Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1989, Síða 32

Læknablaðið - 15.12.1989, Síða 32
400 LÆKNABLAÐIÐ Sullur vex mjög hægt og geta liðið áratugir áður en hann gerir vart við sig en það gerist helst með þrýstingseinkennum eða að hann springur og gefur einkenni sem geta verið bráðaofnæmislost vegna hins ónæmisertandi blöðruvökva. Sullur í lifur er oftast stakur og þá annaðhvort í vinstri eða hægri hluta. Algengasta merkið er einkennalaus fyrirferð ofarlega í kviði. Stöku sinnum getur sullur í lifur komið fram með stíflugulu (6). I lungum geta sullblöðrur verið mjög margar, einkennalausar, nema þær trufli hjarta eða öndunarstarfsemi. Ef þær springa inn í berkju getur orðið sjálfkrafa lækning en ef þær springa inn í fleiðruhol geta komið bráðaofnæmi eða sýkingar. Nokkur einkenni við aðra staðsetningu (6): Krampar eða helftarlömun frá sulli í heila, sjúkleg brot frá sulli í beini, miltisstækkun vegna sulls í milta, blóðmiga vegna sulls í þvagfærum, þverlömun við sulli í/við mænu, skjaldkeppur, þegar sullur situr í skjaldkirtli, útstæð augu þegar sullur þrýstir á augu. Eins og sést við þessa upptalningu geta einkenni sullaveiki verið nánast allt sem fyrirferð veldur. Almennt má segja að grunur um sullaveiki vakni þegar sjúklingar frá ákveðnum landsvæðum í heiminum eru með ógreinda fyrirferð í hægri efri kviðarfjórðungi (6), en þetta gildir ekki á íslandi vegna þess, að þeir sullir sem finnast hér á landi uppgötvast oftast fyrir tilviljun t.d. á yfirlitsmynd af kviði. Best er að sýna fram á sullblöðru á eftirfarandi hátt (6): 1) Með röntgenmynd sérstaklega við sull í lungum. 2) Með ómun, ef sullblaðra er staðsett í lifur. 3) Með sneiðmyndum, ef um er að ræða skemmdir í öðrum vefjum. Þess ber að geta, að hættulegt getur verið að taka nálarsýni úr sullblöðru, þar sem innihaldið er mjög ónæmisertandi og sullblöðruvökvinn getur sáð sér út (5). Til eru ónæmisfræðilegar rannsóknaraðferðir sem geta verið stuðningur við greiningu. Þessar aðferðir eru dýrar og aðeins til á fáum stöðum í heiminum (1, 8). Fyrsta meðferð hefur ávallt verið skurðaðgerð, en komin eru lyf sem hafa reynst lofa góðu við óskurðtækri sullaveiki. Helsta lyfið er albendazol, en það drepur sullkrókana í blöðrunum (6). Leiða má rök að því, að fjarlægja beri sull sem finnst hjá sjúklingum, þrátt fyrir að hann gefi ekki einkenni vegna þess að: 1) Erfitt er að vera öruggur um að ekki sé illkynja æxli á ferðinni. 2) Ekki má stinga á til greiningar. 3) Ekki verður vitað um skurðtæki síðar á ævinni. 4) Aðskotahlutur í líkamanum veldur sýkingarhættu. 5) Kölkun í sulli er engin trygging fyrir því, að hann sé dauður. SJÚKLINGAR Sjúkrasaga 1: Sjúklingur er tæplega fertug kona, sem var alin upp í sveit norðanlands fyrri hluta ævinnar. Hún átti hund, og á bænum var stunduð heimaslátrun. Fyrir sjö árum fór konan í nýmamyndatöku og sást þá kölkun í lifur sem talin var sullur. Konan hafði aldrei haft nein einkenni af sullinum og fyrir skurðaðgerð reyndust allar lifrarrannsóknir eðlilegar. Gerð var sneiðmyndataka 1984. Sýndi hún vel afmarkaða skemmd aftan og neðan til hægra megin í lifur, virtist þrýsta á hægra nýra en ekki á holæð eða vena porta. Einnig sást að ekki var um fleiri blöðrur að ræða. Innlögð til aðgerðar og var þá almenn skoðun fullkomlega eðlileg, þar með talin kviðarskoðun. Við aðgerð kom í ljós að sullurinn lá milli efri jaðars nýrils, fastur við efri bláæð og holbláæð og þétt upp undir lifrina en náði ekki inn í hana. Sullurinn reyndist kalkaður að litlum hluta og var hann sendur á Tilraunastofu Háskólans í meinafræði að Keldum og þaðan til Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg. Hvorugur aðilinn gat sagt að sullurinn hafi verið lifandi en gátu ekki útilokað það. Konan útskrifast rúmri viku eftir aðgerð við góða heilsu. Sjúkrasaga 2: Sjúklingur var rúmlega fimmtug kona, fædd og uppalin í sveit norðanlands. Avallt verið heilsuhraust, fyrir utan magakvilla fyrir mörgum árum. Fyrir

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.