Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.08.1990, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 1990: 76: 313-7 313 Stefán Steinsson, Sigurbjörn Sveinsson ORF EÐA KINDABOLA INNGANGUR Sjúkdómur einn heitir »orf« í erlendum ritum. Þetta er búfjárkvilli, en getur þó borist til manna. Honum var iýst árið 1787 í sauðfé (getið í 1), 1879 í geitum (getið í 2) og 1934 í mönnum (3). Hann er ekki algengur og hefur vafist fyrir læknum að greina hann og meðhöndla rétt. Því er vakin athygli á honum hér. A íslensku gengur sjúkdómurinn undir mismunandi nöfnum eftir héruðum: Skagfirðingar kalla hann homabólu en Skaftfellingar sláturbólu. Hvorugt nafnið er allsendis réttnefni, eins og lesendur munu sjá. Lambabóla, bændabóla og kindabóla koma til greina. Orf er erlent alþýðunafn. Það mun komið úr fornsaxnesku, skylt orðinu sem á þeirri tungu þýðir naut (4). Einn höfundur segir það af sama stofni og íslenska orðið »hrufa« (5). Á fræðimáli er sjúkdómurinn oftast nefndur ecthyma contagiosum (4) en stundum dermatitis pustularis contagiosa (6). Síðara nafnið lýsir honum betur, en er öllu stirðara. Enskir kalla þetta ýmist orf, »soremouth« eða »scabby mouth«, og eru þá að tala um sauðfé, einnig »sheep pox« um menn. Þýskir tala um »Lammergrind« (7). I þessu skrifi höfum við eftir nokkrar vangaveltur valið nafnið kindabóla. Ekki er örgrannt um að menn kalli ýmis þau kýli sláturbólu, sem í sláturtíðinni fást, þar með taldar meðfærilegar bakteríusýkingar. Því er sláturbólunafnið ónákvæmt. Homabóla er eina lifandi nafnið sem nothæft væri, ef forðast ætti nýyrðasmíð. Af neðanskrifuðu má þó sjá, að ekki smitast meinið af hornum einum. Því er leið nýyrðasmíða farin og kindabóla er ágætlega lýsandi nafn. Frá Heilsugælustööinni í Búðardal. Hér skal, áður en rætt er um eðli meinsins, drepa á nokkur sjúkratilfelli, sem höfundar hafa sjálfir stundað, eða haft spumir af. Tilfelli 1. Bóndakona, 51 árs, er eingöngu stundar sauðfjárrækt, leitaði á Heilsugæslustöðina í Búðardal í júlímánuði með tvær bólur á hægri vísifingri (mynd 1). Þetta voru vökvafylltar blöðrur, um sentimetra breiðar, rauðar, en hvítur hringur utan um roðann. Konan hafði annast lamb sem vildi ekki sjúga. Það hafði útbrot á snoppunni (mynd 2), þ.e. brúnan flekk á neðri vörinni. Konan hafði gefið lambinu að drekka úr pela. Ærin móðir þess hafði útbrot á júgrinu er líktust vörtum (mynd 3). Konan fékk verki í liði þegar hún hafði haft bólumar í fáar vikur, einnig dröfnuútbrot (maculer), aðallega yfir liðum. Meinsemdin greri á sex vikum, en húðin var hrjúf á eftir. Tilfelli 2. Fjárbóndi 38 ára leitaði á stöðina í júnímánuði vegna útbrota á vinstri vísifingri (mynd 4). Einnig hafði hann seyðing í vinstri holhönd. Enginn hiti, ekki óhress. Hann hafði nokkrum dögum áður verið að gefa lömbum Fig. I. Two orf blisters on the right index tinger of a countryside housewife who had been feeding her orf infected lamb (fig. 2) by bottle.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.