Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1989, Page 34

Læknablaðið - 15.12.1989, Page 34
402 LÆKNABLAÐIÐ með sullaveiki, og 15% af fólki sem fætt var á næsta áratug (10). Mörgu má þakka hve vel íslendingum gekk að ráða við þessa plágu. Almenn alþýðufræðsla, betri afkoma, bætt húsakynni og aukinn þrifnaður, tilkoma sláturhúsanna, ákvæði um að brenna sýkt innyfli, fráfærur hætta og sauðahald hættir. En einnig má þakka forlögunum, því að hundafár gekk hér á öldinni og fækkaði þá hundum heilmikið í landinu, einnig hófst sala á lifandi fé til Englands og fóru þá margar sullaveikar kindur úr landi (10). Staðan í dag er þannig að ekki virðist finnast ígulsullur í hundum á íslandi. Hérlendis voru krufðir um 200 hundar á árunum 1950-1960 og fannst enginn sullur (10). í mönnum fannst sullur í einni manneskju fæddri á 20. öldinni samkvæmt Jjví sem Dungal sagði 1957 (10). Gísli Olafsson athugaði allar krufningsskýrslur frá upphafi til 1967 og í 7840 krufningum fundust 196 sullir. Aðeins fimm af þessum sullum voru í fólki sem fætt var eftir 1900. Yngsta manneskjan var fædd 1937 (2, 3). En eins og áður segir fannst lifandi sullur 1967 (í konu fæddri 1883). Þar sem ekki hefur birst neitt á prenti, um sullaveikitilfelli á íslandi í tíu ár mætti ætla, að sullaveiki væri þar með úr sögunni á landinu. Líklegt er, að margir séu á þeirri skoðun, en hér hefur verið sýnt fram á, að íslendingar hafa haldið áfram að taka sullaveiki a.m.k. fram á sjötta áratug aldarinnar. Hér hefur verið sagt frá fjórum sjúklingum með sullaveiki, allir eru þeir fæddir eftir aldamótin, sá yngsti á limmta áratug aldarinnar og hefur hann smitast á sjötta áratugnum. Tveir af sjúklingunum höfðu áður gengist undir skurðaðgerð vegna sullaveiki, og í báðum tilfellum hafði sullblöðruvökvi komist út í kviðarhol. Því verður að telja, að í báðum tilfellum hafi verið um útsæði að ræða. Tveir af sullunum voru örugglega lifandi, einn líklega lifandi og einn var örugglega dauður, en sýktur. í einu tilfelli var ekki vitað um stóran, ókalkaðan sull í lifur þrátt fyrir ómskoðun. Hjá þeim sjúklingi sem gekkst undir krabbameinsaðgerð og sullur fannst óvænt hjá, var það ekki vitað fyrr en meinafræðingur hafði skoðað sýnið. Þeir sjúklingar sem vitað var að voru með sull, höfðu allir greinst af tilviljun við röntgenrannsókn. Ekki er ýkja langt síðan ígulsullur fannst í sauðfé hér á landi, en í einni slátrun árið 1970 fannst ígulsullur í 10 kindum í sama sláturhúsi (4, 10). Veiki hlekkurinn í vömum okkar núna er, að menn eru famir að gleyma sullaveikinni og slaka á í vömum. Vitað er að heimaslátrun, sem verður að teljast stór »áhættuþáttur«, er enn stunduð í landinu og sumir telja hana vera að aukast. Einnig er hætt við að hundahreinsun sé ekki fylgt eins vel eftir og áður fyrr. Nú virðist því aftur hugsanlega góður »jarðvegur« fyrir sullaveikina að skjóta rótum. Þar sem »huliðstími« sullaveiki getur verið tugir ára og sannað er, að a.m.k. einn íslendingur hefur smitast á sjötta áratugnum, og árið 1970 fundust ígulsullveikar kindur verður að telja afar ólíklegt, að Islendingar hafi séð sullaveiki í síðasta sinn. LOKAORÐ Af þessu má ljóst vera, að Islendingar eru ekki búnir að útrýma sullaveiki eins og þeir og aðrir erlendir höfundar telja. Það er ljóst að hvergi má slaka á í hundahreinsun, útrýmingu heimaslátrunar og fræðslu til almennings um vamir/hreinlæti. Mjög líklegt verður að telja, að enn eigi eftir að finnast sjúklingar sem ganga með ógreinda sullaveiki og hafa einkenni af henni. Því ættu allir læknar að hafa sullinn í huga sem greiningu og mismunagreiningu enn um sinn. Þakkir: Gauti Amþórsson, yfirlæknir handlæknisdeildar F.S.A., fyrir aðgang að sjúkraskrám og Jens A. Guðmundsson dr.med. fyrir yfirlestur og góð ráð. SUMMARY Four cases of Hydatid disease treated at Akureyri Regional Hospital during 1984-1988. The youngest patient, a 37 year old woman aquired the disease in the late fifties.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.