Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 8
280 LÆKNABLAÐIÐ tannlæknanna breytt yfir í amoxýsillín (sjá töflu VI). íslenskir tannlæknar notuðu enn tetrasýklín handa sjúklingum með penisillínofnæmi, en það er orðið mjög sjaldgæft í Skotlandi. Flestir tannlæknanna í báðum löndunum völdu þó erýþrómýsín handa þessum sjúklingum. Hvenœr sýklalyfið var gefið. Á myndinni má sjá hvenær tannlæknamir kusu að gefa sýklalyfið og eru niðurstöðumar bomar saman við niðurstöður skosku rannsóknanna. Auk þess voru sýklalyfin gjaman gefin í heila viku, þar sem tilhneiging var til þess að halda áfram sýklalyfjagjöf í fjóra til fimm daga eftir tannaðgerðina. Þetta átti einnig við um skosku tannlæknana í fyrri könnuninni (1981). UMRÆÐA Svör bárust aðeins frá 33% tannlæknanna, sem er mun lægra hlutfall en fékkst í skosku könnununum. Það virðist ekki órökrétt að álykta, að þeir tannlæknar sem svömðu, hafi frekar haft hugmyndir um notkun sýklalyfja til að koma í veg fyrir hjartaþelsbólgu, heldur en hinir sem ekki svöruðu. Þess vegna er mögulegt að íslenskir tannlæknar leiði síður hugann að vandamálum tengdum hjartaþelsbólgu en skoskir kollegar þeirra. Ovissa tannlækna um hvenær skuli gefa sýklalyf í framangreindum tilgangi bendir eindregið til þess að frekari fræðslu sé þörf. Auk þess mætti ætla að bréf frá hjartalækni til tannlæknis sjúklingsins (sem greindur hefur verið í áhættuhópi) yrði áhrifaríkt. Þrátt fyrir að flestir þeirra sem svöruðu myndu nota sýklalyf fyrir aðgerðir sem þeir teldu valda blóðsmiti, ríkti óvissa um aðgerð eins og tannhreinsun. Alltaf ætti að nota sýklalyf fyrir tannhreinsun til að koma í veg fyrir hjartaþelsbólgu (12), ef möguleiki er talinn á að hreinsa þurfi tannstein undir tannholdi með einhverju áhaldi. Reynsla höfunda bendir til þess að nota eigi sýklalyf fyrir rótarmeðferð hjá sjúklingum í áhættuhópum, meðan sýking er til staðar. Það er einkum fyrir þess háttar minni aðgerðir sem einskammta sýklalyfjameðferð er æskileg. Mun minni líkur eru á að einskammta sýklalyfjameðferð leiði af sér ónæma bakteríustofna í munni en sú meðferð sem viðhöfð er í dag. Flest eldri tilmæli til tannlækna um fyrirbyggjandi sýklalyfjameðferð tóku ekkert tillit til þess að meðferð hjá tannlækni byggist oftast á fleiri Table 5. Procedures for which a prophylactic antibiotic would be used (%): Comparison between surveys in Scotland and Iceland. lceland Scotland Dental procedure always occasion never always occasion never Tannúrdráttur 84 15 1 97 3 0 Tannvegsaögerð 84 15 1 91 9 0 Opnun á tannkýli Minniháttar 75 18 7 70 21 9 munnaögerð Tannhreinsun og 69 26 5 94 5 1 pússun 46 33 21 38 53 9 Rótfylling Krónu- og 45 41 14 51 37 32 brúargerö Neöri kjálka 26 41 33 22 45 32 deyfing 18 8 64 22 45 32 Tannfylling 11 43 46 11 53 36 Heilgómagerö 3 14 83 0 14 86 Table 6. The choice of antibiotic for prophylaxis (%): Comparison of a survey of dentists in Iceland with two surveys in Scotland. lceland 1986 Scotland 1981 Scotland 1985 1. Oral Phenoxymethylpenicillin 67 86 26 Ampicillin 14 6 4 Amoxycillin 1 not asked 63 Tetracycline 6 1 2 Erythromycin 11 3 4 Others 1 4 1 2. Parenteral Benzyl penicillin 68 40 53 Procain penicillin 0 14 4 Triplopen® not asked 38 37 Erythromycin 12 0 0 Others 20 8 6 3. Penicillin allergy Tetracycline 20 20 10 Erythromycin 63 56 76 Cephalosporin 2 3 1 Ampicillin 12 2 1 Amoxycillin 0 0 6 Others 3 7 3 en einni meðferðarlotu. Oftast þurfa sjúklingar að fara í fleiri en eina tannaðgerð á stuttum tíma, en þá eru langtíma sýklalyfjagjafir óæskilegar vegna mikilla líka á myndun ónæmra bakteríustofna í munni. Tannlæknar hafa enn tilhneigingu til að nota tetrasýklín handa sjúklingum með penisillínofnæmi. Þetta er nú talið óráðlegt þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.