Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ 319 t Oddur V.G. Ólafsson Fæddur 26. apríl 1909 Dáinn 18. janúar 1990 Oddur var um flest fágætur maður. Að sama skapi var læknisferill hans á margan hátt óvenjulegur, sagt í jákvæðri merkingu, og ekki sfður ferill hans í félagsmálunum. A yfirvegaðan hátt fór hann aðrar leiðir en viðteknar ef honum bauð svo við að horfa og taldi það vænlegast til að ná settum markmiðum. Oddur var Suðumesjamaður, fæddur og uppalinn á bænum Kalmanstjöm, sjósóknar- og búskaparbýli frá fomu fari skammt frá Höfnum. Foreldrar hans voru Olafur Ketilsson bóndi þar og hreppstjóri og Steinunn Oddsdóttir. Hann bar nafn Odds V. Gíslasonar, móðurafa síns, sem um skeið var prestur í Grindavík og þekktur fram á þennan dag fyrir framsæknar hugmyndir, meðal annars varðandi sjóslysavamir. Kunn er sú sögn að hann hafi, presturinn í Grindavík, sótt verðandi brúði sína, Onnu Vilhjálmsdóttur, á laun úr foreldrahúsum í Höfnum, þar eð foreldrar hennar voru andvígir ráðahagnum. Séra Oddur og kona hans eignuðust mörg böm og fluttust til Vesturheims árið 1894 með átta þeirra. Steinunn, móðir Odds, varð eftir hér á landi. Þegar séra Oddur gerðist leiður á prestskap í Vesturheimi lærði hann á sjötugsaldri til læknis og varð skráður meðlimur í bandaríska læknafélaginu árið 1910, þá 74 ára. Þegar við Oddur og konur okkar vorum á ferð í íslendingabyggðum vestanhafs fyrir einum áratug gafst okkur sá ánægjulegi kostur, í bænum Arborg í Manitoba, að líta augum læknisfræðibókasafn séra Odds og ýmis lækningaáhöld. Oddur fór í Menntaskólann í Reykjavík 14 ára gamall. Á þeim árum, þriðja áratugnum, tröllreið berklaveikin þjóðinni eins og flestum er kunnugt. Oddur sagði frá því að helmingur sambekkinga hans í MR hafi fengið smitandi berkla í skóla eða síðar á ævinni. Ekki veiktist Ljósm.: Jóhannes Long Oddur þó af berklum í menntaskóla en taldi sjálfur að þar hefði hann orðið fyrir sýkingu. Hann brautskráðist úr MR vorið 1929 og hóf nám í læknadeild Háskóla íslands um haustið. Námið sóttist vel og fljótlega gerðist hann virkur í félagslífi stúdenta. Haustið 1932 stóð hann að því ásamt öðrum að stofna nýtt stúdentafélag og var kosinn í stúdentaráð á vegum þess. Oddi sagðist svo frá að lítið hefði verið sofið og hvílst þessar haustvikur, námið var stíft og félagsstússið mikið. í nóvember fór hann norður á Kristnes til að vinna um tíma sem stúdent og hugsaði gott til glóðarinnar að komast í nýtt umhverfi, hvílast og lifa reglubundnu lífi enda þreyttur orðinn og slappur. Eftir stutta veru norðanlands og án þess að hressast kom í ljós við skoðun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.