Læknablaðið - 15.12.1989, Side 59
LÆKNABLAÐIÐ
425
Þegar jeg nú hugsa um hvort þetta hafi verið
rjett aðferð eða ekki, þá svara jeg hiklaust
nei. Eina afsökunin, sem jeg hef er sú, að jeg
hafði ekki um marga staði að velja til þess
að senda sjúkl. mína til. Guðm. Magnúss. var
eini maðurinn hjer á landi, sem um var að
tala, en jeg efaðist þá aptur um, að munurinn
á okkur væri svo stór, að það borgaði sig að
flækja sjúkl. suður í Rvk. Til útlanda treystust
aptur fáir að fara.«
Guðmundur taldi rétt ».., að byrja á því
einfalda smáa, en sýna því sóma og vanda
sig á því sem verða má, færa sig síðan smám
saman upp á skaptið, eptir því sem æfingin
vex og traustið á sjálfum sjer »..« -Auðvitað
brýtur nauðsyn lög, ef eitthvert skaðræði ber
að höndum, sem læknir er neyddur til að
ráðast í, eða láta sjúklinginn. deyja. Þá má
ekkert hik eiga sér stað. Reyna verður hann
operationina.« (11)
Með útgáfu læknablaðs síns 1901-1904 reisti
Guðmundur Hannesson sér óbrotgjaman
minnisvarða, sem Þóroddur Jónasson
hefur gert góð skil í Læknablaðinu 1987.
Aðaltilgangur hans með útgáfunni var að
rjúfa einangrun þeirra 17 lækna á Norður-
og Austurlandi, sem störfuðu einsamlir
og dreifðir við erfiðar aðstæður og afleitt
vegasamband. Upphafsorð Guðmundar eru
þessi:
»Stjettarbræður mínir!
Ykkur, sem búið í einveru og einstæðingshætti
eins og jeg, sem hittið sjaldan kollega og síst
nema í svip, verðið einir að ráða fram úr öllu
og einir að bera áhyggjumar, - ykkur sendi
jeg þennan blaðsnepil, sem nokkurs konar
fyrirrennara íslenzks læknablaðs, sem betur
sje úr garði gjört.
Jeg gjöri þetta af því mjer leiðist þessi
einstæðingsháttur og þykist vita að svo muni
fleirum finnast, en hygg að blaðið geti, ef til
vill , bætt lítið eitt úr honum, þó ófullkomið
sje.-« (12)
Hann ætlaðist til að læknar skiptust á um
að leggja til efni í blaðið, en raunin varð
sú, að hann skrifaði það nánast einsamall.
Hann reyndi að fá menn til að senda fréttir úr
hémðum sínum og var sjálfur duglegastur við
það. Blaðið er fágæt heimild um viðfangsefni
hans og frásagnarmáta. Það inniheldur
fjölmargar lærdómsríkar sjúkrasögur, og
dró hann ekki sízt fram í dagsljósið mistök
sín öðrum til lærdóms. Segir það mikið um
manninn og þörf hans að miðla öðmm. Hann
leitar álits starfsbræðranna á flóknum tilfellum
úr eigin sjúklingahópi. Hann sagði: »í stað
interessuleysis, fátæktar og einstæðingsháttar,
þurfum vjer að fá lifandi áhuga, glöggva
þekking, velmegun, bróðurhug og samvinnu
milli vor, ísl. lækna.« (13) í blaðinu rak
hann áróður fyrir auknum samskiptum lækna
og reyndi að koma á læknafundi, en þar
mættu aðeins tveir starfsbræður hans. Hann
stofnaði lestrarfélag lækna, sem í samvinnu
við amtsbókasöfnin keypti fræðibækur í
læknisfræði, en boðsendingar gengu ekki
sem skyldi svo félagið lognaðist út af. Þó var
blaðinu og tillögum hans öllum tekið fagnandi
en meira í orði en á borði.
Annað aðalstef Læknablaðs GH var að auka
þekkingu og efla fœrni lœkna. Guðmundur
reyndi ávallt að leita sannleikans í hverju
ntáli og ryðja úr vegi kreddum og hégiljum.
Uppskar hann ekki alltaf verðskuldaðar
vinsældir fyrir. Hvert tölublað innihélt oftast
einhverja yfirlitsgrein um læknisfræðilegt efni,
þar sem kennarahæfileikar hans komu vel í
ljós. Framsetning var skipuleg og kristallstær
og ávallt var frásögn hans krydduð dæmum
úr eigin reynslu með það að leiðarljósi að
koma lesanda að sem mestum notum í erli
dagsins. Hann fjallaði meðal annars um
augnsjúkdóma, gamastíflu, barkakýlisbólgu,
bamaveiki, undirmigu, iðrasótt, njálg, reform,
sullskurði, berklaveikivamir og bamsfararsótt
og auk þess skrifar Steingrímur Matthíasson
grein um bamadauða á íslandi með tilheyrandi
línu- og stöplaritum. Hann hvatti menn til að
gera grein fyrir farsóttum og sameinast um
skýrslugerð og heimildasöfnun, sem varpað
gæti ljósi yfir það sem óljóst var. Hann reyndi
að kenna mönnum að beita vísindalegum
hugsunarhætti við lausn daglegra vandamála
og lagði þunga áherzlu á skýrslugerð og
sjúkraskrár. Hann rak áróður fyrir bættum
vinnubrögðum lækna, fræddi þá um sóttvamir
og smitgát og lýsti fyrir þeim, hvemig standa
ætti að ýmsum aðgerðum, sem hann hvatti
þá til að gera. I miðjum bamaveikifaraldri
1901 ritar hann svo: »Það er óttalegt hve
margir ísl. læknar veigra sjer við að gjöra
tr.(acheotomi) við croup! Jeg er viss um að
það er jafnsjálfsagt, þegar illa horfist á, eins