Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 52
418 LÆKNABLAÐIÐ Síðast en ekki síst verður að tryggja tiltrú lesendanna varðandi það, að forgangsröðun og efnisval sé í samræmi við markmið blaðsins. Auk gæðamats þeirra sem fjalla um greinamar, er endanlega forsendan traustið á því að ritstjómin sé frjáls og óháð. ÚRRÆÐI Getur tímaritið lifað af með svo háleit markmið? Hvaða ráðum þarf að beita til þess að tryggja stöðu þess í miðlunarsamfélagi framtíðarinnar? Ritstjóri almenns læknatímarits, sem er að drukkna í innsendu efni, hefir sjaldnast áhyggjur af efnisaðstreyminu. En efnisframboði ráða margir aðrir þættir en það, að tekið sé mið af markmiði tímaritsins. Þess vegna verður ritstjóm að marka skýra stefnu: Væntanlegir höfundar verða að fá greinargóð fyrirmæli og leiðbeiningar, leita verður beint til höfunda um áhugaverð efni og hafa verður náin tengsl við lykilaðila innan viðkomandi fagsviða. Til þess að geta varpað ljósi á sérlega viðeigandi og tímabær viðfangsefni, þarf ritstjóm að halda vöku sinni og að vera í fylkingarbrjósti. Bráðnauðsynlegt er, að efnis sé einnig aflað af þröngum sérsviðum og frá öðmm heimshomum. Það víkkar sjóndeildarhringinn, enda er það bráðnauðsynlegt nú á tímum, þegar heildarsýn og samhengi er oft dulið af mergð smáatriðanna. Á þennan hátt verður efnisvalið gagnrýnið. Gengið er út frá markmiðum tímaritsins og virk ritstjóm notfærir sér þá sambönd sín við ráðgjafa í sérfræðingahópnum til þess, að velja úr óendanlegum valkostum. Yfirlit yfir mikilvægar faglegar framfarir heima og heiman, yfirsýn yfir greiningu tiltekinna sjúkdóma og meðferð þeirra, ásamt mati á nýjungum í meðferð og tækni, auk greina um eigin rannsóknir, sem augljóslega hafa gildi fyrir lesendahópinn, gætu borið uppi efni tímaritsins. Vísindalegar uppgötvanir, sem höfða aðeins til hluta lesendahópsins og eiga því ekki erindi í tímaritið mætti varðveita í tölvugagnabanka, eftir að búið er að yfirfara textann á sama hátt og gert er við greinar, sem prentaðar eru. Gætu þá þeir sem áhuga hefðu, fengið allan textann á eigin tölvu eða í útskrift frá gagnabankanum. En þá þarf að koma því á framfæri við væntanlega notendur, að þessi verk séu til. Það kæmi annars vegar í ljós við venjulega tölvugagnaleit, en einnig kemur til greina að birta útdrætti í sjálfu tímaritinu. Þannig má samtímis minnka þrengslin í blaðinu, leysa framavanda höfunda(r) og forða skógum frá eyðingu. Þannig má einnig opna leiðir fyrir fleiri miðlunarform samtímis. Áfram notum við póstinn til þess að koma prentaða efninu til skila, en tengjum það nú tölvumiðlinum. Þannig opnast nýjar leiðir: Hægt er að skoða línurit í nýju ljósi, jafnvel í þrívídd og lit, hægt er að velja nýja uppsetningu talnasafna og beita fleiri aðferðum við könnun á tölfræðilegri marktækni og bera það saman við verk annarra höfunda. Takmörk hugarflugsins er einasta hindrunin í notkun þessarar tækni. Tímarit framtíðarinnar eiga að vera tímarit tilrauna. Tilraunir með skipulag, fomi, innihald og tækni ber að samræma og stöðugt mat og sífelld endurskoðun eiga að vera eðlilegur hluti útgáfustarfseminnar, á sama hátt og það gerist í vísindunum sjálfum. Það sem ég er hér að leggja til, er í rauninni það, að komið verði á miðlunarmiðstöðvum fyrir lækna og að horfið verði frá tímritum í hefðbundnum skilningi. Miðstöðvar af þessu tagi tækju ekki einasta á móti innsendu efni, heldur væru þær í virku sambandi við höfunda og aðra miðla og svo lesendur sem notendur fróðleiks. FORSENDUR Til þess að geta látið þessa framtíðarsýn rætast þarf atorkusama, fjárhagslega óháða og sjálfstæða ritstjóm, sem leyft er að koma þessu kerfi á og gera tilraunir með það. Starfsfólk og tækni þurfa að vera við hæfi. Sé skorið við nögl veslast fyrirtækið strax upp. Tryggja verður sveigjanlegt skipulag til þess, að hægt sé með skjótum hætti að bregðast við nýjum tækifærum og nýjum kröfum. Skilyrði alls þessa er samvinna, ekki aðeins innan nærhópsins, heldur einnig við önnur tímarit, innlend sem erlend, nákvæmlega á sama hátt og gerist í læknavísindunum. Gott dæmi um slíkt er samvinna tímarita læknafélaganna á Islandi og í Danmörku, sem hefir orðið báðum til framdráttar. Þá hefir verið komið á aukinni samvinnu milli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.