Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1989, Síða 50

Læknablaðið - 15.12.1989, Síða 50
416 LÆKNABLAÐIÐ form miðlunar á vísindalegum niðurstöðum, enda hraðvirk og áhrifarík aðferð til þess að skrá og dreifa árangri rannsókna og þrátt fyrir það að bækur, einefnisrit og fyrirlestrar séu fyllri, vantar þau dreifimátt tímritsins. Tækniþróunin í prentiðnaðinum hefir einnig aukið á mikilvægi tímaritaútgáfu sem skjótrar og virkrar miðlunaraðferðar. Þetta hefir hins vegar leitt til þess að mörgum fögrum skóginum hefir verið fómað á altari vísindamiðlunarinnar. En ef til vill er stórveldisskeið tímaritanna liðið. Fleiri og fleiri vísindatímarit lenda í vaxandi vandræðum, sem draga má saman undir yfirskriftinni »tfmaritakreppan«. Sé málið kannað nánar, er strax hægt að greina tíu atriði þessarar kreppu: 1. Fjölgun tímarita. 2. Fjölgun höfunda. 3. Fjölgun sérgreina. 4. Innbyrðis ólfkir lesendahópar. 5. Samkeppni um tíma lesenda. 6. Framavonir höfunda. 7. Langur biðtími greina. 8. Erfiðleikar við að finna efnið á ný. 9. Auðveld ljósritun. 10. Fjárhagsörðugleikar. Fjöldi tímarita vex óðfluga vegna aukins fjölda höfunda og nýrra sérgreina, sem sífellt bætast við. Hillur bókasafa svigna og í harðri samkeppni tímarita á sama sviði, verður val lesendahópurinn verður sífellt sundurleitari. sérhæfingin því, að nauðsynlegt er að setja tímaritunum markmið. Innan læknisfræðinnar á hver sjúkdómur, hvert líffæri og hver aðferð sitt tímarit og því harðnar samkeppnin enn. Almennu tímaritin verða áfram að hasla sér völl við hlið sértímaritanna og þar gildir að lesendahópurinn verður sífellt sundurleitari. Sameiginlegur orðaforði og sameiginleg áhugamál verða minna áberandi. Hver er lesendahópurinn, hver eru áhugamálin og hvemig fáum við tjáð okkur, þannig að allir skilji? Rannsóknirnar verða í vaxandi mæli fjölþjóðlegar og það þýðir, að koma þarf upplýsingunum milli málsvæða. Getum við leyft okkur að láta máltálma hamla tjáskiptum? Getum við látið okkur nægja, að koma upplýsingunum til þeirra sem skilja ensku eða sænsku - eða rússnesku - sé því að skipta? Lesenduma verður einnig að velja: Þar verður að svara bæði almennri áttun og kröfunni um að fylgjast með á eigin sérsviði. Aðrir miðlar og annars konar miðlar sækja á. Tíminn til að sökkva sér niður í efnið er takmarkaður og það er freistandi að fá sér viskílögg, troða í pípuna og blaða síðan í læknablaðinu. En meðal annarra orða: Hvar finna yngri læknar úrræðin, tímann og friðinn til þess að sinna öllu í senn, vöktunum, konunni, börnunum og hafa jafnframt áhyggjur af starfsframa og næstu afborgunum? Einmitt það, að aukin samkeppni er um stöður og starfsframa milli lækna, hefir skapað sérstök vandamál fyrir tímaritin: Þörf lækna á að auka veg sinn og virðingu. Lofsæl lokastaðan er ekki lengur sjálfsagður hlutur, um hana verður að berjast við aðra og vísindalegur vegsauki gefur mikilvæg stig. Miðlun vísindalegs árangurs fellur í skuggann af mikilvægi þess vegsauka sem henni fylgir. Flóðbylgja léttvægari verka, sem skrifuð eru með hliðsjón af því, að geta náð í næstu stöðu, rís æ hærra og tímaritin verða að láta hana ríða yfir og velja síðan úr það sem bitastæðast er. Val á tímariti, sem grein er send til, fer eftir stöðu og áliti tímaritsins fremur en rökvísu vali með hliðsjón af lesendahóp blaðsins. Af þessu leiða einnig biðraðir greina hjá ritstjóm og í prentsmiðju og tíminn, frá því að grein berst, þar til að hún er gefin út, lengist og tafir verða á miðlun nýrra upplýsinga. Notagildi vísindagreina er meðal annars undir því komið, að hægt sé að ganga að þeim, þegar þeirra er þörf. Tímaritin eru geymslustaður vísindalegrar gagnaskráningar, og ef til vill hefir það minni þýðingu, hvort greinin er lesin strax við útgáfu, heldur en það, hvort hún komi í leitimar, þegar síðari höfundar fara að fjalla um sömu vandamál. Mergð tímarita gerir slíka leit mjög erfiða í hillum bókasafna. Nú em hins vegar komnir til tölvugagnabankar og ný leitartækni og það samfara aukinni bókasafnsþjónustu og bættri ljósritunartækni hefir dregið úr þörf á því að lesandinn fái tímaritið sjálft í hendur. Að lokum eru það svo fjárhagsörðugleikamir,

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.