Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1989, Qupperneq 33

Læknablaðið - 15.12.1989, Qupperneq 33
LÆKNABLAÐIÐ 401 aldartjórðungi fór hún í magamyndatöku vegna magaóþæginda og greindist þá kalkaður sullur í vinstri lifrarhluta. Var þá álitið, að sullurinn væri dauður og konan þyrfti engrar meðferðar við. Aftur var tekin röntgenmynd tíu árum síðar og var þá sullurinn óbreyttur að stærð og lögun. Enn tíu árum síðar fór sjúklingur að fá verki í mjóbak vinstra megin, fór í myndatöku af hrygg og sást þá að sullurinn hafði stækkað frá síðustu rannsókn. Gerðar voru ýmsar rannsóknir, sem allar voru eðlilegar þ.m.t. lifrarpróf. Nýmamyndataka sýndi að vinstra nýra var fært til hliðar og niður á við og að sullurinn lá við efri pól nýrans. í fjölskyldusögu kom fram að bróðir sjúklings lést erlendis á sjúkrahúsi eftir bráðaaðgerð vegna blæðingar frá lifur. Gerð var skurðaðgerð og kom þá í ljós, að lifur og gallvegir voru eðlileg, einnig skeifugöm, bris, rnagi og milta. Sullurinn var hnefastór, hreyfanlegur og sat aftan skinuhols, ofan við vinstri nýril. í aðgerðinni sprakk sullshýðið og var innihaldið gráleitt, graftarkennt og þykkt. Meinafræðingur gat ekki staðfest að um sull hafi verið að ræða, en verður að telja að þetta hafi verið sýking í dauðum sulli. Sjúklingur útskrifast í sama mánuði við góða heilsu. Sjúkrasaga 3: Þriðji sjúklingurinn var rúmlega sextugur karlmaður, fæddur og uppalinn í sveit á Vesturlandi fyrstu tuttugu árin. Á bænum var stunduð heimaslátrun, og einnig voru þar hundar. Fyrir átta árum var gerð nýmamyndataka vegna blóðmigu og greindist þá um leið kalkaður sullur í lifur. Á röntgenlýsingu þremur ámm síðar er sagt að sjáist óljós hringlaga skuggi sem ber í vinstri hluta lifrar. í sjúkraskrá er sagt frá því, að einhvem tíman á ámnum á milli 1960 og 1970 hafi verið tæmdur sullur sem hafði sprungið og lýst sér svipað og lífshættulegur cholecystitis gangrenosa. Sjúklingur hefur langa óskýrða bakverkjasögu sem rekja mætti til sullsins. Gert var Casoni próf, sem var neikvætt. í aðgerðinni nú fannst sullur, stærri en tennisbolti, í afturbrún vinstra lifrarsvæðis og fastur við holæð, innkýldur á milli hennar, þindar og efri og lifrarsvæðisins ofan og aftan við rófublað lifrar. Hnúturinn var mjúkur viðkomu. Einnig fannst annar tvöfalt stærri sullur í hægra lifrarsvæði og var sá mun mýkri. Þessi sullur hafði ekki sést með ómun eða á röntgenmynd. Minni sullurinn var sex sm í þvermál en sá stærri 9x7 sm. Niðurstaða meinafræðings var, að báðir sullimir voru lifandi. Sáust krókar og sporöskjulaga skýrt afmarkaðar lífverur. Sjúklingur útskrifast við góða heilsu. Sjúkrasaga 4: Fjórði sjúklingurinn var tæplega áttræð kona, fædd og uppalin í sveit norðanlands. I fjölskyldusögu kemur fram, að tveir bræður konunnar höfðu haft sull í lifur. Sjálf gekkst konan undir skurðaðgerð fyrir tæplega hálfri öld síðan, þar sem fjarlægður var geysistór sullur úr lifur. Fyrir einu ári var konan lögð inn á F.S.A. vegna langvarandi niðurgangs. Við þreifingu í endaþarm fannst æxli. Sjúklingur gekkst undir skurðaðgerð vegna þess og fannst þá torkennilegt æxli við endaþarm, talið ígerð, útsæði, eða annað æxli og var það einnig fjarlægt. Svar meinafræðings: Hægra megin aftan til í endaþarmi situr 7x6x5,5 sm vel afmörkuð dúandi fyrirferðaraukning. Alveg laus frá slímhúð, gul eða gulhvít á yfirborði. í skurði sést að þetta er bandvefshjúpuð, heil blaðra með glæru, grágrænu, hlaupkenndu innihaldi. I hlaupinu sjást glærar þunnveggja blöðmr (allt að einum sm í þvermál). Út við bandvefshjúpinn em gular himnur sem minna á kítín. P.A.D.: Echinococcus. Sjúklingur útskrifast í sama mánuði við góða heilsu. UMRÆÐA Um miðja nítjándu öld hélt Jón Thorsteinsson landlæknir því fram að sjötti eða sjöundi hver íslendingur væri haldinn sullaveiki (9). Aðrir læknar töldu þetta allt of háa tölu, en Níels Dungal dró saman niðurstöður krufninga á árunum 1932-1956 og fann að 22% fólks sem kmfið var, og fætt á árunum 1861-1870 var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.