Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1988, Qupperneq 56

Læknablaðið - 15.10.1988, Qupperneq 56
346 LÆKNABLAÐIÐ SÉRFRÆÐINEFND LÆKNADEILDAR Nú eru liðin tvö ár síðan nefndin tók til starfa samkvæmt reglugerð frá 1. júlí 1986. Á þessu tímabili hefur hún afgreitt alls 93 sérfræðileyfi eða tæplega 1 leyfi á viku hverri að meðaltali. Þá ber að hafa í huga að nokkrir læknar hafa aflað sér leyfis bæði í aðalfaginu og undirgrein og eru því tvítaldir. Annars er skipting eftir sérgreinum þessi: Heimilislækningar 12, almennar lyflækningar 12, bæklunarskurðlækningar 6, almennar skurðlækningar 6, barnalækningar 6, augnlækningar 5, svæfingarlæknisfræði 5, gigtlækningar 5, geislagreining 4, kvenlækningar 4, hjartalækningar 4 og færri í öðrum greinum. Meðal verkefna sérfræðinefndar er að fylgjast með þróun framhaldsnáms og reglna um sérfræðiviðurkenningu í nágrannalöndunum. Undanfarið ár hafa verið miklar umræður í Svíþjóð um nýjar tillögur að gerbreyttu sérfræðinámi þar í landi, sem fyrirhugað er að taki gildi árið 1990. í þeim er m.a. gert ráð fyrir fastráðningum í námsstöður og jafnvel að læknir geti haldið stöðu sinni ótiltekinn tíma eftir að sérnámi lýkur (þó ekki á háskólaspítala). Verði þetta fyrirkomulag ofan á er hætt við að erfitt geti reynst fyrir aðra Norðurlandabúa að komast í sérnám til Svíþjóðar og hefur það valdið töluverðum áhyggjum í þeirra röðum. Eins og fram kom í ársskýrslunni fyrir starfsárið 1986-87 er starfandi nefnd, Nordisk Kommitté för Lkares Vidareutbildning (NKLV), á vegum landlækna (heilbrigðisyfirvalda) Norðurlandanna sem læknafélögin eiga aukaaðild að og hafa fyrirhugaðar breytingar í Svíþjóð verið mikið ræddar í nefndinni. Fulltrúi L.í. i sérfræðinefnd læknadeildar situr einnig í NKLV fyrir L.í. og hefur því getað fylgst náið með framvindu málsins og komið þar á framfæri fyrirspurnum og athugasemdum sem þýðingu kynnu að hafa fyrir íslenska lækna sem hyggja á sérfræðinám í Svíþjóð á næstu árum. Auk þessa máls hefur aðalverkefni NKLV á liðnu ári verið að ganga frá gerð skrár um flokkun sérgreina (»fortolknings-lista«) á Norðurlöndum i því skyni að fá lausn á ýmsum ágreinings- og vafamálum, sem af og til skjóta upp kollinum í sambandi við gagnkvæma veitingu sérfræðileyfa, samkvæmt norræna vinnumarkaðssamningnum. Flokkunin byggist á samkomulagi sem norrænu heilbrigðismálaráðherrarnir undirrituðu á fundi sínum 21. des. 1987 og er fyrst og fremst hugsað sem heimild og gert ráð fyrir að túlkað sé í »norrænum anda«. Er hér komið nauðsynlegt stuðningsplagg þeim aðilum sem annast veitingu sérfræðileyfa á Norðurlöndum. NEFND TIL AÐ META STARFSEMI ÍSLENSKRA SJÚKRAHÚSA Nefndin hefur nú að mestu safnað gögnum frá viðkomandi sjúkrahúsum. Má vænta þess að nefndin ljúki á næstunni mati á sjúkrahúsdeilda. ÚTGÁFUMÁL Litlar fréttir er að segja af útgáfumálum Læknablaðsins og Fréttabréfs lækna aðrar en að þau ganga sinn vanagang. Minnkandi auglýsingatekjur ógna nú nokkuð fjárhag Læknablaðsins en útgáfa Fréttabréfsins ber sig. Verður á næstunni unnið að því að afla Læknablaðinu meiri auglýsingatekna. Útgáfustarfsemin á að geta borið sig með hæfilegu áskriftargjaldi og auglýsingatekjum. Á sameiginlegum fundi fulltrúa ritstjórna læknablaða á Norðurlöndum sem haldinn var í Danmörku í byrjun maí var samþykkt boð Læknablaðsins um að halda næsta fund hérlendis. Er hann ráðgerður á Akureyri í september 1989 í tengslum við afmæli blaðsins. Útgáfa íðorðasafnsins heldur enn áfram og er nýlega komið út hefti með stafköflunum N og O. Ráðgert er að ljúka útgáfunni fyrri hluta næsta árs. Orðanefndin og starfsmaður hennar munu á næstu mánuðum undirbúa útkomu síðustu heftanna. Jafnframt þarf að huga að fjármögnun nú á lokasprettinum og og taka ákvörðun um frekari útgáfu. Samhliða iðorðasafninu hefir hluti orðanefndar unnið að Nomina Embryologica og Nomina Histologica. Verður fljótlega hafist handa við að fella þær skrár að Nomina Anatomica í samræmi við nýju útgáfuna sem kennd er við Mexico. HÓPTRYGGING LÆKNA Nú eru 158 læknar aðilar að hóptryggingunni, þar af 123 með alla þrjá þætti tryggingarinnar. Nokkrum læknum hefur verið sagt upp aðild að tryggingunni vegna vanskila. Bótafjárhæðir og iðgjöld eru nú þessi frá 1. júlí 1988: Bætur Ársiðgjald Líftrygging .. 4.131.300 29.490 Örorkutrygging .. 4.590.400 24.980 Veikindatrygging (9 mánaða biðtími).. 131.580*) 20.250 (1 mánaða biðtími).. .. 131.580*) 31.280 *) Mánuði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.