Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1989, Qupperneq 57

Læknablaðið - 15.12.1989, Qupperneq 57
LÆKNABLAÐIÐ 423 mannlegt vera óviðkomandi. Var naumast reist svo hús á Sauðárkróki, að hann kæmi þar ekki nálægt. Hefur hann sjálfur sagt frá því, er notkun þakjáms hófst þar. Negldi smiðurinn þá jafnan í lægðimar á plötunum. Guðmundur benti á rétta aðferð.« (8) Fyrir daga Guðmundanna voru læknar vantrúaðir á, að berklveiki væri svo algeng hér sent síðar kom í ljós. Hafa þeir sennilega ekki þekkt sjúkdóminn, því þeir nafnamir taka strax að greina fjölda tilfella, eins og framangreint dæmi Jóns á Stapa sannar. Guðmundur Hannesson fann allmarga sjúklinga með lungnaberkla og leiðbeindi um smitgát og gott viðurværi. Hann segir í Skagfirzkum fræðum frá ungum manni, sem til hans leitaði með ónýtan hnélið vegna langt genginna berkla, og ráðlagði hann stúfhögg, sem stráksi var gráðugur í, því hann hafði dreymt fyrir góðum árangri. »Bara að draumurinn viti þá ekki á, að þér deyið og verðið albata á þann hátt,« varð Guðmundi að orði, en ekki fékk það tilsvar haggað sannfæringu hins berdreymna ungmennis. Hann ákvað eftir endurtekna skoðun að reyna að nema brott skemmdina og gera staurlið og fékk þorpssmiðinn til að smíða fyrir sig tvo fírtommunagla, sem hann sagðist ætla að negla mann saman með. Aðgerðin gekk vel og festi hanri staurliðinn með því að krossnegla gegnum beinendana, og greri þetta ágætlega og komst maðurinn til fullrar heilsu og gat farið að stunda sjóróðra. Naglana tók hann síðar úr manninum og gaf honum þá til minja. Þjóðsaga myndaðist um þetta og streymdi fólk til þess staurfætta til að skoða naglana, og var þeim síðar stolið frá honum (5) Það var með gagnkvæmri eftirsjá, að Guðmundur yfirgaf Skagfirðinga 1896 til að nema fæðingarhjálp og augnlækningar í Kaupmannahöfn um hálfs árs skeið. Hann settist síðan að á Akureyri og starfaði þar í 10 ár, eða til ársins 1907, er hann gerðist héraðslæknir í Reykjavík. Afköst hans á þessu tímabili voru algjörlega einstæð í íslenzkri lækningasögu, því auk þess sem hann þjónaði sem héraðslæknir að mestu einsamall 4000 manna héraði, öllum Eyjafirði að Ólafsfirði og vestasta hluta Þingeyjarsýslu meðtöldum, þá gerði hann sem sjúkrahúslæknir álíka margar skurðaðgerðir og nafnar hans tveir syðra til samans, og lágu þeir þó ekki á liði sínu. Auk beinna lækninga starfaði hann að forvömum, upplýsingastarfi meðal lækna og almennings, kynnti sér húsagerð og skipulagsmál, sat í bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar, teiknaði og stýrði byggingu fbúðarhúss síns, bamaskólahúss og sjúkrahúss fyrir 16 sjúklinga, sem hann flutti í 1899. Arangur hans við að fjármagna þá byggingu var í sjálfu sér meiri háttar afrek. Og á meðan sjúkrahús Reykjavíkur stóðu vannýtt vegna vantrausts og áhugaleysis almennings, þyrptust að honum sjúklingamir úr nágrannahémðunum, en aðstoðarlækni fékk hann fyrst 1902. Hann var mikilvirkur félagsmálafrömuður og hélt í þrjú ár úti handskrifuðu og fjölrituðu læknablaði, sem hann vann að nær öllu leyti einsamall að efni og frágangi. I hverjum mánuði handskrifaði hann með kollóttum stálal á vaxfilmu með þjöl að undirlagi átta síðna tímarit, sem hann hektógraferaði í eigin fjölritunarvél og sendi hinum 17 læknum Norður- og Austuramtsins án annarrar þóknunar en sem svaraði póstburðargjöldum. Hann smíðaði og skar út, meðal annars flest sín húsgögn, skrifaði fjölda blaðagreina um bókmenntir og skáldskap, hollustuhætti og húsagerð og sjálfstæðismál þjóðarinnar, sem að hluta til birtust í bókinni / afturelding 1906, sem vakti mikla athygli. Þar færði hann rök að því, að Islendingar ættu þegar í stað að slíta sambandi við Dani. Þóttu hugmyndir hans byltingarkenndar en framsetning og hugsun með skýrasta móti. Guðmundur var farsællega giftur afbragðskonu, Karólínu Isleifsdóttur, sem vel studdi bónda sinn. Um heimilislíf hans segir Hulda A. Stefánsdóttir svo í æfisögu sinni, en hún var í æsku heimagangur hjá fjölskyldunni: »Guðmundur var ákaflega góður heimilisfaðir og elskulegur faðir. Ekki var hann fyrr kominn inn úr dyrunum en hann var farinn að sinna bömunum sínum, tók Hannes litla á háhest sér, rölti með hann um stofugólfið, raulaði ljóð eða sagði okkur sögur. Læknirinn vissi og kunni allt. Við hinir krakkamir hópuðumst í kringum hann og hlustuðum áköf á það, sem hann sagði.« Og Hulda heldur frásögninni áfram og segir frá því, er hún lá á hleri: »Það var ákaflega gaman að heyra lækni og sjúkling talast við. Oftast endaði samtalið, sem stundum var alllangt, á því, að sjúklingurinn spurði,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.