Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1989, Síða 58

Læknablaðið - 15.12.1989, Síða 58
424 LÆKNABLAÐIÐ hvað þetta kostaði. Ef það var ung stúlka, var svarið oftast: «Ert þú vinnukona?» Og ef svo var, kostaði læknishjálpin ekkert. Guðmundur vissi sem var, að vinnukonur höfðu lág laun og úr litlu að spila. Ef aðrir voru betur efnum búnir, lét hann þá borga eitthvert lftilræði.« (9) Guðmundur var einn af þeim, sem kenndu Akureyringum að meta klerk sinn, séra Matthías Jochumsson, sem þar lifði við þröngan kost með Guðrúnu konu sinni og fjölda bama. Grípum aftur niður í frásögn Huldu: »Nokkrir vinir séra Matthíasar, þeirra á meðal Guðmundur Hannesson læknir, Ragnar Olafsson og faðir minn, gáfu honum allvönduð húsgögn í skrifstofuna, skrifborð, skrifborðsstól og eitthvað fleira því tilheyrandi. Eg ætla, að Guðmundur hafi jafnvel smíðað eitthvað af þessu, en hann var ofan á allt annað, sem honum var gefið, mesti hagleiksmaður. Skömmu eftir að gjöfin hafði verið afhent fréttu þeir þremenningar, að húsgögnin hefðu verið flutt úr skrifstofunni inn í gestastofuna. Þar sem það var fyrirætlun þeirra að auðvelda skáldina að sinna sínum áhugamálum, vildu þeir ekki una þessum flutningum. Þeir gerðu sér hægt um hönd, fóru heim í «Sigurhæðir» og fluttu sjálfir húsgögnin á þann stað, sem þeim var ætlaður, skrifstofu skáldsins. Aður en þeir fiutningar hófust, flutti Guðmundur nokkur velvalin orð í tilefni af heimsókninni. Guðmundur Hannesson var einn af helztu vinum séra Matthíasar og studdi hann á ýmsa vegu. Ekki voru þeir þó sammála um alla hluti. Sérstaklega greindi þá á í trúmálum, enda Guðmundur talinn algerlega trúlaus, heiðinn, má víst segja. Þrátt fyrir það má víst þakka Guðmundi eitt merkasta trúarkvæði séra Matthíasar, «Guð minn, Guð, ég hrópa.» Það orti hann eftir að þeir höfðu, vinimir, háð harða sennu um trúmál næturlangt, að því er mér hefur verið sagt.« (10) Guðmundur Hannesson hefur stundum verið kallaður fyrsti íslenzki arkitektinn. Hann var ekki skólagenginn í því fagi, en það bætti hann upp sem á öðmm sviðum með geysilegum bóka- og fræðiritalestri. Þótti minni hans óbrigðult framan af, en þó réði mestu verksvit hans og áhugi á öllu því, er til framfara horfði með þessari fátæku, fáfróðu og sullaveiku þjóð. Hann benti margoft á það, að bættur efnahagur, matarhæfi og húsakostur alþýðu réði meiru um heilsufar en tilburðir læknanna. Hann kaus sér seinna að grafskrift: »Hann kenndi íslendingum að byggja hlý hús.« Það gerði hann í orði og verki, því við smíði íbúðarhúsa sinna og sjúkrahússins, sem nú er að stofni til Skíðastaðir í Hlíðarfjalli, var fitjað upp á fjölmörgum nýjungum, einkum varðandi einangrun og ýmis þægindi svo sem rennandi vatn, mistöðvarhitun og vatnssalemi. Hann var fyrsti áróðursmaður steinsteypunnar hérlendis og skrifaði bæði bækur og tímaritsgreinar um húsagerð til sjávar og sveita. Frægastur varð Guðmundur af skurðlækningum sínum norðanlands. Eftir að aðstæður bötnuðu með tilkomu nýja sjúkrahússins 1899 gerðist hann afkastamikill á sviði augnskurðlækninga, svo sem Guðmundur Bjömsson hefur gert grein fyrir í Læknablaðinu 1975. Kveður hann engan héraðslækni fyrr eða síðar hafa tekið svo til höndunum með jafn góðum árangri. Hann réðist ótrauður í ýmsar aðgerðir, sem lítt eða ekki höfðu verið gerðar hérlendis áður, svo sem heilaskurði, og sarkmein úr efri kjálka nam hann hjálparlaust brott úr manni, sem sat í skrifborðsstólnum hans. Æxli skar hann úr grindarholi ófrískrar konu, og er hann hafði lokað skurðinum, klappaði hann á keisina með þessum orðum: »Við sjáumst seinna, karlinn!« I móðurlífinu hvfidi þá sveinbam, er síðar bar nöfn þeirra hjóna og helgaði heilbrigðisþjónustunni krafta sína, Guðmundur Karl Pétursson, síðar yfirlæknir á Akureyrarspítala. Fyrstu botnlangatöku hérlendis framkvæmdi hann á Ingólfi Gíslasyni, héraðslækni í Reykdælahéraði, sem lengi lá milli heims og helju hér á spítalanum hjá honum en komst til fullrar heilsu á ný, og má um þessa sögulegu aðgerð lesa í Læknablaði GH og æfisögu Ingólfs sjálfs. Guðmundur hafði tröllatrú á kunnáttu sinni í smitgát svo og dómgreind sinni og handlagni. Með velgengninni óx honum kjarkur og þor og réðist í æ stærri aðgerðir. Um þessi mál tjáði hann sig af alkunnri hreinskilni í Læknablaði sínu: »Það lítið jeg kann í kirurgi hef jeg Iært á þann glæfralega hátt, að jeg lagði út í að operera allskonar kimrgiska sjúkdóma í hreinustu forherðingu. I fyrstu var ég hundheppinn og fólkið fjekk því fljótt trú á mjer, en sjálfur varð jeg öruggari en áður í því að halda áfram.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.