Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 1990;76:307-11 307 Elín Ólafsdóttir, Þorvaldur Veigar Guömundsson SAMANBURÐUR Á BLÓÐFITUMÆLINGUM ÁTTA ÍSLENSKRA RANNSÓKNASTOFA INNGANGUR Við mat á áhættuþáttum kransæðasjúkdóma er vitneskja um magn kólesteróls í blóði talin nauðsynleg. Hátt kólesteról í blóði eykur verulega hættu á hjarta- og æðasjúkdómum og eykst áhættan með hækkandi gildum (1,2). í nokkrum nágrannalöndum hafa verið sett tiltekin mörk (3,4,5) og reynist kólesterólmagnið ofan við þau, tekur læknir ákvörðun um inngrip og fylgist síðan með breytingum á kólesterólinu. Hérlendis hefur ekki verið ákveðið, hvort setja eigi slík mörk eða hvar þau skuli liggja, en nákvæmni (precision) og áreiðanleiki (accuracy) mæliniðurstaða þurfa að vera þekkt svo unnt sé að áætla raunhæf frávik frá umræddum mörkum. Að mati rannsóknalækna er mikilvægt, að læknir sem byggir ákvarðanatöku sína á kólesterólmælingum, geri sér jafnframt nokkra grein fyrir öryggismörkum þeirra, og var af þessum ástæðum meðal annars ráðist í athugun þá sem hér er greint frá. Gæðaeftirlit er fastur liður í framkvæmd allra klínískra efnamælinga og skiptist það í innra gæðaeftirlit og ytra gæðamat. A þann hátt er reynt að tryggja að nákvæmni og áreiðanleiki falli innan fyrirfram gefinna marka. íslenskar rannsóknastofur skipta við erlenda aðila um ytra gæðamat, flestar skipta við Wellcome í Bretlandi og að minnsta kosti ein við WHO Collaborating Lipid Reference Centre í Tékkóslóvakíu og fæst þar samanburður við hundruð rannsóknastofa víðsvegar um heim. Innanlands eru hins vegar engar upplýsingar til um innbyrðis afstöðu mæliniðurstaða stofanna. EFNI OG AÐFERÐIR Öllum rannsóknastofum á Islandi, sem höfundar vissu til að mældu fituefni í blóði, Frá rannsóknastofu Landspítalans í meinefnafræöi. var boðin þátttaka í könnuninni í ársbyrjun 1989. Allar nema ein ákváðu þátttöku og voru mælingar framkvæmdar í tveimur fimm vikna lotum. Fyrri lotan hófst í maí og voru mæld þrjú frystiþurrkuð dýrasýni, með misháum blóðfitugildum, sú seinni hófst í nóvember og voru þá mæld tvö fryst mannasýni með misháum kólesterólgildum. Kontrólsýni: í fyrri lotu voru frystiþurrkuð kontrólsermi, Pathonorm L og Pathonorm H keypt frá Nycomed Diagnostica, Noregi. Fékk hver þátttakandi 30 sýni, 10 með lágu lípíðgildi (A), 10 með meðalháu gildi (B) og 10 með háu gildi (C). Sýnin voru leyst upp í eimuðu vatni rétt fyrir notkun og ein mæling gerð á kólesteróli, HDL kólesteróli og þríglýseríðum á sýnunum um leið og venjuleg sjúklingasýni voru mæld, var þetta endurtekið í 10 skipti í röð. í síðari lotu var framkvæmdin sú að tveir sjálfboðaliðar gáfu blóð og annaðist Blóðbankinn tökuna. Samdægurs var plasmanu skipt niður í lítil glös og fryst. Fengu þátttakendur 10 glös með lágu kólesterólgildi (R) og 10 með háu gildi (S) og mældu á sama hátt og fyrr. Útreikningar: Hver rannsóknastofa sendi niðurstöður sínar til höfunda um leið og mælingalotum var lokið og voru tölfræðilegir útreikningar unnir á Macintosh tölvu. Ónákvæmni í niðurstöðum innan rannsóknastofa og milli rannsóknastofa var fundin með »analysis of variance« og endanlega útkoman gefin sem hlutfallslegur breytistuðull (coefficient of variation, % CV) af meðaltali hvers efnis (6). Tœki og aðferðir við mælingar: Eftirtalin tæki, efnablöndur og staðlar voru notuð, fjöldi notenda er innan sviga. Tceki: COBAS MIRA frá Roche (tveir), RA-1000 frá Technicon (tveir), RA-XT frá Technicon (einn), Multistat III frá Instrument
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.