Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1989, Qupperneq 12

Læknablaðið - 15.12.1989, Qupperneq 12
388 LÆKNABLAÐIÐ undirbúnu fóstranna voru sambærileg sömu grunngildum hjá langtíma-undirbúnu fóstrunum. Breytingar á T-bylgju hjartalínurita fóstranna við vefildisskorti voru bomar saman við aukningu katekólamína í blóði þeirra. Þessar tilraunir vom gerðar á fóstrum undirbúnum fyrir langtíma rannsóknir. Niðurstöður sýndu að vaxandi breytingar á T-bylgju, reiknað út sem T/QRS hlutfall, voru í réttu hlutfalli við hækkun adrenalín-blóðgildanna. Við vefildisskort sýndu vanþroskuðustu fóstrin því aðeins losun á adrenalíni og breytingar á T-bylgjum að fósturblóðið væri orðið súrt. Breytingar á T/QRS hlutfallinu voru taldar endurspegla skiptingu á orkumyndandi bruna í hjartavöðvanum frá loftháðum í það að vera loftfirrtur. Ahrif bráðrar /3,-hömlunar á hjarta- og æðaviðbrögð fóstra við vefildisskort voru könnuð á skammtíma-undirbúnum ærfóstmm. Öll fóstrin brugðust við /3,-hömluninni með því að hægja á hjartslætti, minnka hjartaútfallið og lækka blóðþrýstinginn, með þeim afleiðingum að fimm fóstur af ellefu fóru í óafturkræft hjartalost. Þegar /3,- hamlandi lyf, metroprolol, var gefið móðurinni í fimm daga samfellt fyrir vefildisskort fóstranna dró úr viðbrögðum þeirra við vefildisskortinum hvað varðaði hjartsláttartíðni og samdráttarkraft hjartavöðvans. Þessi sljóa svörun við vefildisskortinum orsakaði meiri mjólkursýringu blóðsins og minnkaðar lífslíkur fóstra með óskert skynertiviðbragð miðað við samanburðarhópinn. Ahrif /3,-örvunar á fósturviðbrögð við vefildisskorti voru rannsökuð hjá þremur hópum fóstra undirbúnum til skammtíma rannsókna. Fóstrin voru undir áhrifum terbútalíns (/?2-örvandi lyfs) með stöðugu innrennsli í æð móðurinnar. Niðurstöðumar voru bomar saman við niðurstöður samanburðarhóps, sem ekki var undir neinum áhrifum /3-virkra lyfja. Hópamir tveir sem voru undir áhrifum stærstu skammtanna (annar hópurinn 67-134 /x/mín og hinn 30 /x/mín) við miklum vefildisskorti með yfirmáta aukningu á samdráttarkrafti hjartans, hækkun á blóðþrýstingi og T/QRS hlutfalli, og aukinni dánartíðni fóstranna. Fóstrin þoldu hins vegar vel litla skammta (10 /i/mín) við meðal-mikinn vefildisskorti en við mikinn vefildisskort ullu þeir líka yfirmáta svörun. Vefjameinafræðileg athugun á hjartavöðva og heila fóstranna, sem urðu fyrir áhrifum hæstu skammtanna af terbútalíni, leiddi í ljós aukna tíðni heilablæðinga og tilhneigingu til víðtækara dreps í hjartavöðva hjá þessum fóstrum miðað við samanburðarhóp. Alyktað var að: Undirbúningur ærfóstra til skammtíma tilrauna sé nægilega traustur og óhvarfgjam til notkunar við fósturtilraunir sem aðeins taka þrjár klukkustundir eða minna í framkvæmd. T/QRS hlutfallið í hjartalínuriti fóstursins endurspegli adrenalín þéttni í blóði þess og starfsvirkni hjartavöðvans. Beta-viðtakamir væru viðbragðshæfir og líklega næmari á fósturskeiði en á fullorðinsárum. Starfsemi /3-viðtakanna væri mikilvæg fyrir fóstrið til þess að verjast skaðsemi vefildisskorts. Hömlun og örvun /3- viðtakanna með lyfjum geti skaðað alvarlega vamaraðgerðir fóstursins gegn vefildisskorti, t.d. í fæðingu. Ef þessar rannsóknir á ærfóstrum væru sambærilegar við mannlegar aðstæður bentu niðurstöðumar til að klínísk notkun /3- hamlandi lyfja til meðhöndlunar á háþrýstingi seint á meðgöngu geti skaðað fóstrið, verði það fyrir vefildisskorti. Niðurstöðumar bentu einnig til að samfelld gjöf /3-hvetjandi lyfs í æð móðurinnar í þeim tilgangi að hindra ótímabæra fæðingu, geti leitt af sér hættulega hjarta- og æðasvömn hjá fóstrinu, verði það samtímis fyrir vefildisskorti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.