Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1989, Page 17

Læknablaðið - 15.12.1989, Page 17
LÆKNABLAÐIÐ 1989; 75: 389-95 389 Tómas Helgason, Júlíus Björnsson ALGENGI MINNI HÁTTAR GEÐKVILLA OG ÁVÍSANA Á GEÐDEYFÐARLYF OG RÓANDI LYF í REYKJAVÍK1984 ÚTDRÁTTUR Á árinu 1984 var gerð rannsókn á algengi geðkvilla með skimprófi, sem lagt var fyrir 3,7% slembiúrtak fólks á aldrinum 20-59 ára. Það sama ár voru rannsakaðar geðlyfjaávísanir sem Sjúkrasamlag Reykjavíkur greiddi á einum mánuði (1, 2). Samkvæmt skimprófinu er áætlað að algengi geðkvilla fyrir utan nokkuð af áfengissýki og alvarlega geðveiki hafi verið 13% hjá körlum og 18% hjá konum í Reykjavík á aldrinum 20-59 ára, hæst hjá fólki á aldrinum 20-29 ára 21%, en lægst hjá þeim sem voru 50-59 ára 11 %. Fjöldi þeirra sem fengu ávísun á róandi lyf eða geðdeyfðarlyf í einum mánuði reyndist 3,6% og 0,7%. Munurinn milli kvenna og karla var tiltölulega meiri en að því er varðaði geðkvilla. Of margir fengu ávísun á róandi lyf í hlutfalli við þá sem fengu ávísun á geðdeyfðarlyf miðað við hlut þunglyndiskvilla í algengi geðkvilla í heild. Á aldrinum 20- 29 ára fengu aðeins 0,8% fólks róandi lyf og 0,3% geðdeyfðarlyf. Miðað við algengi geðkvilla á þessum aldri eru geðlyfjaávísanir því fátíðar. Þó að óþarflega mörgu eldra fólki sé ef til vill ávísað róandi lyfjum, er fjöldi geðlyfjaávísana til þess síst meiri en búast mætti við í samanburði við algengi geðkvilla. INNGANGUR í fyrri greinum hefur verið fjallað um það, hverjir fá geðlyfjaávísanir og hverjir gefa þær út (1, 2). En hvers vegna ávísa læknar fólki geðlyfjum? Hafa þeir greint geðkvilla hjá öllum? Fyrri athugun bendir til þess að heimilislæknar hafi greint geðkvilla hjá helmingi færra fólki en þeir höfðu ávísað geðlyfjum (3). Meiri hluti lyfjanna eru benzódíazepínsambönd, sem læknar gefa við minni háttar geðkvillum sem einkennast af kvíða, deyfð og svefnleysi og tengjast gjaman Frá geödeild Landspítala. Barst 08/05/1989. Samþykkt 04/07/1989. ýmsu ytra álagi eða líkamlegum kvillum. Einkennin minnka oft innan árs. En hægt er að flýta fyrir batanum annað hvort með lyfjum eða samtalsmeðferð, hughreystingu og leiðbeininingu. Við samanburð á lyfja- og samtalsmeðferð á slíkum minni háttar geðkvillum hjá heimilislæknum reyndist lyfjameðferðin ekki virkari en stutt samtalsmeðferð (4). Ef niðurstöður þessara rannsókna eru teknar án fyrirvara ýta þær undir hugmyndir sem fjölmiðlar og ýmsir aðrir hafa otað að fólki, að verið sé að deyfa vandamál daglegs lífs eða mæta ásókn í vímu með lyfjagjöf. Þessi vandlæting hefur iðulega leitt til þess að fólk hikar við að taka lyf, sem geta verið því nauðsynleg, og jafnvel við að leita læknis vegna þeirra kvilla sem lyfin eru gefin við og fær ekki þá bót sem hægt er að veita með eða án lyfja. Misnotkun geðlyfja sem vímugjafa er ekki umfangsmikið vandamál í samanburði við notkun löglegra og ólöglegra fíkniefna eins og áfengis og kannabisefna. I könnun á fíkniefnanotkun fólks á aldrinum 16-36 ára reyndust aðeins 2% hafa notað læknislyf til þess að komast í vímu, en 24% höfðu reynt kannabis og rúm 80% voru áfengisneytendur (5). Til samanburðar má geta þess, að í Bandaríkjunum segjast aðeins 2% fullorðinna hafa notað róandi lyf til annars en lækninga og 1% hafði notað svefnlyf í öðru skyni (6). Hvort geðlyf kunna að vera ofnotuð í einstökum tilvikum eða almennt er annað mál. I annarri grein er bent á, að 4% þeirra sem fengu ávísanir á róandi lyf var ávísað meira en ígildi 30 mg díazepam á dag (1). Þó að þetta séu háir skammtar er ekki hægt að segja að um misnotkun sé að ræða á grunni þeirra upplýsinga sem lyfseðlamir veita. Hugsanlega geta átt hér hlut að máli mjög illa haldnir kvíðasjúklingar sem ekki hefur verið hægt að hjálpa með öðrum hætti.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.