Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1988, Side 55

Læknablaðið - 15.10.1988, Side 55
LÆKNABLAÐIÐ 345 tölvur og læknisfræði 24. og 25. september. Nokkur mannaskipti hafa orðið í nefndinni. SIÐANEFND f okt. 1986 óskaði hæstaréttarlögmaður í Reykjavík eftir úrskurði nefndarinnar um það hvort störf tiltekins læknis væru í samræmi við siðareglur félagsins. í bréfi lögmannsins kom fram að læknirinn hafði sem »starfsmaður« tryggingafélags í tveim tilvikum metið örorku verulega lægri en fyrirliggjandi örorkumöt sögðu til um. Þetta hafði læknirinn í báðum tilvikum gert án þess að ræða við eða skoða viðkomandi sjúkling og án þess að tala við þá lækna sem gerðu örorkumötin. í úrskurði nefndarinnar frá 27. ágúst 1987 voru störf læknisins ekki talin brot á siðareglum lækna. I framhaldi af bréfi heilsugæslulæknis til Siðanefndar, dags. 19. okt. 1986, bókaði nefndin eftirfarandi á fundi 27. ágúst 1987: »Að gefnu tilefni beinir siðanefnd L.í. því til lækna, að þegar þeir greina frá einstökum sjúkdómstilfellum á opinberum vettvangi gæti læknarnir þess að haga orðum sínum svo, að sem minnst hætta sé á, að upplýsingarnar verði heimfærðar á tiltekna einstaklinga, nema þá að fengnu leyfi«. Bókunin var að ósk nefndarinnar birt í Fréttabréfi lækna 10/87. Þann 29. des. sl. kvað siðanefndin upp úrskurð í tveim málum, sem til hennar hafði verið vísað. Bæði þessi mál tengdust úrskurði siðanefndar frá 5. mars 1985, sem var staðfestur með Gerðardómi 29. apríl 1987. Úrskurðarorð nefndarinnar var í fyrra tilvikinu þetta: »Siðanefnd L.í. telur, að með notkun orðsins »ráðabrugg« um hegðun þeirra Guðmundar B. Jóhannssonar, læknis og Sigurðar Inga Sigurðssonar, læknis, vegna ritunar bréfs þeirra til forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins, heilbrigðisráðuneytis og landlæknis, dags. 18. apríl 1984 hafi Magnús Sigurðsson, læknir, gerst brotlegur við ákvæði 1. gr. III. kafla Codex ethicus L.í. Siðanefnd L.í. áminnir Magnús Sigurðsson um að halda ofangreint ákvæði og önnur ákvæði Codex ethicus. Jafnframt áminnir siðanefnd L.í. læknana Guðmund B. Jóhannsson og Magnús Sigurðsson sérstaklega um að sýna hvor öðrum drengskap og háttvísi.« Síðara úrskurðarorðið var þetta: »Með ósk sinni um upplýsingar frá þeim Guðmundi B. Jóhannssyni, lækni og Sigurði Inga Sigurðssyni, lækni, sem gætu skýrt misræmi á milli fjárhæða reikninga, sem heilsugæslulæknar á Selfossi sendu Sjúkrasamlagi Árnessýslu hefur Björn Önundarson, tryggingayfirlæknir, gerst brotlegur við 1. gr. III. kafla Codex ethicus. Siðanefnd L.í. áminnir lækninn Björn Önundarson um að halda ofangreint og önnur ákvæði Codex ethicus L.í.« Með bréfi dags. 21. sept. 1987 óskaði stjórn L.í. eftir úrskurði nefndarinnar um það, hvort læknir hefði brotið lög félagsins, svæðafélagsins og/eða siðareglur lækna með því að taka við skipun í stöðu yfirlæknis, sem ekki hafði verið auglýst. Læknirinn hafði þegar hann var skipaður gegnt stöðu yfirlæknis, sem á sínum tíma var auglýst til þriggja ára, en af þeim tíma voru eftir tæpir 5 mánuðir. Læknirinn taldi að hér væri um sömu stöðu að ræða og hefði því ekki þurfti að auglýsa að nýju. Úrskurðarorð nefndarinnar þann 13. jan. sl. var þetta: »Með því að taka við skipun í yfirlæknisstöðu í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu frá og með 1. júní 1987, sbr. auglýsingu í Lögbirtingablaðinu, 77. tölublaði 1987, hefur Hrafn Friðriksson, læknir, brotið 3. mgr. 18. gr. laga Læknafélags íslands, þar sem staða þessi var ekki auglýst.« Með bréfi dags. 25. mars sl. óskaði stjórn L.í. álits siðanefndar á því hvort tiltekinn læknir hafi með viðtölum í dagblöðum og tímaritum gerst brotlegur við siðareglur félagsins. Þann 13. júní afgreiddi nefndin erindið með eftirfarandi úrskurðarorði: »Með viðtölum, sem birst hafa í Helgarpóstinum 15. janúar 1987, Morgunblaðinu 1. febrúar 1987, DV 24. nóv. 1987, tímaritinu Mannlíf í mars 1988 og Nes í mars 1988 hefur Hallgrímur Þ. Magnússon, læknir, gerst brotlegur við 10., 11. og 12. gr. I. kafla Codex Ethicus Læknafélags íslands. Siðanefnd L.í. áminnir lækninn Hallgrím Þ. Magnússon um að halda ofangreind ákvæði Codex Ethicus.« GERÐARDÓMUR Dómurinn hefur eitt mál til meðferðar en það er áfrýjun Guðmundar B. Jóhannssonar á fyrri úrskurði Siðanefndar frá 29. desember sl.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.