Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1989, Side 21

Læknablaðið - 15.12.1989, Side 21
LÆKNABLAÐIÐ 393 ára, en fer heldur minnkandi meðal kvenna. Fjöldi misnotenda er einna mestur í yngsta aldurshópnum (33). Þó að margt sé líkt með faraldsfræði áfengismisnotkunar og taugaveiklunar og sá munur, sem er á tíðni þessara kvilla milli kynja, hverfi ef þeir eru teknir saman, og þó að ýmislegt bendi til að þeir eigi sér að einhverju leyti svipaðar orsakir (34), er óvarlegt að ætla að áfengisnotkun komi í stað notkunar á róandi lyfjum. Þvert á móti virðist sums staðar vera jákvæð fylgni á milli þessa, þannig að á svæðum eða í löndum, þar sem áfengisneysla er mikil, sé notkun róandi lyfja einnig mikil (35). í Bandarikjunum reyndust konur, sem notuðu róandi lyf, nota oftar áfengi en aðrar konur, en karlar sjaldnar. Þó að konur noti meira áfengi á síðari árum en áður og karlar jafnvel minna (30), fá mun fleiri konur ávísanir á róandi lyf en karlar (1, 36). Það er ljóst, að róandi lyfjum er í mjög litlum mæli ávísað handa ungu fólki og langtum minna heldur en ætla mætti miðað við algengi geðkvilla meðal þess. Sama gildir um geðdeyfðarlyf. í könnun á ástæðum samskipta við heilsugæslulækna utan þéttbýlis á árinu 1974 kom í ljós, að aðeins 0,3% fólks á aldrinum 20-29 ára hafði geðsjúkdóm sem aðalástæðu samskiptanna (14). Samkvæmt því er líklegt að ekki leiti læknis nema mjög lítill hluti þess stóra hóps, sem finnst með geðkvilla við skimpróf. Ef gert er ráð fyrir að hver sjúklingur á þessum aldri leiti ekki heimilislæknis oftar en einu sinni í mánuði og að 83% samskipta vegna geðsjúkdóma ljúki með lyfseðli, svarar það til að algengi geðlyfjanotkunar sé í kringum 1% á mánuði, sem er sambærilegt við það sem fannst í þeirri athugun sem hér hefur verið skýrt frá. Með sama hætti má áætla, að mánaðarlegt algengi geðlyfjanotkunar í sambandi við geðkvilla sé 4,3%, en reyndist 6,7% fyrir róandi lyf, en 9% fyrir öll geðlyf í Reykjavík 1984. Um 60% sjúklinganna fengu lyf hjá heimilislæknum sem svarar til að algengi geðlyfjanotkunar, sem þeir stofna til, sé 5,4%. Að gefnum þessum óvissuþáttum er algengi geðlyfjanotkunar í Reykjavík 1984 svipað og það var í dreifbýli 1974. Hvort af þessu megi ráða að betra samræmi sé milli geðlyfjaávísana og greininga heimilislækna en ætla mætti samkvæmt þeim athugunum, sem vikið var að í inngangi (3, 15), verður ekki ráðið með því að þær athuganir tóku yfir lengri tíma, 6 eða 12 mánuði. Ekki verður sagt af þessum niðurstöðum að róandi lyfjum og geðdeyfðarlyfjum sé of haldið að ungu fólki. Ætti það jafn greiðan aðgang að slíkum lyfjum og verkjalyfjum, sem fást án lyfseðils, er sennilegt að notkun unga fólksins væri meiri en raun ber vitni (37). Þó að ekki séu aðgengilegar haldbærar tölur um notkun róandi lyfja hjá ungu fólki fyrir 40 árum eða meira, er ekki grunlaust um að notkun á brómsamböndum, sem hægt var að fá án lyfseðils, hafi verið töluverð. Sennilegt er að óþarflega margir fái róandi lyf eftir fertugt (4). Hins vegar er hugsanlegt að fleiri gætu haft gagn af geðdeyfðarlyfjum en fá þau nú. Þetta þarfnast nánari faraldsfræðilegra rannsókna þar sem bomar eru saman sjúkdómsgreiningar, eðli einkenna og gangur hjá fólki sem fær lyf og fólki sem fær aðra meðferð eða hugsanlega enga meðferð. Þunglyndissjúkdómar eru mjög algengir og talið að þeim hafi ekki verið nægur gaumur gefinn, hvorki að því er varðar vamir né meðferð (38, 39). Ahyggjurnar af notkun benzódíazepínlyfja tengjast fyrst og fremst vitneskjunni um að fólk geti orðið háð þeim, jafnvel við notkun í venjulegum lækningaskömmtum (8) og samhenginu við notkun annarra vímugjafa, auk áhrifa sjálfshjálparhópa og breytinga á lífsstfl (40). Hér við bætast svo truflanir á vitrænni hæfni, eins og einbeitingu (41) og minni (42). Þessar aukaverkanir verður auðvitað að vega og meta á móti gagnsemi lyfjanna. Hollister (7) telur að gagnsemi þeirra vegi upp ávanahættuna, en Tyrer (43) telur gagnsemi við langtíma notkun varla næga miðað við ávanahættuna og þær truflanir sem lyfin geta valdið á vitrænni starfsemi. Hann bendir þó á, að fjölda sjúklinga sé enn ekki hægt að bjóða neina fullnægjandi meðferð í staðinn. Aðrir benda á, að ávanahættan sé kannski ýkt. Mjög oft sé gætin ávísun benzódíazepínlyfja sú meðferð sem velja beri (44). Einnig hefur verið bent á að langtímanotendur, sem eru háðir lyfjunum, hafi oft fengið ónóga meðferð við geðkvillum sínum (42). Hins vegar hefur líka verið bent á, að fyrir suma sjúklinga með langvinnan, alvarlegan kvíða séu kvíðastillandi lyf jafn nauðsynleg og insúlín fyrir sykursjúka. Slíka

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.