fyrir námið og útgáfu sérfræðiréttinda. Læknadeildirnar fái aukin áhrif á innihald skyldunámskeiðanna (SK-námskeiðanna). Það, sem einkum vakti áhyggjur, voru tillögur Svíanna um fastráðningar í námsstöður, og var almennur ótti um, að þar með gætu námsstöðurnar stíflast verulega og ekki sinnt nauðsynlegum fjölda. Einnig töldu menn verulega ábyrgð lagða á yfirlækna, sem gætu lent í miklum vandræðum með verkstjórn, einkum sáu menn vandræði við að hjálpa læknum í námi til að komast á deildir, sem þeir þyrftu á öðrum sjúkrahúsum. Óljóst var, hvernig námssamningur yrði til, svo og hvernig báðir aðilar, þ.e. nemandinn og kennarinn, stæðu við skyldur sínar. Fundurinn var hinn fróðlegasti, og var unnið hörðum höndum. Mjög nauðsynlegt er, að Læknafélag íslands fylgist með framgangi þessa máls, þar sem áfram verður nauðsynlegt, að íslenskir læknar komist hindrunarlaust í nám til Norðurlandanna, einkum Svíþjóðar, en þar standa miklar breytingar fyrir dyrum. 6. Frá þvi i mars 1976 hafa norrænu læknafélögin haft starfandi vinnuhóp (Samnordisk arbetsgrupp för prognos- och specialistutbildningsfrgor). Hvati að þessu var að Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð höfðu samþykkt sameiginlegan vinnumarkað fyrir lækna. ísland gerðist aðili síðar. L.í. hefur tekið þátt í starfi hópsins sl. 4-5 ár og hefur Sveinn Magnússon verið fulltrúi félagsins. Hópurinn fundaði í fyrsta sinn á íslandi í mars 1988, sjá Fréttabréf lækna 5/88. Starf hópsins hefur beinst að tvennu, áætlunum um ástand vinnumarkaðar lækna og samræmingu sérmenntunarkrafna milli landanna. Hópurinn hefur lagt skýrslur sínar fyrir sameiginlega fundi stjórna læknafélaganna annað hvert ár. Lagðar hafa verið fram tvær skýrslur 1988. Fjallar önnur þeirra (Den framtida lákararbetsmarknaden i Norden) um horfur á vinnumarkaði lækna á Norðurlöndunum til ársins 2020. Kemur fram í spánni að útlit er heldur betra fyrir Norðurlöndin í heild en áður var spáð eða 5% offramboð. Fátt bendir til þess að komist verði hjá offramboði íslenskra lækna. Spáin gerir ráð fyrir því að 70-80 læknum verði ofaukið á íslandi á árunum 1995 til 2010 nema forsendur spárinnar breytist verulega. Væntanlega munu þeir leita starfa erlendis. Greint verður nánar frá spánni á aðalfundi L.í. 1988.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.