Læknablaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 1989; 75: 399-403
399
Guöni Arinbjarnar
FJÖGUR SULLATILVIK
Á FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSINU
ÁAKUREYR11984-1988
ÚTDRÁTTUR
Hér er sagt frá fjórum sjúklingum með
sullaveiki sem voru til meðferðar á
Handlæknisdeild Fjórðungssjúkrahússins
á Akureyri árin 1984-1988. Á tveimur
sjúklinganna hafði áður verið gerð
skurðaðgerð vegna sullaveiki, og hjá
tveimur var sullurinn örugglega lifandi. Sá
yngsti, 37 ára kona, hefur smitast á sjötta
áratug aldarinnar. Árið 1970 fundust 10
ígulsullveikar kindur í sama sláturhúsi, enn
er stunduð heimaslátrun í landinu og e.t.v. er
hundahreinsun ekki gerð jafn ítarlega og áður.
Því er ástæða til að minna hér á sullaveikina,
sem Islendingar hafa smitast af langt fram á
20. öldina.
INNGANGUR
Islendingar eru þekktir fyrir og víða vitnað til
þeirra í tengslum við baráttuna gegn sullaveiki
í erlendum læknisfræðibókum og tímaritum
þannig segir í leiðara í Lancet 1987, að ekki
hafi sést sullur á Islandi í aldarfjórðung (1)
og er þjóðin notuð sem skólabókardæmi
um góðan árangur í baráttunni gegn þessum
alheimssjúkdómi.
Síðast var skrifað um sullaveiki í
Læknablaðinu árið 1979 og segir Gísli
Olafsson þar frá síðasta tilfelli sulls á íslandi,
sem var vitað um. Fannst það við krufningu
árið 1969 og getur hann þess að eftir síðustu
aldamót hafi fimm manns tekið sullaveiki svo
vitað sé, samkvæmt krufningaskýrslum (2).
Næst þar á undan (1962) hafði dr. med. Bjami
Jónsson lýst í Læknablaðinu (3) skurðaðgerð
vegna sulls í mjaðmarbeini.
í ljósi þess, að á árunum 1984-1988 voru
fjórir einstaklingar til meðferðar á F.S.A.
vegna sullaveiki er rétt að vekja athygli á
Frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Barst 15/06/1989.
Samþykkt 04/09/1989
þessum aldagamla fjanda, sem er að falla í
gleymsku.
Rétt er að byrja á að rifja upp helstu atriði
um orsakavaldinn; ígulsull, Echinococcus
granulosus og gera grein fyrir helstu atriðum
einkenna, greiningar og meðferðar.
Á íslandi er »sullaveiki« notað yfir sjúkdóm
sem orsakast af bandormstegundinni
Echinococcus granulosus. Til eru fleiri
tegundir bandorma, en þær em ekki þekktar
sem sjúkdómsvaldur í mönnum hér á landi
(4).
Aðalhýslar fyrir E.G. eru hundar, úlfar, refir
og önnur skógardýr/kjötætur. Þessi dýr smitast
af fullorðnum bandormi við að éta sullblöðrur
úr innmat eða þegar hræætur éta sláturdýr.
Þessi bandormur sem venjulega er 4-6 mm
langur lifir fastur á smágimistotum og hin
smitandi egg skiljast út í hægðum. Eggin
em ónæm gegn flestum umhverfisþáttum
(nema hita og þurrki) og smitun getur orðið
með menguðu vatni eða grænmeti (5).
Bandormurinn í innyflum hunda vinnur upp
smæð sína með því að vera í geysilegum
fjölda (oft 50 þúsund ormar í hundi) (6).
Eggin eru í kítínhylki en það leysist upp í
magasýrum þegar millihýsill (maður, kind,
nautgripur) hefur gleypt þau og lirfa þess
borar sig gegnum slímhúð gamanna og berst
þannig í lifrarblóðrás. Flestar lirfur stöðvast
í lifur (70%), hluti fer með háræðablóðrás til
lungna (20%) en 10% setjast að annars staðar
í líkamanum og getur það verið nánast hvar
sem er (heili, ným, bein, augu, milta) (5-
7). Oháð staðsetningu stækkar lirfan í litla
blöðru sem hefur þriggja laga byggingu. Virki
hluti blöðrunnar er kímlagið en það myndar
þykkt hýði og að lokum myndast frá því
krókamir. I holrúm blöðrunnar safnast vökvi
sem er afar »ónæmisertandi«, einnig finnast
oft dótturblöðrur á floti í vökvanum en-þær
geta skipt hundruðum í einni blöðru (5).