Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1989, Qupperneq 56

Læknablaðið - 15.12.1989, Qupperneq 56
422 LÆKNABLAÐIÐ eldri og hafði eytt tveimur árum í sémám í handlækningum. Það hentaði því engum veifiskötum að setjast í sæti hans. Á þessum tíma var húsakosti landsmanma og almennum hreinlætishugmyndum mjög ábótavant og sem afleiðing þessa og almennrar fátæktar voru hér landlægar holdsveiki, berklaveiki og sullaveiki og sugu merginn úr landsmönnum ásamt bráðu sóttunum taugaveiki, bamaveiki og lungnabólgu. Ungbamadauðinn á þessum árum var 120 pro mille. Ofan á þetta bættist svo lús og njálgur til að krydda tilveru þjóðarinnar. Guðmundur Hannesson lét strax að sér kveða í Skagafirði og var honum vel tekið vegna einurðar sinnar og eðlislægrar manngæzku svo og fágætlega góðs árangurs í handlækningum. Honum varð dæmi forvera síns og nafna hvatning til dáða, enda hafði hann fullan metnað til að fylla sæti hans með sóma. Hann hafði aldrei séð holskurð, fyrr en hann fór að gera þá sjálfur, og á tveimur árum skar hann 11 manns á hol, líklega flesta við sulli með aðferð Volkmans, sem nafni hans hafði innleitt hérlendis. Árangur varð í flestum tilvikum góður, en fylgjum nú frásögn hans sjálfs, sem lýsir vel ýmsum eiginleikum hans: »Við seinasta sullasjúkling minn, gamla kjarkgóða konu úr Húnavatnssýslu, varð ég fyrir sérstöku óhappi. Ég gerði skurð í 2 atrennum, skar fyrst sundur magálinn og saumaði sullkúluna við hann, brenndi svo gat á sullinn eftir nokkra daga. Þá hafði, þótt ég yrði þess ekki var, gamarjaðar brotizt út í sárið og gat komið á gömina við síðari aðgerðina. Kom brátt í ljós, að saur gekk út í sárið, mér til mikillar skelfingar. Eftir nokkra bið reyndi ég að lagfæra þetta með skurði, en tókst það ekki. Nú stóð svo á, að ég var að fara úr héraðinu, svo ég gat ekki stundað sjúklinginn lengur eða gert frekari tilraunir. Nú stóð svo á, að skip var að fara til Skotlands. Ég greip þá til þess ráðs að útvega konunni far með skipinu, gaf henni farareyri og skrifaði rækilega með henni til Royal Infirmary í Edinborg. Skotamir tóku vel á móti konunni og skrifuðu mér síðar, að það hefði farið fyrir sér eins og mér. Þeir hefðu fyrst reynt að loka gamagatinu með skurði en það mistekist, en svo hefði allt gróið af sjálfu sér og konan komizt til fullrar heilsu. Þóttu mér þetta góð tíðindi. Konan fór síðan heim og leystu Skotar hana út með gjöfum. Á heimleiðinni kom hún til Akureyrar, og hafði séra Matthías tal af henni. Hafði hún lært margt í þessum leiðangri, en kynlegar voru hugmyndir hennar um ýmislegt. Þannig sagði hún, að Skotar byggju í hömmm, sem þeir hefðu holað að innan, en götumar væru stóreflis gljúfur, einnig gerð af mannahöndum. Henni þóttu Skotar vænt fólk og vel innrætt en furðanlega ókurteisir. Kvað hún þá hafa kallað hjúkrunarstúlkuna «meri» (Mary) og hefði hún þó verið bezta stúlka.« (5) í bókinni »Saga Sauðárkróks« segir Kristmundur Bjamason: »Mælt er, að Guðmundi Hannessyni væri fátt ómáttugt, er hann beitti hnífnum, en sumum þótti minna koma til kenja hans varðandi heilsuvemd. Hann var með ýmiss konar «nýmóðsins tiktúrur», og þær kostuðu hreppinn peninga.« (6) Hér á höfundur við lagfæringar þær á vatnsbóli staðarins, sem Guðmundur gekkst fyrir að ráðist var í, en áður var það óvarið fyrir hvers konar mengun frá skepnum og rusli, er þangað fauk. Hánn barðist og fyrir byggingu sjúkrahúss, en fékk ekki um þokað. Hins vegar tók gullsmiður Skagfirðinga sjúklinga á heimili sitt og hjúkraði húsfreyja hans þeim, og í húsi hans, sem enn stendur, hafði Guðmundur skurðstofu sína. Á þessum ámm trúði fólk því, að við hverjum sjúkdómi væri einhver ákveðin lækning í formi mixtúm eða einhvers lyfs, jafnvel plásturs, en trúði minna á forvamir, skurðaðgerðir eða sjúkrahúsbyggingar. Sporgöngumaður Guðmundar á Sauðárkróki varð Sigurður Pálsson frá Hjaltabakka í Húnaþingi, og var hann bróðir Áma prófessors Pálssonar. Kristmundi farast svo orð í Sauðárkrókssögu sinni: »Sigurður læknir naut svo óvenjulegra mannheilla, að slíks munu fá dæmi í Skagafirði. Sjúklingar hans gátu þess, að návist hans hefði orðið þeim mikill þrautaléttir, þótt ekki kæmi til aðgerða. Hann var hress í anda, þelhlýr, bar með sér sólskin að sjúkrabeði. Hins vegar er í sögnum, að Guðmundur Hannesson og síðar Jónas Kristjánsson hafi bölvað hressilega, tvinnað og þrinnað, er þeir fengust við smærri aðgerðir, - sjúklingunum til hugarléttis og gaf góða raun. Virðast því báðar aðferðimar gagnlegar, aðalatriðið að sýna ekki tilfinningaleysi.« (7) Goðmundur var manna hreinlyndastur, en engum blandaðist hugur um góðvild hans. Og enn segir Kristmundur Bjamason: »Sagt var um Guðmund lækni, að hann léti sér ekkert
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.