Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1988, Page 51

Læknablaðið - 15.10.1988, Page 51
LÆKNABLAÐIÐ 341 Rétt er að geta þess að skömmu fyrir þingslit sl. vor voru á Alþingi samþykkt lög um breytingar á lögum nr. 12/1986 um Ríkisendurskoðun. Talið er að með Iögum þessum öðlist ríkisendurskoðun lagaheimild til að bera saman reikninga læknis og sjúkraskrár til staðfestingar á unnu læknisverki. Stjórn L.í. lýsti sig andvíga frumvarpinu sem og landlæknir. Formaður kynnti sjónarmið stjórnarinnar fyrir fjárhags- og viðskiptanefnd Alþingis. Enda þótt nefndin hafi mælt með samþykkt frumvarpsins segir svo m.a. í nefndarálitinu: »Nefndin leggur áherslu á nauðsyn þess að réttur sjúklinga til fulls trúnaðar um einkamál verði í heiðri hafður og ákvæði Iæknalaga um þagmælsku virt. Nefndin telur að heilbrigðisráðuneytinu beri að hafa forustu um að móta verklagsreglur sem kveði m.a. á um að sérstakur trúnaðarlæknir annist athuganir Ríkisendurskoðunar á sjúkragögnum sem liggja til grundvallar greiðslum til lækna. Þannig verði nauðsynlegs trúnaðar gætt.« AUGLÝSINGAR UM LÆKNASTÖÐUR í lögum L.Í., samþykktum á aðalfundi 1978, segir m.a. svo í 18. grein: »Enginn félagsmaður má sækja um eða taka við stöðu eða embætti nema þau hafi verið auglýst til umsóknar með minnst fjögurra vikna fyrirvara.« Af ýmsum ástæðum sem þá voru góðar og gildar var samþykkt á aðalfundi L.í. árið 1982 að ekki þyrfti að auglýsa stöðu væri hún til skemmri tíma en þriggja mánaða. Var þá m.a. litið svo á að í lögum L.í. væri átt við stöður til frambúðar en ekki skammtímaráðningar. Á aðalfundi L.í. 1984 var síðan samþykkt að auglýsingaundanþágan skyldi gilda ef staðan væri til skemmri tíma en 6 mánaða. Árum saman hefur það sjónarmið ráðið að ekki þyrfti að auglýsa hlutastöður ef þær væru undir 50<7o. Að undanförnu hafa stjórn L.í. borist athugasemdir og nokkrar kvartanir um ofangreint framkvæmdaform á auglýsingum um læknastöður. Vísað er til þess að sökum minnkandi eftirspurnar eftir Iæknum og mettunar á íslenskum vinnumarkaði gæti það munað miklu fyrir lækna að eiga kost á tímabundinni vinnu og ekki síður hlutavinnu jafnvel þótt um lítið hlutfall sé að ræða. Stjórn L.í. er sammála þessu sjónarmiði en telur þó ástæðu til í þessu samhengi að benda á að oft er það svo að þörf fyrir viðbótarstöðu á heilbrigðisstofnun kann að vera orðin svo brýn að grípa verður til ráðningar áður en stöðuheimild er fengin. Ljóst er að illmögulegt er að auglýsa stöður við þær kringumstæður þótt sjálfsagt sé að gera það þegar stöðuheimildin er staðfest orðin. Ljóst er einnig að fjögurra vikna umsóknarfrestur er knappur fyrir íslenska lækna erlendis. Kostað hefur verið kapps um að birta auglýsingar um læknastöður í Fréttabréfi lækna sem kemur út í byrjun hvers mánaðar. Fréttabréfið þarf að komast í prentun í síðasta lagi viku fyrir hver mánaðamót til að komast út á tilsettum tíma. Berist ritstjóra auglýsing seint í mánuði kann svo að fara að hún birtist ekki fyrr en um það bil 5 vikum síðar. Ljóst er að slíkt er ótækt og allsendis ónóg fyrir íslenska lækna erlendis. Reynt hefur verið að fá auglýsendur sem helst eru heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og sjúkrahúsin, til að skila auglýsingum tímanlega og miða umsóknarfrest við útgáfudagsetningu þess Fréttabréfs sem auglýsingin birtist í. Á þessu vill samt oft verða misbrestur. Mál þetta verður rætt á næsta aðalfundi. SVÆÐAFÉLÖG ERLENDIS Lög L.í. kveða á um að félög íslenskra lækna erlendis geti talist svæðafélög innan L.í. ef aðalfundur hefur samþykkt það og í félaginu eru minnst 8 félagar, þó aðeins eitt félag í hverju landi. Þessi félög hafa þó aðeins rétt á einum fulltrúa á aðalfund L.í. Til þessa hefur aðalfundur samþykkt fjögur slik félög: Félag ísl. lækna í Svíþjóð (FÍLÍS), Félag ísl. Iækna i Norður Ameríku (FÍLÍNA), Félag ísl. lækna í Bretlandi (FÍLÍB) og Félag ísl. lækna í Þýskalandi (FÍLÍÞ). Skiljanlega er tala félagsmanna breytileg í þessum félögum eftir því hvernig árar í viðkomandi landi um námsstöður og eftir því fer starfsemi félaganna. Um þessar mundir er gott lífsmark með þremur fyrsttöldu félögunum en í nokkur ár hefur ekkert heyrst frá því síðastnefnda. Stjórn L.í lítur svo á að um þessar mundir sé það félag óvirkt og engu hægt að spá um hvort eða hvenær það kemst á fætur á ný. Ef til vill kann það að vakna til lífs í landfræðilega útvíkkuðu formi, þ.e. að svæði þess nái til fleiri landa aðlæg Þýskalandi. Mjög hefur verið undir hælinn lagt á undanförnum árum hvort svæðafélög íslenskra lækna erlendis hafa haft tök á að senda fulltrúa á aðalfund og aðra fulltrúafundi L.í. Slíkt er skiljanlegt vegna kostnaðar og fleiri atvika og engin ástæða til að breyta aðild þeirra að L.í. af þeim sökum einum.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.